Styrkja 35 verkefni um 1590 milljónir Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2024 14:18 Áslaug Arna segir verkefnið meðal annars snúast um að búa til fjárhagslegan hvata fyrir háskólana. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag niðurstöður og úthlutanir úr Samstarfi háskóla 2023. Alls bárust 55 umsóknir fyrir tæpa 4 milljarða króna. Áslaug Arna kynnir í dag þau 35 verkefni sem styrkt eru að þessu sinni en heildarfjárhæð styrkja nemur 1590 milljónum króna. „Þetta verkefni setti ég af stað í upphafi kjörtímabilsins um að auka samstarf háskólanna og búa til, í fyrsta sinn, alvöru fjárhagslegan hvata svo skólarnir hér á landi vinni betur saman og geti þá búið til betra og fjölbreyttara nám fyrir landsmenn alla. Þetta hefur leitt af sér að fjórir skólar eru í samrunaviðræðum og þetta verkefni hefur leitt til þess að við erum með getu til að styðja þá í því að sameinast,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu. Hún útskýrði að Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum hafi skilað greiningu þar sem lagt er til að sameinast undir háskólasamstæðu, þar sem Háskólinn á Hólum væri undir Háskóla Íslands. Síðan séu Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst líka í samrunaviðræðum. „Við sjáum það að við getum stutt við fjölbreytt nám á Háskólanum á Hólum ef hann sameinast Háskóla Íslands, hvort sem það felist í að styrkja ferðamálafræðina, eða fiskeldið eins og við gerðum síðast, síðan erum við að bjóða upp á nýtt nám í byggðafræði.“ Hún segist jafnframt stefna á að styðja við rannsóknarsjóð sem væri hugsaður fyrir landsbyggðina fyrir Háskólann á Akureyri og Bifröst. „Þarna erum við að sjá verulega uppbyggingu á alls konar námi sem er samfélagslega mikilvægt og hefur verið að kallað eftir.“ Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að fimm umsóknir hafi verið flokkaðar undir sameiningu háskóla. Fjórtán umsóknir borist í flokknum stjórnsýslu, stoðþjónustu og nýtingu innviða, tíu tengdar lausnum við samfélagslegum áskorunum, fimmtán í nýsköpun í háskólastarfi, sex um alþjóðlega sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðingu, og þá hafi fimm umsóknir borist tengdar iðkun á þriðja hlutverki háskóla. Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga um stuðning úr Samstarfi háskóla að þessu sinni: Sameining háskóla: Sameinaður háskóli, Háskólans á Akureyri (HA) og Háskólans á Bifröst (HB) - 200 milljónir Verkefnið snýr að undirbúningi og framkvæmd sameiningar HA og HB og felur m.a. í sér samræmingu á kennslu-, upplýsinga og mannauðskerfum skólanna sem og samræmingu námsframboðs og rannsókna. Möguleikar skapast til að koma til móts við fjölbreyttari þarfir nemenda í nútíma samfélagi óháð búsetu og fleiri fá raunverulegt val um hvar þau búa og starfa. Rannsóknasjóður sameinaðs háskóla HA og HB - 250 milljónir króna Stofnframlag í nýjan rannsóknarsjóð sameinaðs háskóla. Rannsóknarsjóðnum er ætlað að styrkja rannsóknateymi og stoðþjónustu rannsókna, auk þess að skapa aukin tækifæri til sóknar í alþjóðlega sjóði og þátttöku í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum. Framlag ráðuneytisins nú er til að unnt sé að setja sjóðinn á laggir sem allra fyrst óháð annarri fjármögnun en bundnar eru vonir við að sjóðurinn geti vaxið umtalsvert til lengri tíma. Háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á Hólum (HH) - 200 milljónir króna Verkefnið miðar að stofnun háskólasamstæðu HÍ og HH með fjölbreyttu námsframboði, öflugum rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulíf og samfélag um land allt. Horft verður til þess að styrkja HÍ sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og HH sem sérhæfðan háskóla á landsbyggðinni, og að samstæðan verði eftirsóknarverð fyrir fleiri háskóla og rannsóknastofnanir. HÍ verður flaggskipsháskóli samstæðunnar og HH sjálfstæður „kampus“ með starfsemi á Hólum og Sauðárkróki. Vettvangsakademía á Hofstöðum í Mývatnssveit - 31,9 milljónir króna Á Hofstöðum í Mývatnssveit verður komið á fót vettvangsakademíu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði, minjaverndar og menningararfsferðaþjónustu. Stöðin mun bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir innlenda og erlenda MA/MS og PhD nemendur og þar verður aðstaða fyrir þverfaglegar vettvangsrannsóknir, tilraunir og þróun til að byggja upp þekkingu á íslenskri menningarsögu og hagnýtingu hennar. Verkefnið er samstarf Háskólans á Hólum, Háskóla Íslands og Minjastofnunar Íslands Ferðamálanám til framtíðar - 30 milljónir króna Verkefnið snýst um greiningu á samþættingar- og samstarfsmöguleikum á sviði ferðamálanáms við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Rýnt verður í leiðir til nýsköpunar í kennsluháttum, s.s. tækifæri og áskoranir sem fylgja gervigreind og notkun hennar í skólastarfi. Sérstaklega verður horft til samþættingar á sviði meistaranáms og eflingar þess með auknu alþjóðlegu samstarfi. Einnig verður unnið að innleiðingu sameiginlegs diplómanáms á ensku og í fjarnámi með áherslu á erlent starfsfólk í ferðaþjónustu. Þverfaglegt nám í sjálfbærri byggðafræði – 29.250.000 krónur Verkefninu er ætlað að byggja upp þverfaglegt meistaranám í sjálfbærri byggðafræði á grundvelli þeirrar sérþekkingar sem er til staðar við Háskólann á Hólum og innan margra fræðasviða og stofnana Háskóla Íslands. Verkefnið mun efla innra starf háskólanna, styðja við myndun háskólasamstæðu og efla samstarf þeirra við Byggðastofnun og rannsókna- og þekkingasetur um land allt. Stefnt er að því að meistaranám í sjálfbærri byggðafræði hefjist haustið 2025. Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða: Nemendum auðveldað að stunda meistaranám við fleiri en einn háskóla – 36.765.000 krónur Verkefnið felst í því að samhæfa úrlausnir á þekktum áskorunum við sameiginlegt meistaranám og miðla þeim til allra háskólanna. Lokamarkmiðið er að greiða fyrir sameiginlegu námsframboði háskólanáms á Íslandi, bæði við stofnun og utanumhald sameiginlegra námsleiða og stakra námskeiða. Með því yrði nemendum gert kleift að stunda nám á meistarastigi við fleiri en einn háskóla á Íslandi. Sérstök áhersla verður lögð á að styðja við þrjú valin samstarfsverkefni á meistarastigi sem hlutu styrk úr Samstarfi háskóla á síðasta ári; „Meistaranám og rannsóknir í netöryggi“ (HÍ, HR), „Þverfaglegt meistaranám í heilbrigðislausnum“ (HR, HA, HÍ) og „Forsendur fyrir þverfaglegu meistaranámi í skipulagsfræði (LBHÍ, HÍ, HR, LHÍ). Þrívíddarprentun og sýndarveruleiki notaður til að bæta heilbrigðisþjónustu og auka öryggi sjúklinga – 31.104.333 krónur Háskólinn í Reykjavík er leiðandi háskólastofnun í gerð og notkun þrívíddarlíkana (3D Model) og þrívíddarprentunar (3DP) á sviði lækninga. Sýndarveruleiki og svokallaður gagnaukinn veruleiki (augmented reality) geta gert heilbrigðisstarfsfólki mögulegt að vinna í sýndarveruleika, sem er sérsniðinn fyrir læknisfræðilegar aðgerðir. Stefnt er að því að innleiða notkun þrívíddarlíkana af líffærum og líffærakerfum inn í þjálfunina á færni- og hermisetrum HÍ, HA, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Með því að þrívíddarprenta líffæri einstakra sjúklinga út frá læknisfræðilegri myndgreiningu (s.s. sneiðmyndum og segulómun) er heilbrigðisstarfsfólki gert kleift að skoða líffærin, æfa sig og undirbúa fyrir aðgerðir án þess að stofna sjúklingi í hættu. Efling samstarfs um nám í GIS og fjarkönnun – 31.104.333 krónur Verkefnið miðar að auknum gæðum í kennslu landupplýsingafræði og fjarkönnunar í íslenskum háskólum. Framboð leikni og þekkingar, sem og eftirspurn frá vinnumarkaðnum, bæði á Íslandi og erlendis, verða skoðuð, auk mögulegra leiða á samstarfi milli deilda Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Litið verður annarsvegar til möguleika og hagkvæmni sameiginlegra námskeiða og námsleiða og hins vegar til samnýtingar mannauðs og innviða. EduChain nýtt til að sannreyna alþjóðleg prófskírteini og auðvelda fólki með erlendar prófgráður þátttöku í íslensku samfélagi – 28,8 milljónir EduChain verkefnið mun nýta bitakeðju (blockchain) tækni til að sannreyna prófgráður, prófskírteini og viðurkenningar fyrir menntun sem gefnar eru út í öðrum ríkjum. Markmiðið er að hjálpa fólki með erlendrar prófgráður að sannreyna akademísk skírteini sín og auðvelda þannig þátttöku þess í íslensku menntakerfi og stuðla að aukinni inngildingu í samfélagið. Verkefnið byggir á tveimur stoðum, annars vegar á því að sannreyna skilríki eða skírteini með bitakeðjutækni og hins vegar á stafrænu umbunarkerfi sem þróað hefur verið í HÍ til að örva áhuga á námi og sannreyna skírteini. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, auk þess sem gert er ráð fyrir samstarfi við Rauða krossinn. Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista - 25,6 milljónir króna Verkefnið felst í þróun vefgáttar sem veitir aðgang að stafrænum innviðum og búnaði (bæði hugbúnaði og öðrum) til að búa til og vinna með stafræn gögn sem tengjast t.d. íslenskri sögu, menningu, listum og tungu. Einnig verður útbúið kennslu- og þjálfunarefni til að vinna rannsóknir sem tengjast stafrænum gögnum og kennsluefni til að nota í háskólum og menntaskólum. Að lokum verður farið í átak til að kynna og bjóða upp á þjálfun í notkun stafrænna gagna um land allt. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. GAGNÍS – fræðsla, aukin þjónusta og umfang - 23,8 milljónir króna Gagnaþjónusta félagsvísinda á Íslandi (GAGNÍS) er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. GAGNÍS er svar við ákalli vísindasamfélagsins og stjórnvalda um opin vísindi og miðlun þekkingar. Þróunin hefur verið sú að rannsóknargögn séu gerð aðgengileg og mikilvægt að byggðar séu upp gagnaþjónustur sem geta hýst gögn og gefið aðgang að þeim. Sótt er um stuðning til að vinna fræðsluefni og halda vinnustofur fyrir notendur þjónustunnar. Rammasamningur - 19,8 milljónir króna Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík munu í sameiningu bjóða upp á tilraunaverkefni til tveggja ára sem heimilar nemendum að taka ákveðinn einingafjölda í hinum háskólanum og vinna saman að framgangi doktorsnáms við háskólana. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar að auka skiptinám og samleiðbeiningar milli Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og hins vegar að hafa samráð um eflingu, gæðamál og samvinnu í doktorsnámi. Verkefnið eykur sveigjanleika og aðgengi nemenda og styrkir menntun og vísindi í landinu. SamLeið: Sameiginleg leiðbeinendaþjálfun á Íslandi - 10 milljónir króna SamLeið hefur að markmiði að byggja upp, sameina og efla doktorsleiðbeinendaþjálfun í íslenskum háskólum. Þróuð verða námskeið sem ætluð eru leiðbeinendum doktorsnema í öllum háskólunum á Íslandi með leyfi til doktorsnáms. Til þess að tryggja sjálfbærni mun SamLeið einnig þjálfa upp hóp af framúrskarandi leiðbeinendum, sem síðan verða í því hlutverki að kenna námskeið í framtíðinni. Með því að samnýta krafta háskólanna mun SamLeið auka gæði í leiðbeiningu og efla þannig doktorsnám á Íslandi. Að verkefninu koma Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Rafræn miðlun fræðandi efnis um jafnréttismál - 3,8 milljónir króna Háskólar landsins sem vinna allir saman að Jafnréttisdögum árlega munu miðla fræðandi efni um jafnrétti og áskoranir inngildandi samfélags. Þetta verður gert með því að smíða sérstaka vefsíðu fyrir Jafnréttisdaga. Á heimasíðunni verður dagskrá daganna og helstu upplýsingar um þá og mun heimasíðan styðja við samfélagsumræðu á mikilvægum tímum mannréttinda. Viðburðum Jafnréttisdaga verður streymt í beinni og einnig verður hægt að sækja upptökur af viðburðum síðastliðinna ára á myndbandi og hlaðvarpi. Lausnir við samfélagslegum áskorunum: Nám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun - 69.062.500 krónur Markmið verkefnisins er að undirbúa og kenna 60 ECTS eininga nám til viðbótardiplómaprófs á meistarastigi í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun, við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Námið er þverfaglegt og kennt í fjarnámi, með tímasókn í hermikennslu í rauntíma auk vettvangsnáms. Markmiðið er að fagfólk sem útskrifast úr náminu geti veitt fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Verkefnið er liður í því að bregðast við þeirri heilbrigðis- og samfélagslegu áskorun sem heilabilun fylgir. Sérfræðinám í klínískri taugasálfræði – 40,2 miljónir króna Verkefnið felur í sér uppbyggingu tveggja ára sérfræðináms í klínískri taugasálfræði fyrir sálfræðinga sem þegar hafa réttindi frá Landlæknisembættinu. Að sérfræðináminu loknu ættu sálfræðingar að geta sótt um sérfræðiviðurkenningu í klínískri taugasálfræði. Klínísk taugasálfræði er afar mikilvæg innan heilbrigðiskerfisins, m.a. við greiningu og meðferð heilaáverka, ADHD, einhverfu og heilabilunarsjúkdóma og mikil vöntun er á klínískum taugasálfræðingum sem bitnar á þjónustu við þennan hóp. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Fagmál hjúkrunar (ICNP) til kennslu og rannsókna - 40 milljónir króna Verkefnið byggir á því að innleiða fagmálið ICNP (International Classification for Nursing Practice), sem er staðlað, þýtt, kóðað, alþjóðlegt orðfæri (hugtök) í hjúkrunarfræði, til kennslu á landsvísu. Ný hermisetur við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri skapa mikla möguleika til að tengja fræðilega og klíníska kennslu með ICNP hugbúnaði. Innleiðingin krefst faglegrar samantektar/framsetningar á gagnreyndri þekkingu í hjúkrun með aðstoð gervigreindar og þróun hugbúnaðar til notkunar í kennslu, rannsóknum og klíník. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið - 35,1 milljón krónur Álag á vestræn heilbrigðiskerfi er sífellt að aukast með vaxandi fjölda sjúklinga og undirmönnun sem er alþjóðlegt vandamál. Þetta er ein stærsta samfélagslega áskorun sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Markmiðið með þessu verkefni, sem er samstarf Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, er að stofna vettvang um nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Aðferðir verða rannsakaðar og tæknilausnir þróaðar til að sjálfvirknivæða ýmsa ferla í heilbrigðiskerfinu, draga úr álagi á heilbrigðsstarfsfólk og um leið spara fé og bæta þjónustu við sjúklinga. Þróun kennslu, náms og val á nemendum í hjúkrun - 31.034.194 krónur Í samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands verður unnið að því að bæta nýtingu námsplássa í hjúkrunarfræði og minnka brottfall úr starfi að námi loknu. Greint verður hvað spáir fyrir um styrk og áhuga í námi og starfi. Áhrifaríkar aðferðir við val á nemendum inn í hjúkrunarfræði verða greindar og möguleikar á samræmdri inntöku skólanna skoðaðir. Kjörval á nemendum, samnýting námskeiða og sameiginleg samkeppnispróf tryggja betri gæði náms, er fjárhagslega hagkvæmt og eykur jafnræði nemenda sem og ánægju í námi. Klínísk málsýnagreining - 22,6 milljónir króna Með samstarfi á sviði hug-, verk- og heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík er íslenskt mál sett í forgrunn á alþjóðlegu sviði máltæknilausna í stafrænum heilbrigðisvísindum. Þar hefur mikill árangur náðst á skömmum tíma, m.a. í greiningu á fyrstu merkjum Alzheimersjúkdóms í málnotkun fólks. Í samstarfinu eru slíkar lausnir þróaðar fyrir smærri málsamfélög og samnýttar til greiningar á málþroskaröskun hjá ein- og fjöltyngdum börnum, en reynst hefur erfitt að þróa áreiðanlegar mælingar á málþroska fjöltyngdra barna. Efling klínískrar lyfjafræði á Akureyri – 17.780.000 krónur Efling klínískrar lyfjafræði snýst um uppbyggingu á hluta af sérnámi í klínískri lyfjafræði á Sjúkrahúsinu á Akureyri með samstarfi Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Þróun námsins er brýn til þess að fjölga klínískum lyfjafræðingum, mæta þar með þörfum heilbrigðiskerfisins og bæta aðgengi að menntun á landsbyggðinni. Markmið þjónustu klínískra lyfjafræðinga er að bæta gæði, öryggi og hagkvæmni í lyfjamálum sjúklinga. Nýsköpun í háskólastarfi: Efling tæknináms á Norðurlandi: Tæknifræði Háskólans í Reykjavík í Háskólanum á Akureyri - 57.490.000 krónur Haustið 2023 var komið á fót námi í iðnaðar- og orkutæknifræði á Akureyri á grundvelli styrks úr Samstarfssjóði háskólanna. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Háskólans á Akureyri (HA) og Háskólans í Reykjavík (HR) þar sem HR kennir nemendum sem eru staðsettir á Akureyri. Í dag stunda 6 nemendur þetta nám og gengur það með afbrigðum vel. Þetta verkefni snýst um að festa tæknifræðinám á Norðurlandi í sessi á grunni árangurs sem náðist með síðustu styrkveitingu úr Samstarfssjóði háskólanna. Forskot Íslands í tölvusönnun – 51.840.000 krónur Nútímasamfélag og -hagkerfi er afar háð tölvukerfum, virkni þeirra og öryggi. Þessi kerfi eru svo margslungin að eingöngu er hægt að greina þau með stafrænum verkfærum. Sannprófun með hjálp tölvu getur tryggt að þættir tölvukerfa séu réttir, komið upp um villur og veitt útskýringar. Tæknin verður innleidd í kennslu í tölvunarfræði og stærðfræði og gerð aðgengileg fyrir fólk í upplýsingatæknigeiranum. Verkefnið sem er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands mun einnig upphefja og auka sýnileika íslenskra rannsókna innan greinarinnar. Innleiðing á raunfærnimati til styttingar náms - 40 milljónir króna Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða raunfærnimat til styttingar náms við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hver skóli velur námsleiðir til að innleiða raunfærnimat við t.d. kennaranám, iðn- og tæknifræði, fatahönnun og lögreglufræði. Samstarfshópurinn mótar matsferli sem verður prufukeyrt, metið og innleitt. Niðurstaðan verður sameiginlegt matsferli sem mun nýtast öllum háskólum landsins og efla mannauð og hæfni í íslensku atvinnulífi. Rannsóknanám í listum og listfræði - 37 milljónir króna Nýtt doktorsnám í listum og listfræði verður þróað í samstarfi Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Listasafns Íslands, sem leggur grunn að efldu samstarfi háskóla og menningarstofnana á sviði hugvísinda og lista. Efnt verður til tveggja verkefna á doktorsstigi á sviði listfræða og listrannsókna. Í báðum tilfellum verður unnið með safneign Listasafns Íslands. Aðferðafræðin er byggð á leið sem farin er við Center for Practice-based Art Studies í Kaupmannahöfn, og þróunarverkefnið Creator Doctus. Örnám í framleiðslu í skapandi greinum - 24.035.000 krónur Örnám í framleiðslu í listum, menningu og skapandi greinum snýr að því að svara þörf fyrir nýsköpun í námsframboði sem er aðlagað er að þörfum atvinnulífs, menningar og skapandi greina. Námið sem er í samstarfi Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands tengir fjölda listgreina og felur jafnframt í sér innleiðingu og tileinkun nýrrar tækni og kennsluhátta í stafrænum heimi, meðal annars með kennslustofum í sýndarveruleika. Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun: Meistaranám - 18 milljónir króna Ein af stóru áskorunum sjálfbærrar þróunar er að stuðla að sjálfbærum landbúnaði og auknu fæðuöryggi með ýmiskonar umbreytingum. Það kallar á nýsköpun og vel menntað fólk sem getur leitt slíka vegferð. Verkefnið fjallar um að byggja nýja þverfræðilega námsleið á meistarastigi í samstarfi námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið kallast Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun, verður kennt á ensku og byggt á grunni og styrk núverandi námsleiða við skólana. Snjallræði - 15 milljónir króna Árið 2018 var Snjallræði stofnað af Höfða friðarsetri, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar, og samstarfsaðilum, þ.m.t. Háskólanum í Reykjavík og bakhjörlum. Hraðallinn hefur ávallt lagt áherslu á samfélagslega nýsköpun og frá stofnun verið opinn fyrir almenning. Háskóli Íslands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri sækja saman um styrk til að endurhanna vaxtarrýmið þannig að það verði fjárhagslega sjálfbært til framtíðar. Fjölmiðla-og boðskiptanám á tímum upplýsingaóreiðu - 10.859.000 krónur Á síðustu árum hefur vaxandi upplýsingaóreiða og falsfréttir sett mark sitt á fjölmiðlun, boðskipti og upplýsingamiðlun. Nám á sviði fjölmiðla og boðskipta fer víða fram innan háskólasamfélagsins. Markmið verkefnisins, sem er í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, er að auka þverfaglegar tengingar innan og milli háskóla og skerpa á samspili stað- og fjarnáms, þannig að nám í fjölmiðlun og boðskiptafræðum styðji við opna og upplýsta lýðræðislega umræðu. Við mótun tillagna verður tekið mið af því sem gert er á þessu sviði við háskóla erlendis. Financial Economics Group – Iceland (FEGI) - 6.650.000 krónur FEGI er vettvangur fyrir samstarf vísindafólks á sviði fjármála- og hagfræði við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Meginmarkmið samstarfsins er að efla menntun á framhaldsstigi (til doktorsprófs), styrkja alþjóðlega viðurkennt rannsóknastarf hér á landi og tryggja miðlun á nýjum rannsóknaniðurstöðum til almennings. Alþjóðleg sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðing: Sókn og nýsköpun háskóla í evrópskum háskólanetum – 7,2 milljónir króna Stofnaður verður samstarfsvettvangur íslenskra háskóla sem eru í evrópskum háskólanetum; AURORA (HÍ), NeurotechEU (HR) og UNIgreen (LbHÍ). Markmiðið er að miðla upplýsingum um tækifæri og áskoranir háskólanetanna og tryggja samstillt samtal við stjórnvöld um þau með stuðningi frá Rannís. Samstarfsvettvangurinn mun úthluta fjármagni vegna kennslu og námskeiðahalds hvers samtarfsskóla innan háskólanetanna sem ýtir undir alþjóðavæðingu náms og kennslu en fellur utan fjármögnunarlíkans háskóla. Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi (FKHÍ) – ICPC - 4,8 milljónir króna FKHÍ er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri um undirbúning og þátttöku nemenda í alþjóðlegu forritunarkeppninni ICPC. FKHÍ skipuleggur forritunarkeppnina á Íslandi og þátttöku í norrænu keppninni NCPC, sem norrænir háskólar nota til að velja þátttakendur í keppninni í Norður- og Vestur-Evrópu, NWERC. FKHÍ hefur það að markmiði að efla samvinnu og samkeppni meðal nemenda og háskóla á Íslandi. Iðkun á þriðja hlutverki háskóla: Að innleiða bestu starfsvenjur í tengslum við taugafjölbreytileika (Establishing Neurodiversity Best Practices) - 48.666.150 krónur Taugafjölbreytileiki lýsir breytileika í heilastarfsemi einstaklinga, þar á meðal ástandi eins og einhverfurófsröskun (ASD) eða lesblindu. Erfiðleikar nemenda með taugafjölbreytileika við að ná árangri í framhaldsnámi eru vel þekktir. Út frá fyrri vinnu við Háskólann í Reykjavík verður þetta verkefni unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri með það að markmiði að bæta inntöku nemenda með taugafjölbreytileika í framhaldsnám á Íslandi, ásamt því að skilja betur hversu algengur taugafjölbreytileiki er meðal íslenskra nemenda. Inngilding í íslensku háskólasamfélagi - 48.250.000 krónur Innflytjendur á Íslandi fara síður í háskólanám en önnur ungmenni, og þurfa að takast á við fleiri áskoranir. Verkefnið snýst um að þróa leiðir sem stuðla að aukinni inngildingu í háskólanámi, fjölga innflytjendum í háskólanámi og sporna við brottfalli þeirra. Það verður m.a. gert með útfærslu stuðningsúrræða, þjónustu og ráðgjöf, auk þess sem þróuð verður inngildingarstefna og mótttökuáætlun, ásamt fræðslu og þjálfun starfsfólks. Verkefnið er samstarf opinberu háskólanna, sem HÍ leiðir. Inngildandi nám á háskólastigi – 15 milljónir króna Verkefnið er samstarf Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands um inngildandi háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á það rétt á stuðningi til að stunda háskólanám. Verkefnið mun útfæra leiðir til að greiða aðgengi fólks með þroskahömlun að fjölbreytilegra námi, s.s. með fjarnámi. Háskólanám eykur möguleika fatlaðs fólks til atvinnu- og samfélagsþátttöku. Verkefnið styrkir háskóla með fjölbreyttari kennsluháttum fyrir alla háskólanemendur. Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Þetta verkefni setti ég af stað í upphafi kjörtímabilsins um að auka samstarf háskólanna og búa til, í fyrsta sinn, alvöru fjárhagslegan hvata svo skólarnir hér á landi vinni betur saman og geti þá búið til betra og fjölbreyttara nám fyrir landsmenn alla. Þetta hefur leitt af sér að fjórir skólar eru í samrunaviðræðum og þetta verkefni hefur leitt til þess að við erum með getu til að styðja þá í því að sameinast,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu. Hún útskýrði að Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum hafi skilað greiningu þar sem lagt er til að sameinast undir háskólasamstæðu, þar sem Háskólinn á Hólum væri undir Háskóla Íslands. Síðan séu Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst líka í samrunaviðræðum. „Við sjáum það að við getum stutt við fjölbreytt nám á Háskólanum á Hólum ef hann sameinast Háskóla Íslands, hvort sem það felist í að styrkja ferðamálafræðina, eða fiskeldið eins og við gerðum síðast, síðan erum við að bjóða upp á nýtt nám í byggðafræði.“ Hún segist jafnframt stefna á að styðja við rannsóknarsjóð sem væri hugsaður fyrir landsbyggðina fyrir Háskólann á Akureyri og Bifröst. „Þarna erum við að sjá verulega uppbyggingu á alls konar námi sem er samfélagslega mikilvægt og hefur verið að kallað eftir.“ Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að fimm umsóknir hafi verið flokkaðar undir sameiningu háskóla. Fjórtán umsóknir borist í flokknum stjórnsýslu, stoðþjónustu og nýtingu innviða, tíu tengdar lausnum við samfélagslegum áskorunum, fimmtán í nýsköpun í háskólastarfi, sex um alþjóðlega sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðingu, og þá hafi fimm umsóknir borist tengdar iðkun á þriðja hlutverki háskóla. Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga um stuðning úr Samstarfi háskóla að þessu sinni: Sameining háskóla: Sameinaður háskóli, Háskólans á Akureyri (HA) og Háskólans á Bifröst (HB) - 200 milljónir Verkefnið snýr að undirbúningi og framkvæmd sameiningar HA og HB og felur m.a. í sér samræmingu á kennslu-, upplýsinga og mannauðskerfum skólanna sem og samræmingu námsframboðs og rannsókna. Möguleikar skapast til að koma til móts við fjölbreyttari þarfir nemenda í nútíma samfélagi óháð búsetu og fleiri fá raunverulegt val um hvar þau búa og starfa. Rannsóknasjóður sameinaðs háskóla HA og HB - 250 milljónir króna Stofnframlag í nýjan rannsóknarsjóð sameinaðs háskóla. Rannsóknarsjóðnum er ætlað að styrkja rannsóknateymi og stoðþjónustu rannsókna, auk þess að skapa aukin tækifæri til sóknar í alþjóðlega sjóði og þátttöku í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum. Framlag ráðuneytisins nú er til að unnt sé að setja sjóðinn á laggir sem allra fyrst óháð annarri fjármögnun en bundnar eru vonir við að sjóðurinn geti vaxið umtalsvert til lengri tíma. Háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á Hólum (HH) - 200 milljónir króna Verkefnið miðar að stofnun háskólasamstæðu HÍ og HH með fjölbreyttu námsframboði, öflugum rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulíf og samfélag um land allt. Horft verður til þess að styrkja HÍ sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og HH sem sérhæfðan háskóla á landsbyggðinni, og að samstæðan verði eftirsóknarverð fyrir fleiri háskóla og rannsóknastofnanir. HÍ verður flaggskipsháskóli samstæðunnar og HH sjálfstæður „kampus“ með starfsemi á Hólum og Sauðárkróki. Vettvangsakademía á Hofstöðum í Mývatnssveit - 31,9 milljónir króna Á Hofstöðum í Mývatnssveit verður komið á fót vettvangsakademíu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði, minjaverndar og menningararfsferðaþjónustu. Stöðin mun bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir innlenda og erlenda MA/MS og PhD nemendur og þar verður aðstaða fyrir þverfaglegar vettvangsrannsóknir, tilraunir og þróun til að byggja upp þekkingu á íslenskri menningarsögu og hagnýtingu hennar. Verkefnið er samstarf Háskólans á Hólum, Háskóla Íslands og Minjastofnunar Íslands Ferðamálanám til framtíðar - 30 milljónir króna Verkefnið snýst um greiningu á samþættingar- og samstarfsmöguleikum á sviði ferðamálanáms við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Rýnt verður í leiðir til nýsköpunar í kennsluháttum, s.s. tækifæri og áskoranir sem fylgja gervigreind og notkun hennar í skólastarfi. Sérstaklega verður horft til samþættingar á sviði meistaranáms og eflingar þess með auknu alþjóðlegu samstarfi. Einnig verður unnið að innleiðingu sameiginlegs diplómanáms á ensku og í fjarnámi með áherslu á erlent starfsfólk í ferðaþjónustu. Þverfaglegt nám í sjálfbærri byggðafræði – 29.250.000 krónur Verkefninu er ætlað að byggja upp þverfaglegt meistaranám í sjálfbærri byggðafræði á grundvelli þeirrar sérþekkingar sem er til staðar við Háskólann á Hólum og innan margra fræðasviða og stofnana Háskóla Íslands. Verkefnið mun efla innra starf háskólanna, styðja við myndun háskólasamstæðu og efla samstarf þeirra við Byggðastofnun og rannsókna- og þekkingasetur um land allt. Stefnt er að því að meistaranám í sjálfbærri byggðafræði hefjist haustið 2025. Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða: Nemendum auðveldað að stunda meistaranám við fleiri en einn háskóla – 36.765.000 krónur Verkefnið felst í því að samhæfa úrlausnir á þekktum áskorunum við sameiginlegt meistaranám og miðla þeim til allra háskólanna. Lokamarkmiðið er að greiða fyrir sameiginlegu námsframboði háskólanáms á Íslandi, bæði við stofnun og utanumhald sameiginlegra námsleiða og stakra námskeiða. Með því yrði nemendum gert kleift að stunda nám á meistarastigi við fleiri en einn háskóla á Íslandi. Sérstök áhersla verður lögð á að styðja við þrjú valin samstarfsverkefni á meistarastigi sem hlutu styrk úr Samstarfi háskóla á síðasta ári; „Meistaranám og rannsóknir í netöryggi“ (HÍ, HR), „Þverfaglegt meistaranám í heilbrigðislausnum“ (HR, HA, HÍ) og „Forsendur fyrir þverfaglegu meistaranámi í skipulagsfræði (LBHÍ, HÍ, HR, LHÍ). Þrívíddarprentun og sýndarveruleiki notaður til að bæta heilbrigðisþjónustu og auka öryggi sjúklinga – 31.104.333 krónur Háskólinn í Reykjavík er leiðandi háskólastofnun í gerð og notkun þrívíddarlíkana (3D Model) og þrívíddarprentunar (3DP) á sviði lækninga. Sýndarveruleiki og svokallaður gagnaukinn veruleiki (augmented reality) geta gert heilbrigðisstarfsfólki mögulegt að vinna í sýndarveruleika, sem er sérsniðinn fyrir læknisfræðilegar aðgerðir. Stefnt er að því að innleiða notkun þrívíddarlíkana af líffærum og líffærakerfum inn í þjálfunina á færni- og hermisetrum HÍ, HA, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Með því að þrívíddarprenta líffæri einstakra sjúklinga út frá læknisfræðilegri myndgreiningu (s.s. sneiðmyndum og segulómun) er heilbrigðisstarfsfólki gert kleift að skoða líffærin, æfa sig og undirbúa fyrir aðgerðir án þess að stofna sjúklingi í hættu. Efling samstarfs um nám í GIS og fjarkönnun – 31.104.333 krónur Verkefnið miðar að auknum gæðum í kennslu landupplýsingafræði og fjarkönnunar í íslenskum háskólum. Framboð leikni og þekkingar, sem og eftirspurn frá vinnumarkaðnum, bæði á Íslandi og erlendis, verða skoðuð, auk mögulegra leiða á samstarfi milli deilda Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Litið verður annarsvegar til möguleika og hagkvæmni sameiginlegra námskeiða og námsleiða og hins vegar til samnýtingar mannauðs og innviða. EduChain nýtt til að sannreyna alþjóðleg prófskírteini og auðvelda fólki með erlendar prófgráður þátttöku í íslensku samfélagi – 28,8 milljónir EduChain verkefnið mun nýta bitakeðju (blockchain) tækni til að sannreyna prófgráður, prófskírteini og viðurkenningar fyrir menntun sem gefnar eru út í öðrum ríkjum. Markmiðið er að hjálpa fólki með erlendrar prófgráður að sannreyna akademísk skírteini sín og auðvelda þannig þátttöku þess í íslensku menntakerfi og stuðla að aukinni inngildingu í samfélagið. Verkefnið byggir á tveimur stoðum, annars vegar á því að sannreyna skilríki eða skírteini með bitakeðjutækni og hins vegar á stafrænu umbunarkerfi sem þróað hefur verið í HÍ til að örva áhuga á námi og sannreyna skírteini. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, auk þess sem gert er ráð fyrir samstarfi við Rauða krossinn. Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista - 25,6 milljónir króna Verkefnið felst í þróun vefgáttar sem veitir aðgang að stafrænum innviðum og búnaði (bæði hugbúnaði og öðrum) til að búa til og vinna með stafræn gögn sem tengjast t.d. íslenskri sögu, menningu, listum og tungu. Einnig verður útbúið kennslu- og þjálfunarefni til að vinna rannsóknir sem tengjast stafrænum gögnum og kennsluefni til að nota í háskólum og menntaskólum. Að lokum verður farið í átak til að kynna og bjóða upp á þjálfun í notkun stafrænna gagna um land allt. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. GAGNÍS – fræðsla, aukin þjónusta og umfang - 23,8 milljónir króna Gagnaþjónusta félagsvísinda á Íslandi (GAGNÍS) er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. GAGNÍS er svar við ákalli vísindasamfélagsins og stjórnvalda um opin vísindi og miðlun þekkingar. Þróunin hefur verið sú að rannsóknargögn séu gerð aðgengileg og mikilvægt að byggðar séu upp gagnaþjónustur sem geta hýst gögn og gefið aðgang að þeim. Sótt er um stuðning til að vinna fræðsluefni og halda vinnustofur fyrir notendur þjónustunnar. Rammasamningur - 19,8 milljónir króna Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík munu í sameiningu bjóða upp á tilraunaverkefni til tveggja ára sem heimilar nemendum að taka ákveðinn einingafjölda í hinum háskólanum og vinna saman að framgangi doktorsnáms við háskólana. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar að auka skiptinám og samleiðbeiningar milli Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og hins vegar að hafa samráð um eflingu, gæðamál og samvinnu í doktorsnámi. Verkefnið eykur sveigjanleika og aðgengi nemenda og styrkir menntun og vísindi í landinu. SamLeið: Sameiginleg leiðbeinendaþjálfun á Íslandi - 10 milljónir króna SamLeið hefur að markmiði að byggja upp, sameina og efla doktorsleiðbeinendaþjálfun í íslenskum háskólum. Þróuð verða námskeið sem ætluð eru leiðbeinendum doktorsnema í öllum háskólunum á Íslandi með leyfi til doktorsnáms. Til þess að tryggja sjálfbærni mun SamLeið einnig þjálfa upp hóp af framúrskarandi leiðbeinendum, sem síðan verða í því hlutverki að kenna námskeið í framtíðinni. Með því að samnýta krafta háskólanna mun SamLeið auka gæði í leiðbeiningu og efla þannig doktorsnám á Íslandi. Að verkefninu koma Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Rafræn miðlun fræðandi efnis um jafnréttismál - 3,8 milljónir króna Háskólar landsins sem vinna allir saman að Jafnréttisdögum árlega munu miðla fræðandi efni um jafnrétti og áskoranir inngildandi samfélags. Þetta verður gert með því að smíða sérstaka vefsíðu fyrir Jafnréttisdaga. Á heimasíðunni verður dagskrá daganna og helstu upplýsingar um þá og mun heimasíðan styðja við samfélagsumræðu á mikilvægum tímum mannréttinda. Viðburðum Jafnréttisdaga verður streymt í beinni og einnig verður hægt að sækja upptökur af viðburðum síðastliðinna ára á myndbandi og hlaðvarpi. Lausnir við samfélagslegum áskorunum: Nám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun - 69.062.500 krónur Markmið verkefnisins er að undirbúa og kenna 60 ECTS eininga nám til viðbótardiplómaprófs á meistarastigi í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun, við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Námið er þverfaglegt og kennt í fjarnámi, með tímasókn í hermikennslu í rauntíma auk vettvangsnáms. Markmiðið er að fagfólk sem útskrifast úr náminu geti veitt fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Verkefnið er liður í því að bregðast við þeirri heilbrigðis- og samfélagslegu áskorun sem heilabilun fylgir. Sérfræðinám í klínískri taugasálfræði – 40,2 miljónir króna Verkefnið felur í sér uppbyggingu tveggja ára sérfræðináms í klínískri taugasálfræði fyrir sálfræðinga sem þegar hafa réttindi frá Landlæknisembættinu. Að sérfræðináminu loknu ættu sálfræðingar að geta sótt um sérfræðiviðurkenningu í klínískri taugasálfræði. Klínísk taugasálfræði er afar mikilvæg innan heilbrigðiskerfisins, m.a. við greiningu og meðferð heilaáverka, ADHD, einhverfu og heilabilunarsjúkdóma og mikil vöntun er á klínískum taugasálfræðingum sem bitnar á þjónustu við þennan hóp. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Fagmál hjúkrunar (ICNP) til kennslu og rannsókna - 40 milljónir króna Verkefnið byggir á því að innleiða fagmálið ICNP (International Classification for Nursing Practice), sem er staðlað, þýtt, kóðað, alþjóðlegt orðfæri (hugtök) í hjúkrunarfræði, til kennslu á landsvísu. Ný hermisetur við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri skapa mikla möguleika til að tengja fræðilega og klíníska kennslu með ICNP hugbúnaði. Innleiðingin krefst faglegrar samantektar/framsetningar á gagnreyndri þekkingu í hjúkrun með aðstoð gervigreindar og þróun hugbúnaðar til notkunar í kennslu, rannsóknum og klíník. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið - 35,1 milljón krónur Álag á vestræn heilbrigðiskerfi er sífellt að aukast með vaxandi fjölda sjúklinga og undirmönnun sem er alþjóðlegt vandamál. Þetta er ein stærsta samfélagslega áskorun sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Markmiðið með þessu verkefni, sem er samstarf Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, er að stofna vettvang um nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Aðferðir verða rannsakaðar og tæknilausnir þróaðar til að sjálfvirknivæða ýmsa ferla í heilbrigðiskerfinu, draga úr álagi á heilbrigðsstarfsfólk og um leið spara fé og bæta þjónustu við sjúklinga. Þróun kennslu, náms og val á nemendum í hjúkrun - 31.034.194 krónur Í samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands verður unnið að því að bæta nýtingu námsplássa í hjúkrunarfræði og minnka brottfall úr starfi að námi loknu. Greint verður hvað spáir fyrir um styrk og áhuga í námi og starfi. Áhrifaríkar aðferðir við val á nemendum inn í hjúkrunarfræði verða greindar og möguleikar á samræmdri inntöku skólanna skoðaðir. Kjörval á nemendum, samnýting námskeiða og sameiginleg samkeppnispróf tryggja betri gæði náms, er fjárhagslega hagkvæmt og eykur jafnræði nemenda sem og ánægju í námi. Klínísk málsýnagreining - 22,6 milljónir króna Með samstarfi á sviði hug-, verk- og heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík er íslenskt mál sett í forgrunn á alþjóðlegu sviði máltæknilausna í stafrænum heilbrigðisvísindum. Þar hefur mikill árangur náðst á skömmum tíma, m.a. í greiningu á fyrstu merkjum Alzheimersjúkdóms í málnotkun fólks. Í samstarfinu eru slíkar lausnir þróaðar fyrir smærri málsamfélög og samnýttar til greiningar á málþroskaröskun hjá ein- og fjöltyngdum börnum, en reynst hefur erfitt að þróa áreiðanlegar mælingar á málþroska fjöltyngdra barna. Efling klínískrar lyfjafræði á Akureyri – 17.780.000 krónur Efling klínískrar lyfjafræði snýst um uppbyggingu á hluta af sérnámi í klínískri lyfjafræði á Sjúkrahúsinu á Akureyri með samstarfi Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Þróun námsins er brýn til þess að fjölga klínískum lyfjafræðingum, mæta þar með þörfum heilbrigðiskerfisins og bæta aðgengi að menntun á landsbyggðinni. Markmið þjónustu klínískra lyfjafræðinga er að bæta gæði, öryggi og hagkvæmni í lyfjamálum sjúklinga. Nýsköpun í háskólastarfi: Efling tæknináms á Norðurlandi: Tæknifræði Háskólans í Reykjavík í Háskólanum á Akureyri - 57.490.000 krónur Haustið 2023 var komið á fót námi í iðnaðar- og orkutæknifræði á Akureyri á grundvelli styrks úr Samstarfssjóði háskólanna. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Háskólans á Akureyri (HA) og Háskólans í Reykjavík (HR) þar sem HR kennir nemendum sem eru staðsettir á Akureyri. Í dag stunda 6 nemendur þetta nám og gengur það með afbrigðum vel. Þetta verkefni snýst um að festa tæknifræðinám á Norðurlandi í sessi á grunni árangurs sem náðist með síðustu styrkveitingu úr Samstarfssjóði háskólanna. Forskot Íslands í tölvusönnun – 51.840.000 krónur Nútímasamfélag og -hagkerfi er afar háð tölvukerfum, virkni þeirra og öryggi. Þessi kerfi eru svo margslungin að eingöngu er hægt að greina þau með stafrænum verkfærum. Sannprófun með hjálp tölvu getur tryggt að þættir tölvukerfa séu réttir, komið upp um villur og veitt útskýringar. Tæknin verður innleidd í kennslu í tölvunarfræði og stærðfræði og gerð aðgengileg fyrir fólk í upplýsingatæknigeiranum. Verkefnið sem er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands mun einnig upphefja og auka sýnileika íslenskra rannsókna innan greinarinnar. Innleiðing á raunfærnimati til styttingar náms - 40 milljónir króna Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða raunfærnimat til styttingar náms við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hver skóli velur námsleiðir til að innleiða raunfærnimat við t.d. kennaranám, iðn- og tæknifræði, fatahönnun og lögreglufræði. Samstarfshópurinn mótar matsferli sem verður prufukeyrt, metið og innleitt. Niðurstaðan verður sameiginlegt matsferli sem mun nýtast öllum háskólum landsins og efla mannauð og hæfni í íslensku atvinnulífi. Rannsóknanám í listum og listfræði - 37 milljónir króna Nýtt doktorsnám í listum og listfræði verður þróað í samstarfi Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Listasafns Íslands, sem leggur grunn að efldu samstarfi háskóla og menningarstofnana á sviði hugvísinda og lista. Efnt verður til tveggja verkefna á doktorsstigi á sviði listfræða og listrannsókna. Í báðum tilfellum verður unnið með safneign Listasafns Íslands. Aðferðafræðin er byggð á leið sem farin er við Center for Practice-based Art Studies í Kaupmannahöfn, og þróunarverkefnið Creator Doctus. Örnám í framleiðslu í skapandi greinum - 24.035.000 krónur Örnám í framleiðslu í listum, menningu og skapandi greinum snýr að því að svara þörf fyrir nýsköpun í námsframboði sem er aðlagað er að þörfum atvinnulífs, menningar og skapandi greina. Námið sem er í samstarfi Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands tengir fjölda listgreina og felur jafnframt í sér innleiðingu og tileinkun nýrrar tækni og kennsluhátta í stafrænum heimi, meðal annars með kennslustofum í sýndarveruleika. Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun: Meistaranám - 18 milljónir króna Ein af stóru áskorunum sjálfbærrar þróunar er að stuðla að sjálfbærum landbúnaði og auknu fæðuöryggi með ýmiskonar umbreytingum. Það kallar á nýsköpun og vel menntað fólk sem getur leitt slíka vegferð. Verkefnið fjallar um að byggja nýja þverfræðilega námsleið á meistarastigi í samstarfi námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið kallast Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun, verður kennt á ensku og byggt á grunni og styrk núverandi námsleiða við skólana. Snjallræði - 15 milljónir króna Árið 2018 var Snjallræði stofnað af Höfða friðarsetri, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar, og samstarfsaðilum, þ.m.t. Háskólanum í Reykjavík og bakhjörlum. Hraðallinn hefur ávallt lagt áherslu á samfélagslega nýsköpun og frá stofnun verið opinn fyrir almenning. Háskóli Íslands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri sækja saman um styrk til að endurhanna vaxtarrýmið þannig að það verði fjárhagslega sjálfbært til framtíðar. Fjölmiðla-og boðskiptanám á tímum upplýsingaóreiðu - 10.859.000 krónur Á síðustu árum hefur vaxandi upplýsingaóreiða og falsfréttir sett mark sitt á fjölmiðlun, boðskipti og upplýsingamiðlun. Nám á sviði fjölmiðla og boðskipta fer víða fram innan háskólasamfélagsins. Markmið verkefnisins, sem er í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, er að auka þverfaglegar tengingar innan og milli háskóla og skerpa á samspili stað- og fjarnáms, þannig að nám í fjölmiðlun og boðskiptafræðum styðji við opna og upplýsta lýðræðislega umræðu. Við mótun tillagna verður tekið mið af því sem gert er á þessu sviði við háskóla erlendis. Financial Economics Group – Iceland (FEGI) - 6.650.000 krónur FEGI er vettvangur fyrir samstarf vísindafólks á sviði fjármála- og hagfræði við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Meginmarkmið samstarfsins er að efla menntun á framhaldsstigi (til doktorsprófs), styrkja alþjóðlega viðurkennt rannsóknastarf hér á landi og tryggja miðlun á nýjum rannsóknaniðurstöðum til almennings. Alþjóðleg sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðing: Sókn og nýsköpun háskóla í evrópskum háskólanetum – 7,2 milljónir króna Stofnaður verður samstarfsvettvangur íslenskra háskóla sem eru í evrópskum háskólanetum; AURORA (HÍ), NeurotechEU (HR) og UNIgreen (LbHÍ). Markmiðið er að miðla upplýsingum um tækifæri og áskoranir háskólanetanna og tryggja samstillt samtal við stjórnvöld um þau með stuðningi frá Rannís. Samstarfsvettvangurinn mun úthluta fjármagni vegna kennslu og námskeiðahalds hvers samtarfsskóla innan háskólanetanna sem ýtir undir alþjóðavæðingu náms og kennslu en fellur utan fjármögnunarlíkans háskóla. Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi (FKHÍ) – ICPC - 4,8 milljónir króna FKHÍ er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri um undirbúning og þátttöku nemenda í alþjóðlegu forritunarkeppninni ICPC. FKHÍ skipuleggur forritunarkeppnina á Íslandi og þátttöku í norrænu keppninni NCPC, sem norrænir háskólar nota til að velja þátttakendur í keppninni í Norður- og Vestur-Evrópu, NWERC. FKHÍ hefur það að markmiði að efla samvinnu og samkeppni meðal nemenda og háskóla á Íslandi. Iðkun á þriðja hlutverki háskóla: Að innleiða bestu starfsvenjur í tengslum við taugafjölbreytileika (Establishing Neurodiversity Best Practices) - 48.666.150 krónur Taugafjölbreytileiki lýsir breytileika í heilastarfsemi einstaklinga, þar á meðal ástandi eins og einhverfurófsröskun (ASD) eða lesblindu. Erfiðleikar nemenda með taugafjölbreytileika við að ná árangri í framhaldsnámi eru vel þekktir. Út frá fyrri vinnu við Háskólann í Reykjavík verður þetta verkefni unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri með það að markmiði að bæta inntöku nemenda með taugafjölbreytileika í framhaldsnám á Íslandi, ásamt því að skilja betur hversu algengur taugafjölbreytileiki er meðal íslenskra nemenda. Inngilding í íslensku háskólasamfélagi - 48.250.000 krónur Innflytjendur á Íslandi fara síður í háskólanám en önnur ungmenni, og þurfa að takast á við fleiri áskoranir. Verkefnið snýst um að þróa leiðir sem stuðla að aukinni inngildingu í háskólanámi, fjölga innflytjendum í háskólanámi og sporna við brottfalli þeirra. Það verður m.a. gert með útfærslu stuðningsúrræða, þjónustu og ráðgjöf, auk þess sem þróuð verður inngildingarstefna og mótttökuáætlun, ásamt fræðslu og þjálfun starfsfólks. Verkefnið er samstarf opinberu háskólanna, sem HÍ leiðir. Inngildandi nám á háskólastigi – 15 milljónir króna Verkefnið er samstarf Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands um inngildandi háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á það rétt á stuðningi til að stunda háskólanám. Verkefnið mun útfæra leiðir til að greiða aðgengi fólks með þroskahömlun að fjölbreytilegra námi, s.s. með fjarnámi. Háskólanám eykur möguleika fatlaðs fólks til atvinnu- og samfélagsþátttöku. Verkefnið styrkir háskóla með fjölbreyttari kennsluháttum fyrir alla háskólanemendur.
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira