Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. janúar 2024 12:31 Blaðamaður ræddi við stjórnmálakonur um þeirra uppáhalds sjónvarpsefni. SAMSETT Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. Í dag er það stjórnmálafólkið sem deilir áhorfi sínu með okkur og má finna fjölbreyttar hugmyndir að góðu sunnudagsglápi hér fyrir neðan, allt frá Kardashian systrum og Real Housewives til pólitískra spennuþátta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra: „Um hátíðirnar byrjaði ég að horfa á The Crown. Annars er ég nýbyrjuð að horfa á Succession og ég held að það muni kannski eiga hug minn allan í sjónvarpsáhorfi næstu vikur ef ég á að komast eitthvað áfram í þessum þáttum og fjölda sería. Ég held að það sé óhætt að mæla með báðum seríum. Þetta eru talsvert ólíkir þættir en báðir mjög skemmtilegir. The Crown eru mjög merkilegir þó maður megi ekki taka þeim bókstaflega um bresku konungsfjölskylduna. Svo ætla ég að horfa aftur á White Lotus. Venjulega horfi ég ekki aftur á neitt, varla á bíómyndir nema kannski einstaka. White Lotus var þannig sería að mig langar mikið að horfa á þetta aftur. Ég myndi segja að þetta væri besta sería, bæði eitt og tvö, sem ég hef séð. Þeir láta manni líða talsvert mjög óþægilega og það er skringileg tilfinning þegar maður horfir á sjónvarpsefni. Karakterarnir þar eru eiginlega engum líkir, sem betur fer.“ Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar: „Ég er aðallega að horfa á EM í handbolta þessa dagana. En þess utan er ég að horfa á Yellowstone og Big Little Lies. Og Húsó!“ View this post on Instagram A post shared by RU V (@ruvgram) Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar: „Við hjónin duttum í The Bear fyrir jól, mjög skemmtilegar persónur. Á tímabili var ég hins vegar orðin aðeins af stressuð yfir afdrifum veitingastaðarins sem hann var að reka og þurfti að skipta yfir í léttara efni – ég verð að halda spennustiginu lágu á kvöldin! Ef ég ætla að slökkva alveg á mér skipti ég stundum yfir til Kardashian systranna – ég hef gaman af systrunum, maður má ekki taka sig of alvarlega. Annars var ég bara núna í vikunni að byrja að horfa á þættina um Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og formann jafnaðarmanna, á RÚV sem lofa góðu. Ánægð með að þarna fái landsmenn tækifæri til að skyggnast inn í heim Jafnaðarmannaflokks á Norðurlöndunum. Ég var einmitt í heimsókn hjá þessum systurflokki okkar í Noregi, sem stýra nú ríkisstjórn, fyrr í mánuðinum. Svo er það Seinfeld, alltaf hægt að horfa á Seinfeld. Ég dýrka George.“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, alþingismaður Pírata: „Ég á ekkert sjónvarp, sem fólki finnst oft sérstakt, og heldur þá kannski að ég horfi ekki á sjónvarp. Það geri ég þó svo sannarlega, ýmist í tölvu eða síma eftir því hversu mikla bíóstemningu mig langar í (eða bara í bíó, sem mér finnst líka mjög gaman). Mamma mín er kvikmyndagerðarmaður svo ég þarf að sjá allar íslenskar myndir til þess að verða ekki gerð arflaus. Oftast nýti ég flugferðir til þess, þar sem þær myndir eru mis aðgengilegar, því miður! Heima finnst mér skemmtilegast að horfa á eitthvað sem endurspeglar raunveruleikann og hef sérstaklega gaman af vönduðum, sannsögulegum en leiknum þáttum. Nýlega er ég búin að hámhorfa þættina American Crime Story, sem ég mæli sterklega með. Framleiðendur leggja mikið upp úr því að gera frásögnina eins nálægt sannleikanum og hægt er, sem mér finnst gefa þáttunum mjög sérstakan blæ. Svo eru þeir líka bara virkilega vandaðir, vel leiknir og áhugaverðir. Fyrsta serían fjallaði um mál O. J. Simpson, önnur serían um morðið á Versace, og nú bíð ég spennt eftir að þriðja serían, um Bill Clinton og Monicu Lewinsky, verði aðgengileg hér á landi.“ Hildur Sverrisdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins: „Það sem ég er að horfa á akkúrat núna er svo sem ekki eitthvað stórbrotið en almennt má skipta því í nokkra mismunandi flokka. Almennt hef ég lang mest gaman af þáttum með pólitíska skírskotun af ýmsu tagi. Þar er klassíkin West Wing með slíka yfirburði í uppáhaldi að það jaðrar við að vera árátta. Ég hef horft á allar seríurnar nokkrum sinnum og mun gera aftur. Ég gerði meira segja að kröfu að maðurinn minn myndi horfa á þættina þegar við vorum að kynnast því ég var á því að ef honum þættu þeir ekki skemmtilegir ættum við einfaldlega ekki mikla samleið. Alls ekkert eðlilegt við það en það gekk upp sem betur fer. Það sem við horfum á saman þá sjaldan sem við erum bæði í einu með lausa stund í slíkan lúxus eru svo mjög oft pólitískir þættir og núna erum við að horfa á fínu bresku þættina Diplomat. Þegar krakkarnir eru svo með okkur og það er tekinn einn þáttur eftir heimalærdóm stendur Brooklyn Nine Nine algjörlega fyrir sínu fyrir alla aldurshópa. Ég horfi svo oft á eitthvað smá til að þurrka vinnuna úr kollinum fyrir svefninn. Þá má það ekki vera of hryllilegt því þá get ég ekki sofið og það má heldur ekki vera of skemmtilegt því þá vil ég ekki fara að sofa. Þessa dagana er í því hlutverki gamli pólitíski spennumátturinn Designated Survivor sem sleppur þó hann sé fullvæminn fyrir minn smekk. Að lokum finnst mér stundum fínt að horfa á eitthvað algjört rusl og núna eru það the Real Housewifes of Beverly Hills sem eru í því hlutverki. Ég nota það sem hálfgert kvíðastjórnunartæki og það svínvirkar því sama hversu snúin tilveran getur orðið þá get ég alltaf huggað mig við að ég er allavega ekki þær.“ Netflix Bíó og sjónvarp Hámhorfið Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Í dag er það stjórnmálafólkið sem deilir áhorfi sínu með okkur og má finna fjölbreyttar hugmyndir að góðu sunnudagsglápi hér fyrir neðan, allt frá Kardashian systrum og Real Housewives til pólitískra spennuþátta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra: „Um hátíðirnar byrjaði ég að horfa á The Crown. Annars er ég nýbyrjuð að horfa á Succession og ég held að það muni kannski eiga hug minn allan í sjónvarpsáhorfi næstu vikur ef ég á að komast eitthvað áfram í þessum þáttum og fjölda sería. Ég held að það sé óhætt að mæla með báðum seríum. Þetta eru talsvert ólíkir þættir en báðir mjög skemmtilegir. The Crown eru mjög merkilegir þó maður megi ekki taka þeim bókstaflega um bresku konungsfjölskylduna. Svo ætla ég að horfa aftur á White Lotus. Venjulega horfi ég ekki aftur á neitt, varla á bíómyndir nema kannski einstaka. White Lotus var þannig sería að mig langar mikið að horfa á þetta aftur. Ég myndi segja að þetta væri besta sería, bæði eitt og tvö, sem ég hef séð. Þeir láta manni líða talsvert mjög óþægilega og það er skringileg tilfinning þegar maður horfir á sjónvarpsefni. Karakterarnir þar eru eiginlega engum líkir, sem betur fer.“ Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar: „Ég er aðallega að horfa á EM í handbolta þessa dagana. En þess utan er ég að horfa á Yellowstone og Big Little Lies. Og Húsó!“ View this post on Instagram A post shared by RU V (@ruvgram) Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar: „Við hjónin duttum í The Bear fyrir jól, mjög skemmtilegar persónur. Á tímabili var ég hins vegar orðin aðeins af stressuð yfir afdrifum veitingastaðarins sem hann var að reka og þurfti að skipta yfir í léttara efni – ég verð að halda spennustiginu lágu á kvöldin! Ef ég ætla að slökkva alveg á mér skipti ég stundum yfir til Kardashian systranna – ég hef gaman af systrunum, maður má ekki taka sig of alvarlega. Annars var ég bara núna í vikunni að byrja að horfa á þættina um Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og formann jafnaðarmanna, á RÚV sem lofa góðu. Ánægð með að þarna fái landsmenn tækifæri til að skyggnast inn í heim Jafnaðarmannaflokks á Norðurlöndunum. Ég var einmitt í heimsókn hjá þessum systurflokki okkar í Noregi, sem stýra nú ríkisstjórn, fyrr í mánuðinum. Svo er það Seinfeld, alltaf hægt að horfa á Seinfeld. Ég dýrka George.“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, alþingismaður Pírata: „Ég á ekkert sjónvarp, sem fólki finnst oft sérstakt, og heldur þá kannski að ég horfi ekki á sjónvarp. Það geri ég þó svo sannarlega, ýmist í tölvu eða síma eftir því hversu mikla bíóstemningu mig langar í (eða bara í bíó, sem mér finnst líka mjög gaman). Mamma mín er kvikmyndagerðarmaður svo ég þarf að sjá allar íslenskar myndir til þess að verða ekki gerð arflaus. Oftast nýti ég flugferðir til þess, þar sem þær myndir eru mis aðgengilegar, því miður! Heima finnst mér skemmtilegast að horfa á eitthvað sem endurspeglar raunveruleikann og hef sérstaklega gaman af vönduðum, sannsögulegum en leiknum þáttum. Nýlega er ég búin að hámhorfa þættina American Crime Story, sem ég mæli sterklega með. Framleiðendur leggja mikið upp úr því að gera frásögnina eins nálægt sannleikanum og hægt er, sem mér finnst gefa þáttunum mjög sérstakan blæ. Svo eru þeir líka bara virkilega vandaðir, vel leiknir og áhugaverðir. Fyrsta serían fjallaði um mál O. J. Simpson, önnur serían um morðið á Versace, og nú bíð ég spennt eftir að þriðja serían, um Bill Clinton og Monicu Lewinsky, verði aðgengileg hér á landi.“ Hildur Sverrisdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins: „Það sem ég er að horfa á akkúrat núna er svo sem ekki eitthvað stórbrotið en almennt má skipta því í nokkra mismunandi flokka. Almennt hef ég lang mest gaman af þáttum með pólitíska skírskotun af ýmsu tagi. Þar er klassíkin West Wing með slíka yfirburði í uppáhaldi að það jaðrar við að vera árátta. Ég hef horft á allar seríurnar nokkrum sinnum og mun gera aftur. Ég gerði meira segja að kröfu að maðurinn minn myndi horfa á þættina þegar við vorum að kynnast því ég var á því að ef honum þættu þeir ekki skemmtilegir ættum við einfaldlega ekki mikla samleið. Alls ekkert eðlilegt við það en það gekk upp sem betur fer. Það sem við horfum á saman þá sjaldan sem við erum bæði í einu með lausa stund í slíkan lúxus eru svo mjög oft pólitískir þættir og núna erum við að horfa á fínu bresku þættina Diplomat. Þegar krakkarnir eru svo með okkur og það er tekinn einn þáttur eftir heimalærdóm stendur Brooklyn Nine Nine algjörlega fyrir sínu fyrir alla aldurshópa. Ég horfi svo oft á eitthvað smá til að þurrka vinnuna úr kollinum fyrir svefninn. Þá má það ekki vera of hryllilegt því þá get ég ekki sofið og það má heldur ekki vera of skemmtilegt því þá vil ég ekki fara að sofa. Þessa dagana er í því hlutverki gamli pólitíski spennumátturinn Designated Survivor sem sleppur þó hann sé fullvæminn fyrir minn smekk. Að lokum finnst mér stundum fínt að horfa á eitthvað algjört rusl og núna eru það the Real Housewifes of Beverly Hills sem eru í því hlutverki. Ég nota það sem hálfgert kvíðastjórnunartæki og það svínvirkar því sama hversu snúin tilveran getur orðið þá get ég alltaf huggað mig við að ég er allavega ekki þær.“
Netflix Bíó og sjónvarp Hámhorfið Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira