Luton áfram eftir hádramatískan sigur á meðan Brighton skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 17:16 Luton Town er komið áfram eftir sigur í Guttagarði. Alex Livesey/Getty Images Luton Town er komið áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir hádramatískan útisigur á Everton þar sem sigurmarkið kom í blálok uppbótartíma. Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira
Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira
Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29