Náttúrulega Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 12. janúar 2024 21:01 Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis. Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni? Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11. Hóflegar gjaldskrárhækkanir Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almenntvið verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda. Fjölskyldan Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari skrefum á núverandi kjörtímabili. Framkvæmt til framtíðar Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna. Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi: Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því. Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt. Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk. Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr. Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr. Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr. Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu. Brugðist við í fráveitumálum Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem er afar aðkallandi er að fara í. Áætlun til þriggja ára Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum. Náttúrulega Hveragerði Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gottíþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis. Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni? Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11. Hóflegar gjaldskrárhækkanir Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almenntvið verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda. Fjölskyldan Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari skrefum á núverandi kjörtímabili. Framkvæmt til framtíðar Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna. Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi: Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því. Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt. Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk. Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr. Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr. Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr. Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu. Brugðist við í fráveitumálum Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem er afar aðkallandi er að fara í. Áætlun til þriggja ára Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum. Náttúrulega Hveragerði Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gottíþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun