Vindum ofan af skaðlegri reglugerð ráðherra um skammtímaleigu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. janúar 2024 17:01 Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun