Kristinfræði og trúarbragðafræði til stúdentsprófs Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. janúar 2024 12:01 Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar