„Eina leiðin til að bjarga henni var að fara út í“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. desember 2023 10:06 Bergþóra tók það ekki í mál að láta hundana drukkna í ánni. eiður h eiðsson „Þetta var nú ekkert svakalegt, ég blotnaði bara vel og var lengi að ná upp hita,“ segir Bergþóra Eiðsdóttir sem kom hundi sínum til bjargar sem slysaðist út í Sogið í Þorláksmessugöngu. Bergþóra var ásamt föður sínum í hefðbundinni göngu með hunda sína í Þrastarskógi þegar einn þeirra kom auga á álftir í Soginu. „Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og rauk af stað, hleypur meðfram bakkanum en endar með því að detta út í og var heillengi í vatninu,“ segir Bergþóra sem kveðst þekkja svæðið vel. Hundurinn var lengi úti í ánni og Bergþóra beið átekta þar til að hún áttaði sig á því að eina leiðin til að bjarga honum væri að fara út í. „Ég vissi alveg hvar ég ætti að fara út í. Þetta var ekki gert í neinu fáti, ég fór ekki út í fyrr en ég vissi að hún kæmist ekkert upp,“ segir Bergþóra og bætir við að faðir hennar hafi fengið mikið áfall. Tíkin Medúsa ásamt Bergþóru. „Ég öskra á hann að vera ekki að koma út í. Hann er 77 ára en hefði aldrei skilið hundinn eftir. Það kom því ekki annað til greina en að ég færi út í og sagði pabba bara að halda kyrru fyrir og taka myndir eða eitthvað.“ Björgunin gekk vel, þótt mikið puð væri. „Það var auðvitað ekki þurr þráður á mér, en mér varð ekkert meint af. Það var aðallega að brjóta klakann sem tók smá tíma. En ég mæli ekki með að stökkva til sunds í kraftkalla, hann þyngist svolítið,“ segir Bergþóra. „Ég hugsaði eftir á að ef þetta hefðu verið börnin mín þá hefði ég ekkert hugsað, bara látið vaða.“ Nú ætla þau í fjölskyldunni að njóta gleðilegra jóla. „Núna eru allir búnir að jafna sig en húsfreyjan er aðeins þreytt, ekki alveg klár að sjóða hangikjötið, en það kemur,“ segir Bergþóra að lokum. Hundarnir fylgdust nokkuð áhyggjufullir með.eiður h eiðsson Dýr Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Bergþóra var ásamt föður sínum í hefðbundinni göngu með hunda sína í Þrastarskógi þegar einn þeirra kom auga á álftir í Soginu. „Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og rauk af stað, hleypur meðfram bakkanum en endar með því að detta út í og var heillengi í vatninu,“ segir Bergþóra sem kveðst þekkja svæðið vel. Hundurinn var lengi úti í ánni og Bergþóra beið átekta þar til að hún áttaði sig á því að eina leiðin til að bjarga honum væri að fara út í. „Ég vissi alveg hvar ég ætti að fara út í. Þetta var ekki gert í neinu fáti, ég fór ekki út í fyrr en ég vissi að hún kæmist ekkert upp,“ segir Bergþóra og bætir við að faðir hennar hafi fengið mikið áfall. Tíkin Medúsa ásamt Bergþóru. „Ég öskra á hann að vera ekki að koma út í. Hann er 77 ára en hefði aldrei skilið hundinn eftir. Það kom því ekki annað til greina en að ég færi út í og sagði pabba bara að halda kyrru fyrir og taka myndir eða eitthvað.“ Björgunin gekk vel, þótt mikið puð væri. „Það var auðvitað ekki þurr þráður á mér, en mér varð ekkert meint af. Það var aðallega að brjóta klakann sem tók smá tíma. En ég mæli ekki með að stökkva til sunds í kraftkalla, hann þyngist svolítið,“ segir Bergþóra. „Ég hugsaði eftir á að ef þetta hefðu verið börnin mín þá hefði ég ekkert hugsað, bara látið vaða.“ Nú ætla þau í fjölskyldunni að njóta gleðilegra jóla. „Núna eru allir búnir að jafna sig en húsfreyjan er aðeins þreytt, ekki alveg klár að sjóða hangikjötið, en það kemur,“ segir Bergþóra að lokum. Hundarnir fylgdust nokkuð áhyggjufullir með.eiður h eiðsson
Dýr Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira