Ánægja með að komast heim þó margir séu ósáttir við yfirvöld Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. janúar 2024 23:18 Páll Valur Björnsson, Grindvíkingur, segir fólk ánægt að fá að fara loksins heim. Stöð 2 Grindvíkingur segir ánægjulegt að fólk fái loksins að fara inn í bæinn eftir „ævintýralega efiða“ mánuði. Mörgum Grindvíkingum líði þó eins og yfirvöld hafi komið illa fram við íbúa og forgangsraðað undarlega aðgengi að bænum. Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita er verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Aðgengi að Grindavíkurbæ var kynnt á upplýsingafundi almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á island.is. Lagt sé upp með að íbúar um 300 heimila geti verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta lota verði þrír klukkutímar en tíminn verði síðan mögulega lengdur. Ánægjuleg tíðindi eftir erfiða mánuði Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður, ræddi við Pál Val Björnsson, Grindvíking, um fréttirnar af því að Grindvíkingar fengju að fara inn í bæinn og skipulag almannavarna á aðgerðunum. Hvernig horfir þetta skipulag við þér? „Fyrir það fyrsta var þetta ánægjulegt að við skulum loksins fá að fara inn í bæinn og vitja eigna okkar. Þetta er búið að vera ótrúlega erfiður tími og hefur reynt alveg rosalega á taugarnar og aukið á sálarstríð okkar en mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri ánægjulegt, að maður fái loksins að fara inn þó tíminn sé knappur,“ sagði Páll Valur. Margir ósáttir með framgöngu stjórnvalda Það hafa líka heyrst óánægjuraddir frá Grindvíkingum um það hversu lokaður bærinn hefur verið. Hefurðu heyrt eitthvað frá Grindvíkingum í dag um þetta? „Ég hef ekki heyrt beint frá þeim en ég fylgist með samfélagsmiðlum og það eru mjög skiptar skoðanir á allt sem hefur verið gert í þessu ferli. Sumir mjög óánægðir, skiljanlega,“ sagði Páll Valur. „Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og mörgum finnst yfirvöld hafa komið mjög illa fram við Grindvíkinga. Hafa verið að leyfa opnun á Bláa lóninu og fréttamönnum að fara um bæinn á meðan þau fá ekki að koma inn, íbúarnir, og kanna ástand á sínum eignum,“ sagði hann. „Það er þannig líka í dag, fólk er að setja út á ýmsa hluti. Það hvernig það er skipulagt hvernig fólk fer inn og út úr bænum. Menn finna ýmislegt en það er ekkert skrítið miðað við þetta ástand sem er búið að vera á okkur þessa tvo mánuði sem hafa verið ævintýralega erfiðir,“ sagði hann. Verið að kæfa Grindavík og fyrirtæki blæði út Einn þeirra sem lýsti yfir óánægju sinni með skipulag almannavarna var Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar. Hann birti færslu á Facebook í gær þar sem hann gagnrýndi ákvörðun almannavarna að fresta heimkomu Grindvíkinga frá laugardegi fram á mánudag vegna veðurs. „Við Grindvíkingar höfum alist upp við allskyns veður og þetta veður í dag var ekki slæmt og svo er blíða á morgun sunnudag, ekki fæst leyfi til heimferðar enn og aftur og nú er veðrið notað sem ástæða,“ skrifaði hann í færslunni. „Meðalið sem Almannavarnir beita er svo sterkt að sjúklingurinn deyr, Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið,“ sagði hann einnig í færslunni. Af því það hefði ekki fengist leyfi fyrir fyrirtækin í Grindavík til að bjarga verðmætum þá væri þeim að blæða út. Fjöldi fyrirtækja væri orðinn gjaldþrota vegna aðgerðarleysis og tugir og hundruðir milljóna hefðu farið forgörðum vegna ónýtra birgða og afurða sem hefði verið hægt að bjarga. „Víðir, Úlfar og Sigríður Björk, skammist ykkar fyrir fantaskapinn sem þið sýnið Grindvíkingum og Grindvískum fyrirtækjum með tómlæti ykkar, skammist ykkar fyrir vantraustið sem þið sýnið okkur Grindvíkingum og skammist ykkar fyrir að brjóta freklega á stjórnarskráðvörðum rétti okkar til að ráða okkur og okkar eignum sjálf,“ skrifaði Stefán í lok færslunnar. Grindavík Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita er verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Aðgengi að Grindavíkurbæ var kynnt á upplýsingafundi almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á island.is. Lagt sé upp með að íbúar um 300 heimila geti verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta lota verði þrír klukkutímar en tíminn verði síðan mögulega lengdur. Ánægjuleg tíðindi eftir erfiða mánuði Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður, ræddi við Pál Val Björnsson, Grindvíking, um fréttirnar af því að Grindvíkingar fengju að fara inn í bæinn og skipulag almannavarna á aðgerðunum. Hvernig horfir þetta skipulag við þér? „Fyrir það fyrsta var þetta ánægjulegt að við skulum loksins fá að fara inn í bæinn og vitja eigna okkar. Þetta er búið að vera ótrúlega erfiður tími og hefur reynt alveg rosalega á taugarnar og aukið á sálarstríð okkar en mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri ánægjulegt, að maður fái loksins að fara inn þó tíminn sé knappur,“ sagði Páll Valur. Margir ósáttir með framgöngu stjórnvalda Það hafa líka heyrst óánægjuraddir frá Grindvíkingum um það hversu lokaður bærinn hefur verið. Hefurðu heyrt eitthvað frá Grindvíkingum í dag um þetta? „Ég hef ekki heyrt beint frá þeim en ég fylgist með samfélagsmiðlum og það eru mjög skiptar skoðanir á allt sem hefur verið gert í þessu ferli. Sumir mjög óánægðir, skiljanlega,“ sagði Páll Valur. „Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og mörgum finnst yfirvöld hafa komið mjög illa fram við Grindvíkinga. Hafa verið að leyfa opnun á Bláa lóninu og fréttamönnum að fara um bæinn á meðan þau fá ekki að koma inn, íbúarnir, og kanna ástand á sínum eignum,“ sagði hann. „Það er þannig líka í dag, fólk er að setja út á ýmsa hluti. Það hvernig það er skipulagt hvernig fólk fer inn og út úr bænum. Menn finna ýmislegt en það er ekkert skrítið miðað við þetta ástand sem er búið að vera á okkur þessa tvo mánuði sem hafa verið ævintýralega erfiðir,“ sagði hann. Verið að kæfa Grindavík og fyrirtæki blæði út Einn þeirra sem lýsti yfir óánægju sinni með skipulag almannavarna var Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar. Hann birti færslu á Facebook í gær þar sem hann gagnrýndi ákvörðun almannavarna að fresta heimkomu Grindvíkinga frá laugardegi fram á mánudag vegna veðurs. „Við Grindvíkingar höfum alist upp við allskyns veður og þetta veður í dag var ekki slæmt og svo er blíða á morgun sunnudag, ekki fæst leyfi til heimferðar enn og aftur og nú er veðrið notað sem ástæða,“ skrifaði hann í færslunni. „Meðalið sem Almannavarnir beita er svo sterkt að sjúklingurinn deyr, Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið,“ sagði hann einnig í færslunni. Af því það hefði ekki fengist leyfi fyrir fyrirtækin í Grindavík til að bjarga verðmætum þá væri þeim að blæða út. Fjöldi fyrirtækja væri orðinn gjaldþrota vegna aðgerðarleysis og tugir og hundruðir milljóna hefðu farið forgörðum vegna ónýtra birgða og afurða sem hefði verið hægt að bjarga. „Víðir, Úlfar og Sigríður Björk, skammist ykkar fyrir fantaskapinn sem þið sýnið Grindvíkingum og Grindvískum fyrirtækjum með tómlæti ykkar, skammist ykkar fyrir vantraustið sem þið sýnið okkur Grindvíkingum og skammist ykkar fyrir að brjóta freklega á stjórnarskráðvörðum rétti okkar til að ráða okkur og okkar eignum sjálf,“ skrifaði Stefán í lok færslunnar.
Grindavík Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40