Lið þurfi að gefa leiki ef stuðningsmenn beita leikmenn kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 12:46 Gianni Infantoni vill herða reglur varðandi kynþáttaníð í garð leikmanna. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, vill að koma á nýjum reglum sem kveða á um að lið þurfi að gefa leiki ef stuðningsmenn þeirra beita leikmenn kynþáttaníð. Þessar vangaveltur Infantinos birtust á X, áður Twitter, í dag eftir það sem hann kallar „algjörlega viðbjóðsleg“ atvik sem áttu sér stað í gær. Atvikin áttu sér stað í leikjum Udinese og AC Milan annars vegar, og Sheffield Wednesday og Coventry hins vegar. Leikur Udinese og AC Milan var stöðvaður um stund eftir að Mike Maignan, markvörður Mílanó-liðsins, mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Udinese. Kasey Palmer, leikmaður Coventry, segist hafa þurft að þola samskonar meðferð frá stuðningsmönnum Sheffield Wednesday. Infantino vill að tekið verði harðar á slíkum málum en nú er gert. „Atvikin sem áttu sér stað í Udinese og Sheffield á laugardaginn voru algjörlega viðbjóðsleg og óásættanleg. Leikmennirnir sem urðu fyrir þessu fá fullan stuðning frá mér,“ segir meðal annars í færslu Infantino á X. „Auk þess að vera með þriggja skrefa kerfi (leikur stöðvaður, leikur stöðvaður aftur, leik hætt), verðum við að koma því á að lið þeirra stuðningsmanna sem beita kynþáttaníð og verða til þess að leik sé hætt þurfi sjálfkrafa að gefa leikinn.“ „FIFA og fótboltafjölskyldan stendur þétt við bakið á þeim sem hafa þurft að þola kynþáttaníð eða annarskonar mismunun. Í eitt skipti fyrir öll: Segjum nei við rasisma! Segjum nei við hvers kyns mismunun!“ On behalf of FIFA, Gianni Infantino, FIFA President, has made the following statement:“The events that took place in Udine and Sheffield on Saturday are totally abhorrent and completely unacceptable. There is no place for racism or any form of discrimination - both in football…— FIFA Media (@fifamedia) January 21, 2024 FIFA Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Þessar vangaveltur Infantinos birtust á X, áður Twitter, í dag eftir það sem hann kallar „algjörlega viðbjóðsleg“ atvik sem áttu sér stað í gær. Atvikin áttu sér stað í leikjum Udinese og AC Milan annars vegar, og Sheffield Wednesday og Coventry hins vegar. Leikur Udinese og AC Milan var stöðvaður um stund eftir að Mike Maignan, markvörður Mílanó-liðsins, mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Udinese. Kasey Palmer, leikmaður Coventry, segist hafa þurft að þola samskonar meðferð frá stuðningsmönnum Sheffield Wednesday. Infantino vill að tekið verði harðar á slíkum málum en nú er gert. „Atvikin sem áttu sér stað í Udinese og Sheffield á laugardaginn voru algjörlega viðbjóðsleg og óásættanleg. Leikmennirnir sem urðu fyrir þessu fá fullan stuðning frá mér,“ segir meðal annars í færslu Infantino á X. „Auk þess að vera með þriggja skrefa kerfi (leikur stöðvaður, leikur stöðvaður aftur, leik hætt), verðum við að koma því á að lið þeirra stuðningsmanna sem beita kynþáttaníð og verða til þess að leik sé hætt þurfi sjálfkrafa að gefa leikinn.“ „FIFA og fótboltafjölskyldan stendur þétt við bakið á þeim sem hafa þurft að þola kynþáttaníð eða annarskonar mismunun. Í eitt skipti fyrir öll: Segjum nei við rasisma! Segjum nei við hvers kyns mismunun!“ On behalf of FIFA, Gianni Infantino, FIFA President, has made the following statement:“The events that took place in Udine and Sheffield on Saturday are totally abhorrent and completely unacceptable. There is no place for racism or any form of discrimination - both in football…— FIFA Media (@fifamedia) January 21, 2024
FIFA Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira