Bjarni: Það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar tali um annað Andri Már Eggertsson skrifar 23. janúar 2024 21:20 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn Vísir/Diego Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með níu stiga sigur gegn Stjörnunni 74-65. Bjarni var sérstaklega ánægður með hvernig liðið setti tóninn í upphafi leiks. „Orkan var góð og mér fannst við spila vel sóknarlega. Í fyrri hálfleik hefðum við getað verið með stærra forskot en Stjarnan náði að ýta okkur aðeins úr því sem við vildum gera en heilt yfir er ég ánægður með framlagið hjá leikmönnum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks með því að gera fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. „Ég vissi ekki á hverju ég átti von á frá liðinu en þekkjandi stelpurnar þá vissi ég að þær ætluðu að gera betur heldur en síðast og við byrjuðum leikinn vel. Við gerðum þetta aðeins of spennandi síðustu mínúturnar en þetta var nauðsynlegur sigur hjá okkur.“ Haukar voru fimmtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Stjarnan datt hins vegar í gang í fjórða leikhluta og saxaði forskot Hauka niður í sex stig. „Við hættum að hitta þegar að þær fóru í svæðisvörn. Við náðum að leysa vörnina þeirra til að byrja með en síðan kom hik á okkur og þá datt vörnin okkar úr takti og þær fengu auðveldar körfur sem þær settu ofan í.“ Bjarni sagði að hann væri ekki að fara að styrkja liðið meira og skaut á sérfræðingana í Körfuboltakvöldi í leiðinni. „Ég er með flottan hóp og það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar hjá ykkur hafi alltaf talað um að það hafi verið léleg stemning hérna í Ólafssal. Það hefur aldrei verið og ég hef verið hérna í mörg ár og þetta er geggjaður hópur og þær eru spenntar að halda áfram í framhaldinu,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
„Orkan var góð og mér fannst við spila vel sóknarlega. Í fyrri hálfleik hefðum við getað verið með stærra forskot en Stjarnan náði að ýta okkur aðeins úr því sem við vildum gera en heilt yfir er ég ánægður með framlagið hjá leikmönnum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks með því að gera fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. „Ég vissi ekki á hverju ég átti von á frá liðinu en þekkjandi stelpurnar þá vissi ég að þær ætluðu að gera betur heldur en síðast og við byrjuðum leikinn vel. Við gerðum þetta aðeins of spennandi síðustu mínúturnar en þetta var nauðsynlegur sigur hjá okkur.“ Haukar voru fimmtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Stjarnan datt hins vegar í gang í fjórða leikhluta og saxaði forskot Hauka niður í sex stig. „Við hættum að hitta þegar að þær fóru í svæðisvörn. Við náðum að leysa vörnina þeirra til að byrja með en síðan kom hik á okkur og þá datt vörnin okkar úr takti og þær fengu auðveldar körfur sem þær settu ofan í.“ Bjarni sagði að hann væri ekki að fara að styrkja liðið meira og skaut á sérfræðingana í Körfuboltakvöldi í leiðinni. „Ég er með flottan hóp og það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar hjá ykkur hafi alltaf talað um að það hafi verið léleg stemning hérna í Ólafssal. Það hefur aldrei verið og ég hef verið hérna í mörg ár og þetta er geggjaður hópur og þær eru spenntar að halda áfram í framhaldinu,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira