Teitur fer til Guðjóns Vals Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 16:20 Teitur Örn Einarsson kveður Flensburg eftir þetta tímabil. Getty/Marius Becker Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson hefur ákveðið að skipta um félag í Þýskalandi næsta sumar og gerast lærisveinn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Frá þessu er greint á vef Gummersbach í dag þar sem segir að Teitur hafi skrifað undir samning sem gildi til tveggja ára, frá og með næsta sumri. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Teitur hefur leikið með Flensburg frá því að hann kom frá Kristianstad í Svíþjóð fyrir tveimur árum en í síðasta mánuði var greint frá því að hann færi frá Flensburg næsta sumar, þegar samningur hans rennur út. Hjá Gummersbach hittir Teitur ekki aðeins fyrir Guðjón Val heldur einnig félaga sinn úr íslenska landsliðinu, Elliða Snæ Viðarsson. Teitur, sem er örvhent skytta, er þó reyndar ekki í 20 manna hópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson valdi á dögunum fyrir EM, en er á 35 manna listanum sem hægt er að notast við á mótinu. Teitur skoraði sjö mörk í sigri Flensburg á Lemgo í fyrrakvöld, 34-29. Flensburg er í 3. sæti þýsku deildarinnar en Gummersbach í 7. sæti. „Ég er auðvitað búinn að þekkja Teit lengi og ég er ánægður með að hann komi til okkar og styrki okkar hóp,“ segir Guðjón Valur á heimasíðu Gummersbach. „Hann er kraftmikill leikmaður, líkamlega sterkur og passar fullkomlega inn í okkar kerfi. Ég er viss um að stuðningsmennirnir munu njóta þess að sjá hann,“ sagði Guðjón. Sjálfur kveðst Teitur telja að um fullkomið skref á ferlinum sé að ræða. „Ég hlakka mikið til að spila fyrir góðan þjálfara sem ég hef trú á, og í svona hæfileikaríku liði. Ég er sannfærður um að hérna muni margir góðir hlutir gerast á komandi árum,“ sagði Selfyssingurinn. Þýski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Gummersbach í dag þar sem segir að Teitur hafi skrifað undir samning sem gildi til tveggja ára, frá og með næsta sumri. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Teitur hefur leikið með Flensburg frá því að hann kom frá Kristianstad í Svíþjóð fyrir tveimur árum en í síðasta mánuði var greint frá því að hann færi frá Flensburg næsta sumar, þegar samningur hans rennur út. Hjá Gummersbach hittir Teitur ekki aðeins fyrir Guðjón Val heldur einnig félaga sinn úr íslenska landsliðinu, Elliða Snæ Viðarsson. Teitur, sem er örvhent skytta, er þó reyndar ekki í 20 manna hópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson valdi á dögunum fyrir EM, en er á 35 manna listanum sem hægt er að notast við á mótinu. Teitur skoraði sjö mörk í sigri Flensburg á Lemgo í fyrrakvöld, 34-29. Flensburg er í 3. sæti þýsku deildarinnar en Gummersbach í 7. sæti. „Ég er auðvitað búinn að þekkja Teit lengi og ég er ánægður með að hann komi til okkar og styrki okkar hóp,“ segir Guðjón Valur á heimasíðu Gummersbach. „Hann er kraftmikill leikmaður, líkamlega sterkur og passar fullkomlega inn í okkar kerfi. Ég er viss um að stuðningsmennirnir munu njóta þess að sjá hann,“ sagði Guðjón. Sjálfur kveðst Teitur telja að um fullkomið skref á ferlinum sé að ræða. „Ég hlakka mikið til að spila fyrir góðan þjálfara sem ég hef trú á, og í svona hæfileikaríku liði. Ég er sannfærður um að hérna muni margir góðir hlutir gerast á komandi árum,“ sagði Selfyssingurinn.
Þýski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira