Einstefna í seinni hálfleik kom City aftur á sigurbraut Siggeir Ævarsson skrifar 27. desember 2023 22:15 Julian Alvarez fagnar með félögum sínum Vísir/Getty Manchester City spilaði sinn fyrsta leik síðan Evrópu- og Englandsmeistararnir tryggðu sér einnig titilinn heimsmeistarar félagsliða. Lærsveinar Pep Guardiola heimsóttu Everton til Bítlaborgarinnar en heimamenn hafa verið öflugir síðan tíu stig voru dregin af liðinu. Fyrir leikinn í kvöld hafði Everton verið á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Heimamenn fóru betur af stað í kvöld og komust yfir með marki frá Jack Harrison á 29. mínútu. Markið kom nokkuð gegn gangi leiksins en City-menn virkuðu ekki sannfærandi í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera mun meira með boltann en mark heimamanni kom úr öðru af tveimur skotum liðsins á markið. Phil Foden jafnaði svo leikinn á 53. mínútu og eftir það var eiginlega aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda, en heimamenn náðu ekki skoti á rammann í seinni hálfleik. Á 64. mínútu komust gestirnir loks yfir þegar Julián Álvarez skoraði úr víti eftir að Amadou Onana varði marktilraun Nathan Aké með hendinni í teignum. Everton-menn reyndu hvað þeir gátu til að opna leikinn upp og sækja jöfnunarmarkið en varð lítið ágegnt. Á 86. mínútu gerði Jordan Pickford svo herfileg mistök þegar hann ætlaði að hreinsa frá, kominn lengst út úr markinu. Sendingin fór rakleiðis í sóknarmann City, Bernardo Silva var fljótur að átta sig og smellti boltanum í tómt netið. Með sigrinum lyftir City sér í fjórða sætið og eiga leik til góða á bæði Aston Villa og Liverpool. Everton eru aftur á móti ennþá í bullandi fallbaráttu með 16 stig í 17. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti. Enski boltinn
Manchester City spilaði sinn fyrsta leik síðan Evrópu- og Englandsmeistararnir tryggðu sér einnig titilinn heimsmeistarar félagsliða. Lærsveinar Pep Guardiola heimsóttu Everton til Bítlaborgarinnar en heimamenn hafa verið öflugir síðan tíu stig voru dregin af liðinu. Fyrir leikinn í kvöld hafði Everton verið á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Heimamenn fóru betur af stað í kvöld og komust yfir með marki frá Jack Harrison á 29. mínútu. Markið kom nokkuð gegn gangi leiksins en City-menn virkuðu ekki sannfærandi í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera mun meira með boltann en mark heimamanni kom úr öðru af tveimur skotum liðsins á markið. Phil Foden jafnaði svo leikinn á 53. mínútu og eftir það var eiginlega aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda, en heimamenn náðu ekki skoti á rammann í seinni hálfleik. Á 64. mínútu komust gestirnir loks yfir þegar Julián Álvarez skoraði úr víti eftir að Amadou Onana varði marktilraun Nathan Aké með hendinni í teignum. Everton-menn reyndu hvað þeir gátu til að opna leikinn upp og sækja jöfnunarmarkið en varð lítið ágegnt. Á 86. mínútu gerði Jordan Pickford svo herfileg mistök þegar hann ætlaði að hreinsa frá, kominn lengst út úr markinu. Sendingin fór rakleiðis í sóknarmann City, Bernardo Silva var fljótur að átta sig og smellti boltanum í tómt netið. Með sigrinum lyftir City sér í fjórða sætið og eiga leik til góða á bæði Aston Villa og Liverpool. Everton eru aftur á móti ennþá í bullandi fallbaráttu með 16 stig í 17. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti