Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 11:20 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gerð varnargarða fyrir ofan Grindavík klárlega vera tilraunarinnar virði. Mikið sé í húfi. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ Þetta sagði Magnús Tumi í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir skjálftana og landrisið hafa verið á sama stað og verið hefur. „Þetta er þarna í kringum Svartsengi, en Svartsengi er náttúrulega ekki bara Svartsengi [virkjunin]. Þetta er svæði sem er að lyftast og þar er kvika að safnast fyrir á kannski fimm kílómetra dýpi. Staðurinn þar sem má reikna með að fari upp, ef kemur til goss sem maður verður að telja líklegt, þá er það á svipuðum stað og var síðast, það er Sundhnúkssprungunni. Það gæti verið á sama stað, það gæti verið norðar. Það gæti líka verið sunnar, nær Grindavík.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Gæti runnið hratt inn í bæinn Aðspurður um hvort hann telji Grindavík vera í hættu segir Magnús Tumi að það sé ekki líklegt miðað við söguna að gossprungur nái inn í Grindavík. „En, Grindavík óvarin, þá getur hraun runnið mjög hratt inn í bæinn. Við sáum til dæmis gosið sem kom síðast þá var hraunið mjög þunnfljótandi. Hraunið var komið mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra, á einum klukkutíma. En svo fór það ekki mikið lengra í því tilviki. Þess vegna er sú gerð varnargarða sem á að byrja á nú í hádeginu, hún er ekkert að byrja of snemma,“ segir Magnús Tumi. Fyrirstaða sem beinir hraunin framhjá Magnús Tumi segir ekkert hægt að fullyrða um að varnargarðarnir muni virka. „En hins vegar er það þannig að ef við horfum á hraunið sem hefur þarna verið að renna… Hraun sem rennur mjög hratt, það er þunnfljótandi. Þá er spurningin sú að búa til fyrirstöðu sem beinir hrauninu annað og beinir því framhjá. Það þýðir ekkert að byggja garða og ætla að safna þessu upp, eins og stíflu. Auðvitað getur það virkað ef þú ert heppinn, en hitt er miklu skynsamlegra og hugsunin er sú að þetta eru leiðigarðar.“ Svona er hugsunin að varnargarðurinn norðan Grindavíkur gæti litið út. Framkvæmdir hefjast í dag.Stjr Tilraunarinnar virði Magnús Tumi segir þetta klárlega vera tilraunarinnar virði þar sem eignir og verðmætin þarna séu metin á 150 milljarða en að kostnaðurinn við gerð leiðigarðanna fimm til tíu milljarðar króna. Hann segir sömuleiðis að til greina komi að kæla hraun með sjó, komi upp ákveðnar aðstæður. „Samspil varnargarða og hraunkælingar, það er eðlilegt að hugsa þetta þannig. En ef hraun er þunnfljótandi og rennur mjög hratt, þá er erfitt að beita vatninu,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Þetta sagði Magnús Tumi í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir skjálftana og landrisið hafa verið á sama stað og verið hefur. „Þetta er þarna í kringum Svartsengi, en Svartsengi er náttúrulega ekki bara Svartsengi [virkjunin]. Þetta er svæði sem er að lyftast og þar er kvika að safnast fyrir á kannski fimm kílómetra dýpi. Staðurinn þar sem má reikna með að fari upp, ef kemur til goss sem maður verður að telja líklegt, þá er það á svipuðum stað og var síðast, það er Sundhnúkssprungunni. Það gæti verið á sama stað, það gæti verið norðar. Það gæti líka verið sunnar, nær Grindavík.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Gæti runnið hratt inn í bæinn Aðspurður um hvort hann telji Grindavík vera í hættu segir Magnús Tumi að það sé ekki líklegt miðað við söguna að gossprungur nái inn í Grindavík. „En, Grindavík óvarin, þá getur hraun runnið mjög hratt inn í bæinn. Við sáum til dæmis gosið sem kom síðast þá var hraunið mjög þunnfljótandi. Hraunið var komið mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra, á einum klukkutíma. En svo fór það ekki mikið lengra í því tilviki. Þess vegna er sú gerð varnargarða sem á að byrja á nú í hádeginu, hún er ekkert að byrja of snemma,“ segir Magnús Tumi. Fyrirstaða sem beinir hraunin framhjá Magnús Tumi segir ekkert hægt að fullyrða um að varnargarðarnir muni virka. „En hins vegar er það þannig að ef við horfum á hraunið sem hefur þarna verið að renna… Hraun sem rennur mjög hratt, það er þunnfljótandi. Þá er spurningin sú að búa til fyrirstöðu sem beinir hrauninu annað og beinir því framhjá. Það þýðir ekkert að byggja garða og ætla að safna þessu upp, eins og stíflu. Auðvitað getur það virkað ef þú ert heppinn, en hitt er miklu skynsamlegra og hugsunin er sú að þetta eru leiðigarðar.“ Svona er hugsunin að varnargarðurinn norðan Grindavíkur gæti litið út. Framkvæmdir hefjast í dag.Stjr Tilraunarinnar virði Magnús Tumi segir þetta klárlega vera tilraunarinnar virði þar sem eignir og verðmætin þarna séu metin á 150 milljarða en að kostnaðurinn við gerð leiðigarðanna fimm til tíu milljarðar króna. Hann segir sömuleiðis að til greina komi að kæla hraun með sjó, komi upp ákveðnar aðstæður. „Samspil varnargarða og hraunkælingar, það er eðlilegt að hugsa þetta þannig. En ef hraun er þunnfljótandi og rennur mjög hratt, þá er erfitt að beita vatninu,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57
Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00
Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04