„Ég er ekki ég, ég er annar“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar 31. janúar 2024 11:31 Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni Þetta er afmarkað svið, en langt í frá það eina þar sem slíkar lausnir munu ná fótfestu og eru nú þegar teknar að ná henni. Innan skamms verður orðið algengt að fólk láti gervigreind ekki aðeins skrifa og svara tölvupóstum og öðrum skilaboðum í eigin nafni, heldur einnig að líkja eftir eigin rödd í símtölum og líkja bæði eftir eigin rödd og persónu á fjarfundum. Þannig verður hægt að margfalda eigin afköst með því að afrita sjálfan sig. "Ég er ekki ég, ég er annar" söng Megas forðum. Það verða brátt orð að sönnu. Hvar liggja mörkin milli einstaklingsins og afritsins? Gervigreindarlíkönin eru bæði mjög vel fær um að líkja eftir ritstíl og þess vegna talanda einstaklinga og auðvelt er að mata þau með upplýsingum sem gera eftirlíkinguna trúverðuga. Fyrst um sinn má búast við að slíkar eftirlíkingar verði helst notaðar í starfstengdum tilgangi, en það á eftir að breytast fljótt. Innan skamms má gera ráð fyrir að fólk noti slíka möguleika einnig í persónulegum samskiptum. Vandinn er að þau okkar sem nýta tæknina á þennan hátt geta fljótt hætt að vita nákvæmlega hvað hefur verið sagt og gert í þeirra nafni og hvaða skilaboðum hefur verið komið á framfæri við eftirmyndina. Á endanum grundvallast sjálfsmynd einstaklingsins og sú mynd sem aðrir hafa af honum á þeim samskiptum sem hann á við samferðafólk sitt og þeim endurminningum sem á þeim byggja. Freistingin til að afrita okkur sjálf er því líklega ein stærsta ógnin af gervigreindinni. Þessi freisting getur nefnilega á undraskömmum tíma valdið því að við glötum stjórn á eigin lífi, missum sjónar á því hver við erum. Ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum Litlar sem engar líkur eru á að löggjöf eða reglugerðir muni hindra þessa þróun. Tæknin er komin til að vera, freistingin til að nota hana er of sterk, þörfin of rík til að við látum það eiga sig. Þeim sem ná að nýta sér þessa möguleika markvisst mun farnast betur, rétt eins og þeim sem ná að nýta sér önnur tækifæri til að auka eigin hæfni og afköst sem gervigreindin býður upp á. En verði ekkert að gert er ljóst að sá hópur verður miklu stærri sem fer hallloka, þau sem glata stjórn á eigin lífi og renna saman við eftirlíkingarnar. Nýju mállíkönin eru eðlisólík öllum öðrum tækninýjungum. Þessi sérstaða grundvallast á hæfileika þeirra til að beita tungumálinu og læra af og líkja eftir lifandi fólki. Afleiðingarnar eru okkur flestum enn aðeins að litlu leyti ljósar. Við munum nýta okkur þessa tækni, því gerum við það ekki drögumst við aftur úr öðrum. Um leið er hættan á því að við missum stjórn á eigin lífi raunveruleg. Enginn getur hindrað það nema við sjálf. Til þess verðum við að þekkja tæknina og tækifærin og ógnirnar sem henni fylgja. Það er þó ekki nóg. Til að halda stjórninni verðum við að styrkja markvisst okkar eigin meðvitund um hvað skiptir okkur máli og okkar eigin getu til að hugsa skýrt. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni Þetta er afmarkað svið, en langt í frá það eina þar sem slíkar lausnir munu ná fótfestu og eru nú þegar teknar að ná henni. Innan skamms verður orðið algengt að fólk láti gervigreind ekki aðeins skrifa og svara tölvupóstum og öðrum skilaboðum í eigin nafni, heldur einnig að líkja eftir eigin rödd í símtölum og líkja bæði eftir eigin rödd og persónu á fjarfundum. Þannig verður hægt að margfalda eigin afköst með því að afrita sjálfan sig. "Ég er ekki ég, ég er annar" söng Megas forðum. Það verða brátt orð að sönnu. Hvar liggja mörkin milli einstaklingsins og afritsins? Gervigreindarlíkönin eru bæði mjög vel fær um að líkja eftir ritstíl og þess vegna talanda einstaklinga og auðvelt er að mata þau með upplýsingum sem gera eftirlíkinguna trúverðuga. Fyrst um sinn má búast við að slíkar eftirlíkingar verði helst notaðar í starfstengdum tilgangi, en það á eftir að breytast fljótt. Innan skamms má gera ráð fyrir að fólk noti slíka möguleika einnig í persónulegum samskiptum. Vandinn er að þau okkar sem nýta tæknina á þennan hátt geta fljótt hætt að vita nákvæmlega hvað hefur verið sagt og gert í þeirra nafni og hvaða skilaboðum hefur verið komið á framfæri við eftirmyndina. Á endanum grundvallast sjálfsmynd einstaklingsins og sú mynd sem aðrir hafa af honum á þeim samskiptum sem hann á við samferðafólk sitt og þeim endurminningum sem á þeim byggja. Freistingin til að afrita okkur sjálf er því líklega ein stærsta ógnin af gervigreindinni. Þessi freisting getur nefnilega á undraskömmum tíma valdið því að við glötum stjórn á eigin lífi, missum sjónar á því hver við erum. Ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum Litlar sem engar líkur eru á að löggjöf eða reglugerðir muni hindra þessa þróun. Tæknin er komin til að vera, freistingin til að nota hana er of sterk, þörfin of rík til að við látum það eiga sig. Þeim sem ná að nýta sér þessa möguleika markvisst mun farnast betur, rétt eins og þeim sem ná að nýta sér önnur tækifæri til að auka eigin hæfni og afköst sem gervigreindin býður upp á. En verði ekkert að gert er ljóst að sá hópur verður miklu stærri sem fer hallloka, þau sem glata stjórn á eigin lífi og renna saman við eftirlíkingarnar. Nýju mállíkönin eru eðlisólík öllum öðrum tækninýjungum. Þessi sérstaða grundvallast á hæfileika þeirra til að beita tungumálinu og læra af og líkja eftir lifandi fólki. Afleiðingarnar eru okkur flestum enn aðeins að litlu leyti ljósar. Við munum nýta okkur þessa tækni, því gerum við það ekki drögumst við aftur úr öðrum. Um leið er hættan á því að við missum stjórn á eigin lífi raunveruleg. Enginn getur hindrað það nema við sjálf. Til þess verðum við að þekkja tæknina og tækifærin og ógnirnar sem henni fylgja. Það er þó ekki nóg. Til að halda stjórninni verðum við að styrkja markvisst okkar eigin meðvitund um hvað skiptir okkur máli og okkar eigin getu til að hugsa skýrt. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun