Brjálað að gera í Skeifunni: „Alltaf eitthvað sem vantar“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. desember 2023 14:41 Margt var um manninn í verslun Hagkaupa í Skeifunni í dag. Vísir Þrátt fyrir að flestir reyni að klára jólaundirbúninginn tímanlega gerist það jafnan að eitthvað gleymist, sem þarf svo að redda á síðustu stundu. Margir eru eflaust í slíkum erindagjörðum í Skeifunni einmitt núna. Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“ Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“
Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira