Markvissar aðgerðir í rétta átt Halla Þorvaldsdóttir skrifar 19. janúar 2024 10:31 Í desember bárust afar ánægjuleg tíðindi frá heilbrigðisráðuneytinu af skipan samráðshóps sem ætlað er að vinna aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til fimm ára. Krabbameinsfélagið hefur lengi beitt sér fyrir að komið verði á virkri krabbameinsáætlun. Á aðalfundi félagsins þann 13. maí sl. var skorað á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða. Krabbamein eru mjög stór áskorun fyrir einstaklingana sem veikjast, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Vinna þarf að því að draga úr áhrifum þeirra, á öllum stigum, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Fyrirsjáanleg er mjög mikil fjölgun krabbameina samhliða breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Spáð er að krabbameinstilvik verði rúmlega 2.300 árið 2030 og rúmlega 2.500 árið 2035 sem er aukning um 25% og 35% frá því sem nú er. Dauðsföll af völdum krabbameina eru að meðaltali 628 á ári. Krabbamein eru algengasta dánarorsök fólks í aldurshópnum 35 - 79 en á þeim aldri missum við um 400 manns á ári. Góðu fréttirnar eru miklar framfarir í greiningu og meðferð. Fjöldi þeirra sem læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt. Reiknað er með að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og tæp 27.000 árið 2035 sem er 31% og 54% aukning frá áramótunum 2022 - 2023. Þetta er auðvitað gríðarlegt fagnaðarefni. Því miður er það hins vegar svo að sjúkdómarnir og meðferð við þeim valda í mörgum tilvikum langvinnum aukaverkunum og síðbúnum fylgikvillum sem kalla á aukna heilbrigðisþjónustu sem þarf að tryggja. Samhliða þarf að auðvelda fólki á vinnualdri endurkomu til vinnu við hæfi, eftir veikindi. Um 30 - 40% krabbameina eru lífsstílstengd svo hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Það er krefjandi lýðheilsuáskorun en gagnvart henni má ekki gefast upp heldur byggja upp samstilltar forvarnir þar sem tvinnaðir eru saman margir þræðir, m.a. fræðsla og stjórnvaldsaðgerðir. Krabbameinsforvarnir krefjast þolinmæði, árangurinn skilar sér oft ekki fyrr en áratugum síðar. Mikill ávinningur er af að greina krabbamein snemma. Snemmgreining bætir lífslíkur og möguleika á minna íþyngjandi meðferð. Brýnt er að hér á landi sé boðið sé upp á allar skimanir fyrir krabbameinum sem alþjóðastofnanir mæla með, að þær séu ókeypis, öllum aðgengilegar og þátttaka í þeim góð. Sömuleiðis er mikilvægt að fólk þekki einkenni sem geta bent til krabbameina og eigi greitt aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar vegna þeirra. Aukin þörf fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu kallar á að notendur og aðstandendur þeirra eigi auðveldara með að bjarga sér sjálfir í kerfinu. Til að svo megi verða þurfa notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra að geta gengið að skýrum ferlum og góðri og öruggri upplýsingagjöf við allra hæfi, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Verkefnin sem blasa við eru bæði stór og krefjandi. Til að árangur náist þarf að rýna í málin, fylgjast náið með, þróa nýja þekkingu, hagnýta hana og nýta gæðavísa. Markmið Krabbameinsfélagsins eru að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein. Að því miðar öll starfsemi félagsins; ráðgjöf og stuðningur við sjúklinga og aðstandendur, forvarnarstarf og rannsóknir, með traust bakland hjá almenningi og fyrirtækjum í landinu sem fjármagna starfið með stuðningi sínum. Til að markmiðin náist verða margir að leggjast á árar, ekki síst stjórnvöld eins og kallað var eftir í áskorun aðalfundar félagsins í maí. Krabbameinsfélagið á fulltrúa í ofangreindum samráðshópi stjórnvalda og mun leggja sig fram um að þekking félagsins og reynsla sjúklinga og aðstandenda nýtist til að byggja framsækna og markvissa aðgerðaáætlun. Með góðri samvinnu er hægt að tryggja að árangur varðandi krabbamein hér á landi sé í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í desember bárust afar ánægjuleg tíðindi frá heilbrigðisráðuneytinu af skipan samráðshóps sem ætlað er að vinna aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til fimm ára. Krabbameinsfélagið hefur lengi beitt sér fyrir að komið verði á virkri krabbameinsáætlun. Á aðalfundi félagsins þann 13. maí sl. var skorað á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða. Krabbamein eru mjög stór áskorun fyrir einstaklingana sem veikjast, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Vinna þarf að því að draga úr áhrifum þeirra, á öllum stigum, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Fyrirsjáanleg er mjög mikil fjölgun krabbameina samhliða breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Spáð er að krabbameinstilvik verði rúmlega 2.300 árið 2030 og rúmlega 2.500 árið 2035 sem er aukning um 25% og 35% frá því sem nú er. Dauðsföll af völdum krabbameina eru að meðaltali 628 á ári. Krabbamein eru algengasta dánarorsök fólks í aldurshópnum 35 - 79 en á þeim aldri missum við um 400 manns á ári. Góðu fréttirnar eru miklar framfarir í greiningu og meðferð. Fjöldi þeirra sem læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt. Reiknað er með að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og tæp 27.000 árið 2035 sem er 31% og 54% aukning frá áramótunum 2022 - 2023. Þetta er auðvitað gríðarlegt fagnaðarefni. Því miður er það hins vegar svo að sjúkdómarnir og meðferð við þeim valda í mörgum tilvikum langvinnum aukaverkunum og síðbúnum fylgikvillum sem kalla á aukna heilbrigðisþjónustu sem þarf að tryggja. Samhliða þarf að auðvelda fólki á vinnualdri endurkomu til vinnu við hæfi, eftir veikindi. Um 30 - 40% krabbameina eru lífsstílstengd svo hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Það er krefjandi lýðheilsuáskorun en gagnvart henni má ekki gefast upp heldur byggja upp samstilltar forvarnir þar sem tvinnaðir eru saman margir þræðir, m.a. fræðsla og stjórnvaldsaðgerðir. Krabbameinsforvarnir krefjast þolinmæði, árangurinn skilar sér oft ekki fyrr en áratugum síðar. Mikill ávinningur er af að greina krabbamein snemma. Snemmgreining bætir lífslíkur og möguleika á minna íþyngjandi meðferð. Brýnt er að hér á landi sé boðið sé upp á allar skimanir fyrir krabbameinum sem alþjóðastofnanir mæla með, að þær séu ókeypis, öllum aðgengilegar og þátttaka í þeim góð. Sömuleiðis er mikilvægt að fólk þekki einkenni sem geta bent til krabbameina og eigi greitt aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar vegna þeirra. Aukin þörf fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu kallar á að notendur og aðstandendur þeirra eigi auðveldara með að bjarga sér sjálfir í kerfinu. Til að svo megi verða þurfa notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra að geta gengið að skýrum ferlum og góðri og öruggri upplýsingagjöf við allra hæfi, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Verkefnin sem blasa við eru bæði stór og krefjandi. Til að árangur náist þarf að rýna í málin, fylgjast náið með, þróa nýja þekkingu, hagnýta hana og nýta gæðavísa. Markmið Krabbameinsfélagsins eru að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein. Að því miðar öll starfsemi félagsins; ráðgjöf og stuðningur við sjúklinga og aðstandendur, forvarnarstarf og rannsóknir, með traust bakland hjá almenningi og fyrirtækjum í landinu sem fjármagna starfið með stuðningi sínum. Til að markmiðin náist verða margir að leggjast á árar, ekki síst stjórnvöld eins og kallað var eftir í áskorun aðalfundar félagsins í maí. Krabbameinsfélagið á fulltrúa í ofangreindum samráðshópi stjórnvalda og mun leggja sig fram um að þekking félagsins og reynsla sjúklinga og aðstandenda nýtist til að byggja framsækna og markvissa aðgerðaáætlun. Með góðri samvinnu er hægt að tryggja að árangur varðandi krabbamein hér á landi sé í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun