Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 09:20 Herdís Dröfn hefur störf í næstu viku. Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að Herdís hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi. Hún er fyrrverandi forstjóri Valitor, en þar leiddi hún félagið gegnum endurskipulagningu og síðar sölu. Herdís var áður framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, og hefur setið í fjölda stjórna hjá bæði skráðum og óskráðum félögum hérlendis og erlendis, svo sem Arion banka, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Þá er Herdís stjórnarformaður Eyris Venture Management. Páll Ásgrímsson tók við starfi forstjóra um miðjan október. Hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.Sýn Herdís er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með meistaragráðu í fjármálum frá sama skóla. Herdís Dröfn segist þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. Hún sé full eftirvæntingar að taka við keflinu hjá Sýn. „Ég hlakka til að kynnast starfseminni, starfsfólkinu og viðskiptavinum félagsins. Sýn samanstendur af spennandi rekstrareiningum í fjarskiptum, fjölmiðlum og í upplýsingatækni, og það verður spennandi að taka þátt í því með stjórn og starfsmönnum að efla þær einingar enn frekar og hámarka virði þeirra.“ Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, segir Herdísi hafa sýnt að hún sé framúrskarandi stjórnandi sem hafi jákvæð áhrif á rekstur og afkomu þeirra félaga sem hún láti sig varða. „Við erum að fá einstaklega öfluga manneskju í starfið og hlökkum til samstarfsins. Á þessum tímamótum viljum við jafnframt þakka Páli Ásgrímssyni – sem gegnt hefur starfi forstjóra tímabundið - sérstaklega fyrir sitt framlag en hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.“ Meðal vörumerkja Sýnar má nefna Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 sport, Bylgjan, X-ið, FM957 og Vísi. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04 Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08 Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að Herdís hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi. Hún er fyrrverandi forstjóri Valitor, en þar leiddi hún félagið gegnum endurskipulagningu og síðar sölu. Herdís var áður framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, og hefur setið í fjölda stjórna hjá bæði skráðum og óskráðum félögum hérlendis og erlendis, svo sem Arion banka, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Þá er Herdís stjórnarformaður Eyris Venture Management. Páll Ásgrímsson tók við starfi forstjóra um miðjan október. Hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.Sýn Herdís er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með meistaragráðu í fjármálum frá sama skóla. Herdís Dröfn segist þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. Hún sé full eftirvæntingar að taka við keflinu hjá Sýn. „Ég hlakka til að kynnast starfseminni, starfsfólkinu og viðskiptavinum félagsins. Sýn samanstendur af spennandi rekstrareiningum í fjarskiptum, fjölmiðlum og í upplýsingatækni, og það verður spennandi að taka þátt í því með stjórn og starfsmönnum að efla þær einingar enn frekar og hámarka virði þeirra.“ Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, segir Herdísi hafa sýnt að hún sé framúrskarandi stjórnandi sem hafi jákvæð áhrif á rekstur og afkomu þeirra félaga sem hún láti sig varða. „Við erum að fá einstaklega öfluga manneskju í starfið og hlökkum til samstarfsins. Á þessum tímamótum viljum við jafnframt þakka Páli Ásgrímssyni – sem gegnt hefur starfi forstjóra tímabundið - sérstaklega fyrir sitt framlag en hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.“ Meðal vörumerkja Sýnar má nefna Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 sport, Bylgjan, X-ið, FM957 og Vísi. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04 Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08 Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04
Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08
Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28