Segja þrjá stjóra passa best fyrir Liverpool og einn er Norðmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 08:00 Jürgen Klopp er ekki að lesa fréttina þarna en ekki er vitað hversu mikinn þátt hann tekur í að finna eftirmann sinn. Getty/Alexander Hassenstein Liverpool er að horfa í kringum sig og hefja leit að eftirmanni Jürgen Klopp. Þjóðverjinn hættir með liðið í sumar eftir níu ára starf. Spænska stórblaðið Marca hellti sér í smá rannsóknarvinnu til að finna út hvaða stjóri passar best fyrir Liverpool. Blaðamaður Marca bendir reyndar á það að Liverpool eigi eftir að ákveða hvort félagið vilji knattspyrnustjóra sem er svipaður og Klopp eða fá nýjar og allt aðrar áherslur inn á Anfield. Buscando al sustituto de Klopp en el Liverpool: el deseado, el similar y el tapado https://t.co/qVZlGu1zLC por @miguelangaro— MARCA (@marca) January 29, 2024 Vilji félagið fylgja sömu slóð og Klopp var að fara, sem er líklegt, þá segir blaðið hafa funduð þrjá stjóra sem passa best fyrir Liverpool. Blaðið notaði Coachinside forritið til að kalla eftir stjórum sem vilja spila ákveðinn fótbolta og fylgja svipuðum leikstíl og Liverpool spilar og vill spila. Einn af þessum stjórum er Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, sem hefur verið orðaður við starfið frá fyrstu mínútu en annar er Spánverjinn Luis Enrique sem nú stýrir franska liðinu Paris Saint Germain. Þriðji maðurinn kemur nokkuð á óvart en það er Norðmaðurinn Kjetil Knutsen sem hefur verið að gera góða hluti með norska félagið Bodö/Glimt. Staðarblaðið Avisa Nordland bar þessa grein í Marca undir Knutsen. „Það er gaman að þessu. Ég skil svo sem alveg af hverju ég kom upp en fyrir utan það eru hinir kostirnir mun betri. Það er samt gaman að menn séu að taka eftir því sem við erum að gera í Glimt. Við leggjum áherslu á liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Knutsen. Enski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Spænska stórblaðið Marca hellti sér í smá rannsóknarvinnu til að finna út hvaða stjóri passar best fyrir Liverpool. Blaðamaður Marca bendir reyndar á það að Liverpool eigi eftir að ákveða hvort félagið vilji knattspyrnustjóra sem er svipaður og Klopp eða fá nýjar og allt aðrar áherslur inn á Anfield. Buscando al sustituto de Klopp en el Liverpool: el deseado, el similar y el tapado https://t.co/qVZlGu1zLC por @miguelangaro— MARCA (@marca) January 29, 2024 Vilji félagið fylgja sömu slóð og Klopp var að fara, sem er líklegt, þá segir blaðið hafa funduð þrjá stjóra sem passa best fyrir Liverpool. Blaðið notaði Coachinside forritið til að kalla eftir stjórum sem vilja spila ákveðinn fótbolta og fylgja svipuðum leikstíl og Liverpool spilar og vill spila. Einn af þessum stjórum er Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, sem hefur verið orðaður við starfið frá fyrstu mínútu en annar er Spánverjinn Luis Enrique sem nú stýrir franska liðinu Paris Saint Germain. Þriðji maðurinn kemur nokkuð á óvart en það er Norðmaðurinn Kjetil Knutsen sem hefur verið að gera góða hluti með norska félagið Bodö/Glimt. Staðarblaðið Avisa Nordland bar þessa grein í Marca undir Knutsen. „Það er gaman að þessu. Ég skil svo sem alveg af hverju ég kom upp en fyrir utan það eru hinir kostirnir mun betri. Það er samt gaman að menn séu að taka eftir því sem við erum að gera í Glimt. Við leggjum áherslu á liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Knutsen.
Enski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira