Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2024 12:24 Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni. Vísir Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira