Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2024 13:46 Kaupsamningum fjölgaði á seinni hluta síðasta árs en útvíkkun á skilyrðum hlutdeildarlán hafði vafalaust áhrif á þá fjölgun. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá Landsbankans. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,5 prósent á milli mánaða í desember en hafi hækkað um 0,1 prósent í nóvember og um 0,9 prósent í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1 prósent og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02 prósent. Almennt sveiflist sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn. Bæði vegna mun færri samninga um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að verðið sé misjafnara milli sérbýla en fjölbýla. Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli Árshækkun vísitölunnar náði lágmarki í 0,8 prósentum í júlí í fyrra en hefur aukist statt og stöðugt síðan. Hún mældist 3,4 prósent í nóvember og var 3,4 prósent í desember. Árshækkunin er þó enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7 prósent í desember. Samkvæmt hagsjánni gefur það til kynna að á síðustu tólf mánuðum hafi húsnæði ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar. Árshækkun sérbýlis sé þó komin upp í 7,5 prósent. Þá kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu og nota vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækki þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs sé enn neikvæð en þó hafi dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið sé nú tveimur prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9 prósentum lægra en í júlí árið áður. Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára Undirrituðum kaupsamningum fjölgaði á ný samanborið við fjöldann á sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um tólf prósent milli ára í september, um 21 prósent milli ára í október og um sjö prósent í nóvember. Einnig kemur fram að eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, „enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár“ segir í hagsjánni. Lánin séu ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafi því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36 prósentum fleiri en á fyrri helmingi ársins. Jafnframt voru þeir 32 prósent af öllum kaupendum á seinni helmingi ársins í stað tæplega 27 prósenta á fyrri helmingnum. Höfundar hagsjánnar telja að „hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt“ með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum sem séu almennt dýrari en þær eldri. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs sé ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því megi ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. Hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif „Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana,“ segir í Hagsjánni. Þá geti hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fari verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðist við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Einnig hafi aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá Landsbankans. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,5 prósent á milli mánaða í desember en hafi hækkað um 0,1 prósent í nóvember og um 0,9 prósent í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1 prósent og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02 prósent. Almennt sveiflist sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn. Bæði vegna mun færri samninga um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að verðið sé misjafnara milli sérbýla en fjölbýla. Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli Árshækkun vísitölunnar náði lágmarki í 0,8 prósentum í júlí í fyrra en hefur aukist statt og stöðugt síðan. Hún mældist 3,4 prósent í nóvember og var 3,4 prósent í desember. Árshækkunin er þó enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7 prósent í desember. Samkvæmt hagsjánni gefur það til kynna að á síðustu tólf mánuðum hafi húsnæði ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar. Árshækkun sérbýlis sé þó komin upp í 7,5 prósent. Þá kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu og nota vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækki þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs sé enn neikvæð en þó hafi dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið sé nú tveimur prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9 prósentum lægra en í júlí árið áður. Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára Undirrituðum kaupsamningum fjölgaði á ný samanborið við fjöldann á sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um tólf prósent milli ára í september, um 21 prósent milli ára í október og um sjö prósent í nóvember. Einnig kemur fram að eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, „enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár“ segir í hagsjánni. Lánin séu ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafi því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36 prósentum fleiri en á fyrri helmingi ársins. Jafnframt voru þeir 32 prósent af öllum kaupendum á seinni helmingi ársins í stað tæplega 27 prósenta á fyrri helmingnum. Höfundar hagsjánnar telja að „hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt“ með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum sem séu almennt dýrari en þær eldri. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs sé ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því megi ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. Hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif „Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana,“ segir í Hagsjánni. Þá geti hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fari verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðist við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Einnig hafi aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira