Lægðin hefur áhrif á mælana Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/arnar Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira