Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 14:53 Hildur vill að meiri þungi sé settur í leikskólamálin. Fólk eigi að geta gengið að áreiðanlegri þjónustu. Vísir/Ívar Fannar Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. Heilsdagslokanir höfðu áhrif á alls 841 leikskólabarn en aðrar þjónustuskerðingar höfðu áhrif á 2.038 börn. Það eru alls 2.879 börn. Tímabilið sem um ræðir er frá 1. september til 24. nóvember. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundaráðs við fyrirspurn Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lokun vegna fáliðunar. Málið var rætt á fundi borgarráðs í dag. Alls er um að ræða 18 leikskóla sem þurftu á einhverjum tímapunkti í heilan dag. Það er misjafnt hversu mörg börn það hafði áhrif á en það er allt frá tveimur upp í 160. Í 33 leikskólum var svo lokað hluta úr degi á tímabilinu. Það hafði í hverjum leikskóla áhrif á ólíkan fjölda barna en hann er allt frá fimm upp í 212. Tveir skólar fóru í tímabundna skipulagða fáliðun, Sæborg lokaði hverri deild einn dag í viku í fimm vikur og Hagaborg stytti opnunartíma alla daga í tvær vikur. „Þetta er enn ein birtingarmynd leikskólavandans í Reykjavík. Það er mikill fjallað um biðlistavandann enda eru margir sem finna fyrir honum en maður heyrir ekkert síður í foreldrum sem eru komnir með börnin sín inn á leikskóla en eru að verða mikið fyrir þjónustuskerðingum vegna fáliðunar á leikskóladeildum,“ segir Hildur og að þess vegna hafi hún kallað eftir þessum upplýsingum. Hún segir fjöldann sem þurfti að líða slíkar skerðingar koma bæði á óvart og ekki. „Leikskólavandinn er þannig tvíþættur. Það er annars vegar áskorunin að komast inn og svo þegar þú hefur loks komið barninu inn mæta þér þjónustuskerðingar. Það sem manni finnst ergilegt er að núverandi borgarstjóri, og nú líka Einar Þorsteinsson, stæra sig mikið af því að leikskólarnir séu ódýrastir í Reykjavík. En ég myndi miklu frekar vilja sjá metnaðinn liggja í því að leikskólarnir væru bestir í Reykjavík. Það er frekar máttlaust að stæra sig af ódýrustu leikskólunum þegar framboð þjónustunnar er svona takmarkað. Það er eins og verslun sem auglýsir ódýrasta vöruverðið en er með tómar hillur.“ Myndin er tekin á mótmmælum foreldra vegna langra biðlista á leikskóla. Vísir/Vilhelm Hildur segir að hennar mati vanti meiri metnað í leikskólaþjónustuna. Það þurfi að stytta biðlista og bæta þjónustuna við þau sem eru komin inn. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ítrekað talað fyrir fleiri valkostum fyrir fólk þegar fæðingarorlofi lýkur eins og heimgreiðslum og sterkara dagforeldrakerfi en ef fólk kjósi að setja börnin í leikskóla þá verði þjónustan að vera í lagi. Ætti þetta bara aldrei að gerast eða eru einhverjar aðstæður sem eru skiljanlegar? „Auðvitað í fullri sanngirni getur þetta komið fyrir. En það getur verið áhugavert að bera starfsemi leikskóla saman við grunnskóla. Það er ekkert foreldri sex ára barns sem fær bréf um að barnið komist ekki inn í skólann fyrr en í öðrum eða þriðja bekk vegna manneklu. Þá er varla nokkur sem fær póst um að grunnskólabarn þurfi að vera heima og kennsla falli niður vegna manneklu. Þau redda bara forfallakennurnum,“ segir Hildur og það vanti þennan sama þunga í leikskólastarfið. Hildur, Dagur og Einar á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar 2022. Vísir/Vilhelm Hún segir auðvitað margar ástæður fyrir þessu og að það megi rekja til þess að það sé skólaskylda í grunnskóla en ekki leikskóla. „Það er auðvitað skýringin á málinu en þetta er samt ágætis samanburður.“ Hún segir ekkert endilega lausnina að allir fari í leikskóla 12 mánaða. Það vilji það ekki allir foreldrar og sú lausn henti ekki öllum börnum. Auk þess kosti það borgina um 400 þúsund krónur á mánuði að taka við svo ungu barni í leikskóla. „Þetta er gríðarlega dýr þjónusta og það gæti falist ákveðin hagkvæmni í því að bjóða heimgreiðslur til þeirra sem hafa áhuga á að vera aðeins lengur heima.“ Fjölbreyttar áherslur í mönnun Hvað varðar manneklu á leikskólum segir Hildur að vandinn sé margþættur. Það útskrifist enn of fáir árlega úr leikskólakennarafræðum en að henni finnist Reykjavíkurborg ganga verr en öðrum sveitarfélögum að ná þessu fólk til sín. „En við þurfum líka að vera með aðrar áherslur í mönnun. Ég hef sjálf farið með nokkur börn í gegnum leikskólakerfið og oft eru það eftirminnilegustu starfsmennirnir, ungir starfsmenn sem koma með tónlist eða dans inn í leikskólastarfið, eða bara gleði og væntumþykju. Það er svo margt annað sem getur haft mikla þýðingu þegar fjallað er um umönnun lítilla barna,“ segir Hildur. Hún nefnir sem dæmi Omar Salama, sem fór að vinna á Laufásborg árið 2009. Það hafi verið mikill fengur fyrir skólann, hann hafi kennt börnunum skák og nú fari þau í reglulegar keppnisferðir erlendis. „Fólk getur komið inn í starfið með fjölbreytta styrkleika óháð því hvort það sé búið að ljúka þessu námi. Auðvitað er mikilvægt að vera með fagmenntað starfsfólk en við megum ekki tala niður allt hitt fólkið sem ber leikskólastarfið að miklu leyti uppi. Sem kemur oft með nýja og mikilvæga þekkingu og reynslu í starfið.“ Engar lokanir í Kópavogi Hildur bendir á í þessu samhengi að Kópavogsbær hafi í desember birt tölur um leikskólalokanir vegna veikinda en á haustönn þurfti enginn leikskóli að loka deildum. Það var töluverð breyting frá því skólaárinu áður þegar loka þurfti deildum í 212 daga. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík og tekur við sem borgarstjóri í næstu viku. Vísir/Vilhelm „Þeim tókst með tilteknum aðgerðum að búa svo vel að sínu starfsfólki og skipulagi leikskólastarfsins að ekki þurfti að loka vegna veikinda eða fáliðunar. Við sjáum þannig að sveitarfélögin í kringum okkur eru að gera þetta betur.“ En hvernig ætti meirihlutinn að bregðast við? „Ég vil að það sé settur meiri þungi í þessi leikskólamál. Það er allt of oft sem sett eru fram kosningaloforð í aðdraganda kosninga en svo eru málin ekki forgangsmál þegar farið er af stað í kjörtímabilið. Nú erum við með borgarstjóra sem er að hætta eftir langa setu í stóli borgarstjóra. Málefni grunnskóla og leikskóla hafa aldrei verið hans áherslumál og við sjáum afleiðingarnar. Skólastarf hefur orðið fyrir töluverðu raski vegna viðhaldsvanda í leik- og grunnskólum, biðlistar eftir leikskólaplássi lengjast milli ára, þjónusta er skert vegna fáliðunar og árangur í PISA er algjörlega óviðunandi. Eina leiðin til að leysa þetta er að setja málefni barna í algjöran forgang. Það mál líka alveg halda því til haga að leikskólamálin skipta máli fyrir fjölmarga hópa samfélagsins, fyrir ungt fjölskyldufólk, ömmur og afa, atvinnurekendur sem endurheimta starfsfólk seint eftir barneignir og áfram mætti telja. Leikskólamálin eru jafnframt mikilvægustu jafnréttismálin sem við fáumst við í borginni. Það er löngu kominn tími á að laga þetta.“ Ertu ekkert vongóð um að Einar leysi öðruvísi úr þessu? „Ég er alltaf bjartsýn og til í að gefa nýju fólki sjéns. Framsóknarflokkurinn hefur samt sem áður haldið utan um skóla- og frístundamálin á þessu kjörtímabili og því miður hefur ekkert breyst til batnaðar. Biðlistar í leikskóla hafa lengst haust frá hausti og meðalaldur barna hækkað við inntöku. Því miður hefur þeim ekki tekist að framkvæma neinar jákvæðar breytingar. En ég gefst ekki upp og er til í að leggja mitt af mörkum til að bæta úr stöðunni.“ Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Heilsdagslokanir höfðu áhrif á alls 841 leikskólabarn en aðrar þjónustuskerðingar höfðu áhrif á 2.038 börn. Það eru alls 2.879 börn. Tímabilið sem um ræðir er frá 1. september til 24. nóvember. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundaráðs við fyrirspurn Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lokun vegna fáliðunar. Málið var rætt á fundi borgarráðs í dag. Alls er um að ræða 18 leikskóla sem þurftu á einhverjum tímapunkti í heilan dag. Það er misjafnt hversu mörg börn það hafði áhrif á en það er allt frá tveimur upp í 160. Í 33 leikskólum var svo lokað hluta úr degi á tímabilinu. Það hafði í hverjum leikskóla áhrif á ólíkan fjölda barna en hann er allt frá fimm upp í 212. Tveir skólar fóru í tímabundna skipulagða fáliðun, Sæborg lokaði hverri deild einn dag í viku í fimm vikur og Hagaborg stytti opnunartíma alla daga í tvær vikur. „Þetta er enn ein birtingarmynd leikskólavandans í Reykjavík. Það er mikill fjallað um biðlistavandann enda eru margir sem finna fyrir honum en maður heyrir ekkert síður í foreldrum sem eru komnir með börnin sín inn á leikskóla en eru að verða mikið fyrir þjónustuskerðingum vegna fáliðunar á leikskóladeildum,“ segir Hildur og að þess vegna hafi hún kallað eftir þessum upplýsingum. Hún segir fjöldann sem þurfti að líða slíkar skerðingar koma bæði á óvart og ekki. „Leikskólavandinn er þannig tvíþættur. Það er annars vegar áskorunin að komast inn og svo þegar þú hefur loks komið barninu inn mæta þér þjónustuskerðingar. Það sem manni finnst ergilegt er að núverandi borgarstjóri, og nú líka Einar Þorsteinsson, stæra sig mikið af því að leikskólarnir séu ódýrastir í Reykjavík. En ég myndi miklu frekar vilja sjá metnaðinn liggja í því að leikskólarnir væru bestir í Reykjavík. Það er frekar máttlaust að stæra sig af ódýrustu leikskólunum þegar framboð þjónustunnar er svona takmarkað. Það er eins og verslun sem auglýsir ódýrasta vöruverðið en er með tómar hillur.“ Myndin er tekin á mótmmælum foreldra vegna langra biðlista á leikskóla. Vísir/Vilhelm Hildur segir að hennar mati vanti meiri metnað í leikskólaþjónustuna. Það þurfi að stytta biðlista og bæta þjónustuna við þau sem eru komin inn. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ítrekað talað fyrir fleiri valkostum fyrir fólk þegar fæðingarorlofi lýkur eins og heimgreiðslum og sterkara dagforeldrakerfi en ef fólk kjósi að setja börnin í leikskóla þá verði þjónustan að vera í lagi. Ætti þetta bara aldrei að gerast eða eru einhverjar aðstæður sem eru skiljanlegar? „Auðvitað í fullri sanngirni getur þetta komið fyrir. En það getur verið áhugavert að bera starfsemi leikskóla saman við grunnskóla. Það er ekkert foreldri sex ára barns sem fær bréf um að barnið komist ekki inn í skólann fyrr en í öðrum eða þriðja bekk vegna manneklu. Þá er varla nokkur sem fær póst um að grunnskólabarn þurfi að vera heima og kennsla falli niður vegna manneklu. Þau redda bara forfallakennurnum,“ segir Hildur og það vanti þennan sama þunga í leikskólastarfið. Hildur, Dagur og Einar á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar 2022. Vísir/Vilhelm Hún segir auðvitað margar ástæður fyrir þessu og að það megi rekja til þess að það sé skólaskylda í grunnskóla en ekki leikskóla. „Það er auðvitað skýringin á málinu en þetta er samt ágætis samanburður.“ Hún segir ekkert endilega lausnina að allir fari í leikskóla 12 mánaða. Það vilji það ekki allir foreldrar og sú lausn henti ekki öllum börnum. Auk þess kosti það borgina um 400 þúsund krónur á mánuði að taka við svo ungu barni í leikskóla. „Þetta er gríðarlega dýr þjónusta og það gæti falist ákveðin hagkvæmni í því að bjóða heimgreiðslur til þeirra sem hafa áhuga á að vera aðeins lengur heima.“ Fjölbreyttar áherslur í mönnun Hvað varðar manneklu á leikskólum segir Hildur að vandinn sé margþættur. Það útskrifist enn of fáir árlega úr leikskólakennarafræðum en að henni finnist Reykjavíkurborg ganga verr en öðrum sveitarfélögum að ná þessu fólk til sín. „En við þurfum líka að vera með aðrar áherslur í mönnun. Ég hef sjálf farið með nokkur börn í gegnum leikskólakerfið og oft eru það eftirminnilegustu starfsmennirnir, ungir starfsmenn sem koma með tónlist eða dans inn í leikskólastarfið, eða bara gleði og væntumþykju. Það er svo margt annað sem getur haft mikla þýðingu þegar fjallað er um umönnun lítilla barna,“ segir Hildur. Hún nefnir sem dæmi Omar Salama, sem fór að vinna á Laufásborg árið 2009. Það hafi verið mikill fengur fyrir skólann, hann hafi kennt börnunum skák og nú fari þau í reglulegar keppnisferðir erlendis. „Fólk getur komið inn í starfið með fjölbreytta styrkleika óháð því hvort það sé búið að ljúka þessu námi. Auðvitað er mikilvægt að vera með fagmenntað starfsfólk en við megum ekki tala niður allt hitt fólkið sem ber leikskólastarfið að miklu leyti uppi. Sem kemur oft með nýja og mikilvæga þekkingu og reynslu í starfið.“ Engar lokanir í Kópavogi Hildur bendir á í þessu samhengi að Kópavogsbær hafi í desember birt tölur um leikskólalokanir vegna veikinda en á haustönn þurfti enginn leikskóli að loka deildum. Það var töluverð breyting frá því skólaárinu áður þegar loka þurfti deildum í 212 daga. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík og tekur við sem borgarstjóri í næstu viku. Vísir/Vilhelm „Þeim tókst með tilteknum aðgerðum að búa svo vel að sínu starfsfólki og skipulagi leikskólastarfsins að ekki þurfti að loka vegna veikinda eða fáliðunar. Við sjáum þannig að sveitarfélögin í kringum okkur eru að gera þetta betur.“ En hvernig ætti meirihlutinn að bregðast við? „Ég vil að það sé settur meiri þungi í þessi leikskólamál. Það er allt of oft sem sett eru fram kosningaloforð í aðdraganda kosninga en svo eru málin ekki forgangsmál þegar farið er af stað í kjörtímabilið. Nú erum við með borgarstjóra sem er að hætta eftir langa setu í stóli borgarstjóra. Málefni grunnskóla og leikskóla hafa aldrei verið hans áherslumál og við sjáum afleiðingarnar. Skólastarf hefur orðið fyrir töluverðu raski vegna viðhaldsvanda í leik- og grunnskólum, biðlistar eftir leikskólaplássi lengjast milli ára, þjónusta er skert vegna fáliðunar og árangur í PISA er algjörlega óviðunandi. Eina leiðin til að leysa þetta er að setja málefni barna í algjöran forgang. Það mál líka alveg halda því til haga að leikskólamálin skipta máli fyrir fjölmarga hópa samfélagsins, fyrir ungt fjölskyldufólk, ömmur og afa, atvinnurekendur sem endurheimta starfsfólk seint eftir barneignir og áfram mætti telja. Leikskólamálin eru jafnframt mikilvægustu jafnréttismálin sem við fáumst við í borginni. Það er löngu kominn tími á að laga þetta.“ Ertu ekkert vongóð um að Einar leysi öðruvísi úr þessu? „Ég er alltaf bjartsýn og til í að gefa nýju fólki sjéns. Framsóknarflokkurinn hefur samt sem áður haldið utan um skóla- og frístundamálin á þessu kjörtímabili og því miður hefur ekkert breyst til batnaðar. Biðlistar í leikskóla hafa lengst haust frá hausti og meðalaldur barna hækkað við inntöku. Því miður hefur þeim ekki tekist að framkvæma neinar jákvæðar breytingar. En ég gefst ekki upp og er til í að leggja mitt af mörkum til að bæta úr stöðunni.“
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira