Hver er áfengisstefnan? Guðlaug Birna Guðjónsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:00 „Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“ Þessi orð Árna Guðmundssonar í viðtali á Vísi sl. laugardag þar sem hann lýsir því af hverju hann greip til þeirra ráða að kæra sjálfan sig til lögreglunnar með því að kaupa áfengi ólöglega, eru mikilvæg skilaboð til ráðamanna landsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi er vara sem veldur margvíslegu tjóni meðal einstaklinga, fjölskyldna og í öllu samfélaginu. Og sem áhugamanneskja um krabbameinsforvarnir vil ég benda á að áfengi er einnig stór áhættuþáttur fyrir krabbamein. Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Því hefur áfengisneysla verið flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Áfengisdrykkja getur valdið að minnsta kosti sjö mismunandi krabbameinum: Í munni, vélinda, koki, barka, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Vísbendingar eru einnig um að áfengi auki líkur á fleiri tegundum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi. En á Íslandi virðist ekki þurfa að fara eftir tilmælum svo mikilvægrar stofnunar. Nei, við látum fáa sérhagsmunaaðila komast upp með alls konar lögleysu. Ráðherrar, alþingismenn, lögreglan og fleiri aðilar skella skollaeyrum við. Þetta er ótrúleg áfengisstefna. Eins og ég byrjaði vil ég enda á orðum Árna Guðmundssonar: „Þetta er einfaldlega smásala í sinni tærustu mynd. Verið að markaðsvæða áfengissölu sem er þvert á gildandi stefnu og lög. Um sölufyrirkomulag áfengis og áfengislöggjöfina hefur ríkt nokkuð almennt sátt í samfélaginu enda fara þau bil beggja, taka tillit til lýðheilsu-, velferðar- (og þá ekki síst barna og ungmenna) og svo viðskiptasjónarmiða.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og höfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
„Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“ Þessi orð Árna Guðmundssonar í viðtali á Vísi sl. laugardag þar sem hann lýsir því af hverju hann greip til þeirra ráða að kæra sjálfan sig til lögreglunnar með því að kaupa áfengi ólöglega, eru mikilvæg skilaboð til ráðamanna landsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi er vara sem veldur margvíslegu tjóni meðal einstaklinga, fjölskyldna og í öllu samfélaginu. Og sem áhugamanneskja um krabbameinsforvarnir vil ég benda á að áfengi er einnig stór áhættuþáttur fyrir krabbamein. Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Því hefur áfengisneysla verið flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Áfengisdrykkja getur valdið að minnsta kosti sjö mismunandi krabbameinum: Í munni, vélinda, koki, barka, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Vísbendingar eru einnig um að áfengi auki líkur á fleiri tegundum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi. En á Íslandi virðist ekki þurfa að fara eftir tilmælum svo mikilvægrar stofnunar. Nei, við látum fáa sérhagsmunaaðila komast upp með alls konar lögleysu. Ráðherrar, alþingismenn, lögreglan og fleiri aðilar skella skollaeyrum við. Þetta er ótrúleg áfengisstefna. Eins og ég byrjaði vil ég enda á orðum Árna Guðmundssonar: „Þetta er einfaldlega smásala í sinni tærustu mynd. Verið að markaðsvæða áfengissölu sem er þvert á gildandi stefnu og lög. Um sölufyrirkomulag áfengis og áfengislöggjöfina hefur ríkt nokkuð almennt sátt í samfélaginu enda fara þau bil beggja, taka tillit til lýðheilsu-, velferðar- (og þá ekki síst barna og ungmenna) og svo viðskiptasjónarmiða.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og höfundur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar