Snorri um þá sem verða eftir: „Margir í þeirra stöðum“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 15:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá átján leikmenn sem hann ætlar að treysta á næstu vikurnar. Sextán leikmenn verða til taks í hverjum leik fyrir sig á EM. vísir/Einar Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, heldur á morgun út til Austurríkis með EM-hópinn sinn sem hefur svo keppni í Þýskalandi á föstudaginn eftir viku. Hann útskýrði ákvörðun sína um hvaða tveir leikmenn detta núna út úr hópnum. Snorri valdi tuttugu leikmenn til æfinga hér á landi en hópurinn hóf æfingar á milli jóla og nýárs. Tveir yngstu mennirnir, hinir 21 árs gömlu Þorsteinn Leó Gunnarsson og Andri Már Rúnarsson, ferðast ekki með hópnum til Austurríkis, þar sem Ísland spilar vináttulandsleiki á laugardag og mánudag. „Andri og Þorsteinn Leó verða eftir að þessu sinni. Það eru margir í þeirra stöðum, við erum ekki undirmannaðir þar eins og er,“ sagði Snorri fyrir æfingu í Safamýri í dag. Báðir geta leikið í stöðu vinstri skyttu, þó ólíkir séu, og Andri auk þess sem miðjumaður. Á EM fara hins vegar Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason, sem leyst geta þessi hlutverk. Vildi geta nýtt krafta Donna Snorri valdi Kristján Örn Kristjánsson, Donna, en þessi öfluga, örvhenta skytta hefur átt við meiðsli að stríða: „Ég vildi hafa þrjár örvhentar skyttur með, þrátt fyrir að Donni hafi verið að glíma við einhver meiðsli undanfarið. Ég vildi hafa smá breidd þar,“ sagði Snorri sem er einnig með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson. Hann bætti við: „Ég tel þetta vera okkar átján bestu leikmenn, sem passa vel saman og passa inn í það sem við erum að gera. Svo vitum við náttúrulega aldrei hvað gerist á löngu og ströngu móti.“ Klippa: Snorri um EM-hópinn og stöðu Elvars Ekki að sjá að Elvar hafi misst af síðustu vikum Elvar Örn Jónsson hefur verið í kapphlaupi við tímann til að ná mótinu, eftir að hafa tognað í kviðvöðva, og Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði að spila að nýju í síðasta mánuði eftir að hafa farið í aðgerð vegna axlarmeiðsla í sumar. „Þeir hafa báðir verið flottir. Elvar kom seinna inn í þetta og er nýbyrjaður en það er ekki að sjá að hann hafi verið frá í 5-6 vikur. Auðvitað verðum við samt að hafa varann á þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref eftir meiðsli,“ sagði Snorri. „Gísli er búinn að vera „full force“ með okkur en það segir sig sjálft að hann er ekki sá maður sem kemur til með að skjóta lengst frá markinu fyrir okkur, en þeir sem þekkja vel til vita að hann hefur aðra eiginleika sem við viljum klárlega hafa með okkur,“ bætti hann við. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 „Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00 Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11 Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Snorri valdi tuttugu leikmenn til æfinga hér á landi en hópurinn hóf æfingar á milli jóla og nýárs. Tveir yngstu mennirnir, hinir 21 árs gömlu Þorsteinn Leó Gunnarsson og Andri Már Rúnarsson, ferðast ekki með hópnum til Austurríkis, þar sem Ísland spilar vináttulandsleiki á laugardag og mánudag. „Andri og Þorsteinn Leó verða eftir að þessu sinni. Það eru margir í þeirra stöðum, við erum ekki undirmannaðir þar eins og er,“ sagði Snorri fyrir æfingu í Safamýri í dag. Báðir geta leikið í stöðu vinstri skyttu, þó ólíkir séu, og Andri auk þess sem miðjumaður. Á EM fara hins vegar Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason, sem leyst geta þessi hlutverk. Vildi geta nýtt krafta Donna Snorri valdi Kristján Örn Kristjánsson, Donna, en þessi öfluga, örvhenta skytta hefur átt við meiðsli að stríða: „Ég vildi hafa þrjár örvhentar skyttur með, þrátt fyrir að Donni hafi verið að glíma við einhver meiðsli undanfarið. Ég vildi hafa smá breidd þar,“ sagði Snorri sem er einnig með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson. Hann bætti við: „Ég tel þetta vera okkar átján bestu leikmenn, sem passa vel saman og passa inn í það sem við erum að gera. Svo vitum við náttúrulega aldrei hvað gerist á löngu og ströngu móti.“ Klippa: Snorri um EM-hópinn og stöðu Elvars Ekki að sjá að Elvar hafi misst af síðustu vikum Elvar Örn Jónsson hefur verið í kapphlaupi við tímann til að ná mótinu, eftir að hafa tognað í kviðvöðva, og Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði að spila að nýju í síðasta mánuði eftir að hafa farið í aðgerð vegna axlarmeiðsla í sumar. „Þeir hafa báðir verið flottir. Elvar kom seinna inn í þetta og er nýbyrjaður en það er ekki að sjá að hann hafi verið frá í 5-6 vikur. Auðvitað verðum við samt að hafa varann á þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref eftir meiðsli,“ sagði Snorri. „Gísli er búinn að vera „full force“ með okkur en það segir sig sjálft að hann er ekki sá maður sem kemur til með að skjóta lengst frá markinu fyrir okkur, en þeir sem þekkja vel til vita að hann hefur aðra eiginleika sem við viljum klárlega hafa með okkur,“ bætti hann við.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 „Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00 Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11 Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06
Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00
Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11
Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01