Ekki sannað að afsökunarbeiðni væri frá meintum geranda Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 23. janúar 2024 20:31 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði manninn. Vísir/Vilhelm Karlmaður, sem var ákærður fyrir að nauðga frænku sinni á heimili sínu í júlí 2019, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis, með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis. Þá var honum gefið að sök að hafa beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar sem frændi hennar. Í ákæru segir að hann hafi stungið fingri í leggöng hennar á meðan hún lá sofandi í hjónarúmi á heimili frændans, síðan hafi hann fært sig ofan á hana, látið hana fróa sér, og haft samræði við hana gegn hennar vilja. Sagður hafa játað verknaðinn á Snapchat Á meðal gagna málsins voru ljósmyndir af skilaboðum sem stúlkan vildi meina að hún hafi átt við manninn á samfélagsmiðlinum Snapchat, en þau voru eftirfarandi: Stúlkan: „[Fornafn mannsins] það sem gerðist um helgina er ekki í lagi“ Maðurinn: „Nei veit það“ Stúlkan: „[Fornafn mannsins] ég var í engu ástandi þú veist ég vildi þetta alls ekki Maðurinn: „Æjj Sorry !!!! Mer liður mjöög illa yfir þessu Var ekki í ástandi heldur þá það sé enginn afsökun“ Maðurinn: „Mer lidur ógeðslega illa yfir þessu […] Er ekki svona gaur og þú veist það, geri allt til að bæta þetta !!! Angrins hef ekkert sofið og gæfi allt til að taka þetta til baka“ Maðurinn neitaði sök, og hélt því fram að hann hafi ekki átt í umræddum samskiptum. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði átt þessi samskipti við frænku sína. Þrátt fyrir það gagnrýnir dómurinn rannsókn lögreglu á málinu þar sem tvö og hálft ár liðu frá því að lögregla fékk aðgang að síma mannsins þangað til að Snapchat aðgangur hans var afritaður. Orð gegn orði Í niðurstöðu dómsins segir að nokkurt ósamræmi hafi verið í framburði stúlkunnar hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Þrátt fyrir það hafi hann í aðalatriðum skýr, einlægur og stöðugur um helstu málsatvik, að teknu tilliti þess langa tíma sem leið frá meintu broti og dómtöku málsins. Framburður mannsins fyrir dómi hafi í öllum aðalatriðum verið skýr og stöðugur um helstu málsatvik, að teknu tilliti þess langa tíma sem leið frá meintu broti. Skýrslugjöf hans hjá lögreglu hafi hins vegar ekki verið jafn skýr og greinargóð. Ljóst hafi verið af skriflegu endurriti, samanber hljóð-og myndupptöku, að hann virtist við skýrslutöku hjá lögreglu vera stressaður og á köflum hikandi og tregur til að svara einstaka spurningum og/eða mundi illa atvik og/eða þurfti endurtekið að ráðfæra sig við tilnefndan verjanda. Þrátt fyrir það hafi skýrslugjöf hans hjá lögreglu um meint brot og önnur atvik í aðalatriðum verið í samræmi við framburð hans fyrir dómi. Samkvæmt framangreindu hafi framburður brotaþola og ákærða ekki með öllu verið án athugasemda. Að því virtu væru ekki efni til að gera upp á milli þeirra hvað varðar mat á trúverðugleika þeirra fyrir dómi. Framburður vitna að litlu hafandi Í dóminum segir að framburður stúlkunnar hafi óbeint verið studdur vætti vitna. Vitnin hafi verið henni tengd og taka yrði mark af því við úrlausn málsins. Þá hafi framburður eins vitnisins verið óljós hvað varðaði atburði kvöldsins og skýrsla þriggja vitna hafi verið tekin símleiðis. Þar væri um að ræða frávik frá því sem almennt er lagt upp með varðandi gæðastig skýrslutaka af mikilvægum vitnum í málum af þessum toga, sem jafnan skuli vera ítarlegar og gerðar í hljóði og mynd. Að því virtu væri tæplega með heildstæðum hætti unnt að bera téðar lögregluskýrslur saman við skýrslur sömu vitna fyrir dómi, þar með talið út frá stöðugleika og trúverðugleika. Ákæruvaldið yrði að bera hallann af þessu við úrlausn málsins. Loks sagði varðandi vitnisburði að stúlkan hafi ekki leitað til lögreglu eða neyðarmóttöku í kjölfar meints brots og því liggi ekki fyrir vætti og gögn frá lögreglu- og/eða heilbrigðisstarfsmönnum, eins og jafnan sé í málum af þessum toga, sem hefðu ella getað skýrt betur ástand, aðstæður og frásögn stúlkunnar og mannsins stuttu eftir meint brot. Því væri ekki gögnum til að dreifa frá hlutlausu og utanaðkomandi fagfólki sem hefðu getað fyllt betur upp í eyður um það hvað nákvæmlega gerðist í samskiptum ákærða og brotaþola og hvert var ástand þeirra á umræddum tíma. Hafi reynt að draga fram játningu Í dómnum er ítarlega farið yfir sönnunargildi Snapchat-skilaboðanna sem lesa má hér að ofan. Stúlkan hafi fullyrt að þau hafi verið milli hennar og mannsins en hann hafi þvertekið fyrir það fyrir dómi. Ekki komi þó berum orðum fram í skeytunum að viðmælandi brotaþola hafi verið að gangast við meintu kynferðisbroti. Um væri að ræða ljósmyndir, sem fylgdu kæru barnaverndar til lögreglu, en þær hafi borist til barnaverndar frá móður stúlkunnar í aðdraganda kærunnar. Í vætti móðurinnar fyrir dómi hafi komið fram að hún hafi verið viðstödd þegar samskiptin áttu sér stað, ásamt öðru vitni, sem hafi tekið ljósmyndir af samskiptunum. „Þá verður ráðið af vætti þeirra þriggja að tilgangurinn með skilaboðasamskiptunum og töku ljósmyndanna hafi verið að reyna að fá fram viðurkenningu ákærða á meintu broti án þess að hann yrði þess var að aðrir fylgdust með og að skeytin væru afrituð.“ Ekki sannað að skilaboðin á Snapchat væru frá sakborningi Þá segir að óvíst hafi verið af ljósmyndunum að hvort þær gæfu heildstæða mynd af skeytasendingunum frá upphafi til enda eða hvort þær sýni aðeins hluta af samskiptunum. Ljósmyndir af skilaboðunum sýni nöfn ákærða sem nickname [í. viðurnefni] en ekki er hægt að sjá á myndunum hvert var username [í. notendanafn] viðkomandi. Ljóst sé að unnt er að breyta nickname í Snapchat með einföldum hætti en hið gagnstæða eigi við um username. Þá séu myndræn tjákn notanda á Snapchat breytanleg ef þau eru búin til eða þeim raðað saman af notanda sem bitmoji [í. persónulegt tjákn]. Dómurinn segir rannsókn lögreglunnar á þessum samskiptum hafa verið í skötulíki. Símar hlutaðeigandi hafi ekki verið rannsakaðir fyrr en seint og um síðir, þegar notendanafn mannsins og persónulegt tjákn voru þegar önnur en sjá má á ljósmyndunum. Þannig hafi ekki legið fyrir rannsóknargögn frá lögreglu sem hefðu getað skýrt betur hvort ákærði tók þátt í téðum Snapchat-samskiptum, hvort umrædd gögn voru í fórum hans í framhaldi af meintu broti og hvernig auðkenni hans, nickname og username, og tjákn voru á Snapchat-reikningi hans á þeim tíma sem um ræðir. Að þessu öllu virtu, gegn neitun ákærða, sé ósannað að skilaboðin, eins og þau birtast á téðum ljósmyndum, hafi stafað frá ákærða. Með vísan til framangreinds segir að ekki verði talið, gegn eindreginni neitun mannsins, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Því var maðurinn sýknaður af ákærunni og einkaréttarkröfu brotaþola, um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Málskostnaður fellur allur á ríkissjóð, þar af 1,8 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda ákærða og 1,6 milljóna þóknun réttargæslumanns brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Í ákæru segir að hann hafi stungið fingri í leggöng hennar á meðan hún lá sofandi í hjónarúmi á heimili frændans, síðan hafi hann fært sig ofan á hana, látið hana fróa sér, og haft samræði við hana gegn hennar vilja. Sagður hafa játað verknaðinn á Snapchat Á meðal gagna málsins voru ljósmyndir af skilaboðum sem stúlkan vildi meina að hún hafi átt við manninn á samfélagsmiðlinum Snapchat, en þau voru eftirfarandi: Stúlkan: „[Fornafn mannsins] það sem gerðist um helgina er ekki í lagi“ Maðurinn: „Nei veit það“ Stúlkan: „[Fornafn mannsins] ég var í engu ástandi þú veist ég vildi þetta alls ekki Maðurinn: „Æjj Sorry !!!! Mer liður mjöög illa yfir þessu Var ekki í ástandi heldur þá það sé enginn afsökun“ Maðurinn: „Mer lidur ógeðslega illa yfir þessu […] Er ekki svona gaur og þú veist það, geri allt til að bæta þetta !!! Angrins hef ekkert sofið og gæfi allt til að taka þetta til baka“ Maðurinn neitaði sök, og hélt því fram að hann hafi ekki átt í umræddum samskiptum. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði átt þessi samskipti við frænku sína. Þrátt fyrir það gagnrýnir dómurinn rannsókn lögreglu á málinu þar sem tvö og hálft ár liðu frá því að lögregla fékk aðgang að síma mannsins þangað til að Snapchat aðgangur hans var afritaður. Orð gegn orði Í niðurstöðu dómsins segir að nokkurt ósamræmi hafi verið í framburði stúlkunnar hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Þrátt fyrir það hafi hann í aðalatriðum skýr, einlægur og stöðugur um helstu málsatvik, að teknu tilliti þess langa tíma sem leið frá meintu broti og dómtöku málsins. Framburður mannsins fyrir dómi hafi í öllum aðalatriðum verið skýr og stöðugur um helstu málsatvik, að teknu tilliti þess langa tíma sem leið frá meintu broti. Skýrslugjöf hans hjá lögreglu hafi hins vegar ekki verið jafn skýr og greinargóð. Ljóst hafi verið af skriflegu endurriti, samanber hljóð-og myndupptöku, að hann virtist við skýrslutöku hjá lögreglu vera stressaður og á köflum hikandi og tregur til að svara einstaka spurningum og/eða mundi illa atvik og/eða þurfti endurtekið að ráðfæra sig við tilnefndan verjanda. Þrátt fyrir það hafi skýrslugjöf hans hjá lögreglu um meint brot og önnur atvik í aðalatriðum verið í samræmi við framburð hans fyrir dómi. Samkvæmt framangreindu hafi framburður brotaþola og ákærða ekki með öllu verið án athugasemda. Að því virtu væru ekki efni til að gera upp á milli þeirra hvað varðar mat á trúverðugleika þeirra fyrir dómi. Framburður vitna að litlu hafandi Í dóminum segir að framburður stúlkunnar hafi óbeint verið studdur vætti vitna. Vitnin hafi verið henni tengd og taka yrði mark af því við úrlausn málsins. Þá hafi framburður eins vitnisins verið óljós hvað varðaði atburði kvöldsins og skýrsla þriggja vitna hafi verið tekin símleiðis. Þar væri um að ræða frávik frá því sem almennt er lagt upp með varðandi gæðastig skýrslutaka af mikilvægum vitnum í málum af þessum toga, sem jafnan skuli vera ítarlegar og gerðar í hljóði og mynd. Að því virtu væri tæplega með heildstæðum hætti unnt að bera téðar lögregluskýrslur saman við skýrslur sömu vitna fyrir dómi, þar með talið út frá stöðugleika og trúverðugleika. Ákæruvaldið yrði að bera hallann af þessu við úrlausn málsins. Loks sagði varðandi vitnisburði að stúlkan hafi ekki leitað til lögreglu eða neyðarmóttöku í kjölfar meints brots og því liggi ekki fyrir vætti og gögn frá lögreglu- og/eða heilbrigðisstarfsmönnum, eins og jafnan sé í málum af þessum toga, sem hefðu ella getað skýrt betur ástand, aðstæður og frásögn stúlkunnar og mannsins stuttu eftir meint brot. Því væri ekki gögnum til að dreifa frá hlutlausu og utanaðkomandi fagfólki sem hefðu getað fyllt betur upp í eyður um það hvað nákvæmlega gerðist í samskiptum ákærða og brotaþola og hvert var ástand þeirra á umræddum tíma. Hafi reynt að draga fram játningu Í dómnum er ítarlega farið yfir sönnunargildi Snapchat-skilaboðanna sem lesa má hér að ofan. Stúlkan hafi fullyrt að þau hafi verið milli hennar og mannsins en hann hafi þvertekið fyrir það fyrir dómi. Ekki komi þó berum orðum fram í skeytunum að viðmælandi brotaþola hafi verið að gangast við meintu kynferðisbroti. Um væri að ræða ljósmyndir, sem fylgdu kæru barnaverndar til lögreglu, en þær hafi borist til barnaverndar frá móður stúlkunnar í aðdraganda kærunnar. Í vætti móðurinnar fyrir dómi hafi komið fram að hún hafi verið viðstödd þegar samskiptin áttu sér stað, ásamt öðru vitni, sem hafi tekið ljósmyndir af samskiptunum. „Þá verður ráðið af vætti þeirra þriggja að tilgangurinn með skilaboðasamskiptunum og töku ljósmyndanna hafi verið að reyna að fá fram viðurkenningu ákærða á meintu broti án þess að hann yrði þess var að aðrir fylgdust með og að skeytin væru afrituð.“ Ekki sannað að skilaboðin á Snapchat væru frá sakborningi Þá segir að óvíst hafi verið af ljósmyndunum að hvort þær gæfu heildstæða mynd af skeytasendingunum frá upphafi til enda eða hvort þær sýni aðeins hluta af samskiptunum. Ljósmyndir af skilaboðunum sýni nöfn ákærða sem nickname [í. viðurnefni] en ekki er hægt að sjá á myndunum hvert var username [í. notendanafn] viðkomandi. Ljóst sé að unnt er að breyta nickname í Snapchat með einföldum hætti en hið gagnstæða eigi við um username. Þá séu myndræn tjákn notanda á Snapchat breytanleg ef þau eru búin til eða þeim raðað saman af notanda sem bitmoji [í. persónulegt tjákn]. Dómurinn segir rannsókn lögreglunnar á þessum samskiptum hafa verið í skötulíki. Símar hlutaðeigandi hafi ekki verið rannsakaðir fyrr en seint og um síðir, þegar notendanafn mannsins og persónulegt tjákn voru þegar önnur en sjá má á ljósmyndunum. Þannig hafi ekki legið fyrir rannsóknargögn frá lögreglu sem hefðu getað skýrt betur hvort ákærði tók þátt í téðum Snapchat-samskiptum, hvort umrædd gögn voru í fórum hans í framhaldi af meintu broti og hvernig auðkenni hans, nickname og username, og tjákn voru á Snapchat-reikningi hans á þeim tíma sem um ræðir. Að þessu öllu virtu, gegn neitun ákærða, sé ósannað að skilaboðin, eins og þau birtast á téðum ljósmyndum, hafi stafað frá ákærða. Með vísan til framangreinds segir að ekki verði talið, gegn eindreginni neitun mannsins, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Því var maðurinn sýknaður af ákærunni og einkaréttarkröfu brotaþola, um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Málskostnaður fellur allur á ríkissjóð, þar af 1,8 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda ákærða og 1,6 milljóna þóknun réttargæslumanns brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira