„Hér er maður berskjaldaðri og viðkvæmari“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 07:02 Klemens Hannigan og Leifur Björnsson hafa unnið náið saman að nýju tónlistarverkefni á undanförnum árum. Í dag frumsýna þeir hér tónlistarmyndband ásamt því að Klemens var að senda frá sér sína fyrstu sólóplötu. Vísir/Vilhelm „Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Klemens Hannigan - Someone Else Leikstjórn: Baldvin Vernharðsson, aðstoð á setti: Adam Thor Murtomaa, leikarar: Klemens Hannigan og Leifur Björnsson. Blaðamaður ræddi við Klemens og Leif Björnsson, tónlistarmann og verkefnastjóra ÚTON, en saman unnu þeir að plötunni ásamt Howie B. Þetta er sem áður segir fyrsta sóló plata Klemens en hann hefur sent frá sér nokkur sóló lög og flutt þau á tvennum tónleikum. 15. febrúar verða þeir með útgáfutónleika fyrir plötuna í Gamla Bíói. Klemens Hannigan og Leifur Björnsson ræddu við blaðamann um nýja tónlistarverkefnið sem hefur verið í bígerð í nokkur ár. Vísir/Vilhelm Áður unnið með U2 og Björk Klemens og Leifur kynntust fyrir mörgum árum og náðu strax listrænni tengingu. Klemens var þá að stíga sín fyrstu skref með hljómsveitinni Hatara en Leifur var meðlimur sveitarinnar Low Roar, sem hafði verið á tónleikaferðalagi víða um heiminn. „Við vorum báðir í tónlist og á svipaðri bylgjulengd,“ segja þeir og bætir Leifur við að hann hafi strax orðið spenntur að fylgjast með þróun Hatara á hliðarlínunni. „Klemens þekkti gamla bandið mitt Low Roar og hann byrjaði að senda á mig demó af lögum sem hann var að vinna í. Svo þróaðist þetta hægt og rólega yfir í samstarf,“ segir Leifur og bætir Klemens við að það hafi gerst frekar náttúrulega. Í upphafi hafi þeir byrjað að gera raftónlist en eftir að þeir kynntust pródúsernum Howie B tók hljóðmyndinni að breytast og fóru þeir að einblína meira á að hafa lagasmíðina í forgrunni. Howie B vann með strákunum að nýju plötunni en hann á rætur sínar að rekja í Trip-hop senu 9. áratugarins í Bristol. Þá hefur hann unnið með tónlistarfólki á borð við hljómsveitirnar Massive Attack og U2 og tónlistarkonunni Björk. Plötuumslagið fyrir Low Light. Adam Thor Murtomaa Skype samvinna milli Íslands og smáeyju við Frakkland Samstarfið byrjaði 2021 í Covid og samvinnan við hann fór mikið fram í gegnum Skype að nóttu til, segja strákarnir. „Howie B býr núna í London en á þeim tíma bjó hann á eyju við Frakkland sem heitir ile D’oleron svo okkar samstarf fór fram í gegnum netheiminn. Hann var svolítið einangraður á þessari litlu eyju og á tímum orðinn hálf klikkaður og átti það til að hringja um miðjar nætur,“ segja þeir hlæjandi og bæta við: „En það var mjög skemmtilegt samstarf og hann vinnur mikið á gamla mátann, eiginlega meira eins og listrænn stjórnandi. Hann stýrði ferlinu og því hvert stefnan og fílingurinn af plötunni væri að fara.“ Klemens vann sólóplötu sína með Leifi og Howie B. Myndin er tekin við tökur á tónlistarmyndbandinu. Adam Thor Murtomaa Auðvelt að verða létt „sósaður“ Tónlistarverkefnið hefur tekið mikinn tíma og spyr blaðamaður hvort það sé erfitt að geta einhvern tíma aðskilið sig frá listinni í svona ferli. „Það getur verið mjög erfitt, sérstaklega þegar maður er svona djúpt sokkinn í verkefnið. Ég held að við báðir höfum upplifað svolítið mikla áráttu í ferlinu,“ segir Klemens og bætir Leifur þá við: „Það voru ákveðin tímabil í þessu ferli þar sem þetta tók algjörlega yfir allt. Við reyndum að ramma þetta inn en það tókst ekki, það flæddi rosalega á milli og maður verður alveg sósaður í þessu sko. Sem er bara það sem þarf náttúrulega til.“ Þeir ákváðu að fara tvisvar austur á Stöðvarfjörð í viku í senn til þess að geta einbeitt sér algjörlega að sköpuninni. Þar heimsóttu þeir góða vini sína Vincent Wood og Unu Lóu sem reka Sköpunarmiðstöðina og Stúdíó Síló sem er hágæða upptökustúdíó á Austfjörðum. „Við lokuðum okkur þar inni í viku í einu, unnum allan daginn og töluðum við Howie B á kvöldin eða næturnar. Þá var maður vakinn og sofinn í þessu og þá gerðist dálítið galdurinn. Tilfinningin í plötunni kviknaði þar og grunnur að hljóðmyndinni varð til. Þá fór þetta af stað. Þetta er náttúrulega algjör galdrastaður, það er svo fallegt að vera þarna. þau skáru út fyrir glugga í stúdíóinu sem horfir beint út á sjó yfir austfirsku fjallgarðana. Þar fékk maður næði til að alveg sökkva sér ofan í listræna ferlið.“ Strákarnir í stúdíóinu á Stöðvarfirði. Aðsend „Skilingur á öðru plani en tungumáli“ Það gefur augaleið að strákarnir hafa eytt miklum tíma saman að verkefninu og spyr blaðamaður hvort það sé einhvern tíma erfitt að vera í takt þegar það kemur að einhverju jafn persónulegu og þessari listsköpun. „Það hefur auðvitað komið upp ágreiningur, eins og gerist í öllu samstarfi. En heilt yfir hefur þetta gengið ótrúlega vel. Þetta er búið að vera mjög náið samstarf í langan tíma. Við vorum í ákveðnu þyngdarleysi þarna í Covid, að vinna ótrúlega mikið í þessu og erum búnir að gefa okkur góðan tíma, enda höfðum við tíma. Stundum setur maður þá meiri tíma í þetta en þarf en það er náttúrulega ákveðinn lúxus að geta nostrað við verkið og ekki sent það frá sér fyrr en maður er fullkomlega sáttur við það. Mér finnst til dæmis að við höfum ekki þurft að gera margar málamiðlanir í þessu verki,“ segir Leifur og bætir Klemens þá við: „Í sjálfu ferlinu og flæðinu á sköpuninni þá held ég að við fúnkerum mjög vel saman. Það er ákveðið Yin og Yang í okkur. Það sem mér finnst skilgreina gott vinnuflæði er þegar maður þarf ekki alltaf að segja allt og það er svoleiðis hjá okkur, skilningur á öðru plani en tungumáli.“ Klemens og Leifur vinna vel saman og þurfa ekki alltaf að tjá sig með orðum til að skilja hvorn annan.Vísir/Vilhelm Óþolinmóðir að deila verkinu Platan Low Light er búin að vera til í um eitt og hálft ár en segja strákarnir að þá hafi langað að gera hlutina rétt við útgáfu og finna rétta umgjörð svo að platan myndi ekki detta út í tómið. „Við vildum finna teymi til að vinna með okkur að útgáfunni en eins og margir þekkja er ekki nóg að gefa bara út tónlist á streymisveitur eins og tíðarandinn er í dag. Við fundum management teymi í Þýskalandi sem er að vinna með okkur fyrir Evrópu,“ segir Klemens. Eftir að þeir hófu samstarf við umboðsskrifstofuna breyttist öll tímalína á plötunni og segjast strákarnir sjá núna að það hafi verið af hinu góða, þó að það hafi verið frústrerandi á sínum tíma að þurfa að setja allt í biðstöðu. „Maður var auðvitað óþolinmóður að deila verkinu, af því þetta er náttúrulega verk sem maður er mjög stoltur af og er búinn að vera spenntur að deila þessu með fólki,“ segir Leifur. Leifur segir að það hafi verið svolítið erfitt að bíða lengi með að afhjúpa plötuna. Vísir/Vilhelm Poppstjarna sem átti örlagaríka og erfiða nótt „Einmitt, eiginlega eini ágreiningurinn sem kom upp í ferlinu var smá frústering yfir því að vera ekki búnir að gefa út tónlistina,“ segir Klemens og bætir við: „En varðandi þetta tónlistarmyndband þá vorum við með svona beinagrind og hugmynd en svo er auðvitað mikilvægt að áhorfandinn fái að meta myndbandið út frá sér. Fyrri hluti lagsins er sunginn í annarri persónu, þú, og svo breytist það í að ég byrja að syngja um sjálfan mig, ég. Þetta er lag um eigin sársauka sem maður sér ekki nema að utanverðu. Pælingin var að vera poppstjarna í myndbandinu sem var búinn að eiga skemmtilega, örlagaríka en erfiða nótt. Hugmyndin var að Leifur væri svona mafíósatýpa sem hann púllar svo vel, lífvörður og einhvers konar barnapía. Það var svona grunnurinn að hugmyndinni, svo þróast náttúrulega ferlið og þegar ég horfi á myndbandið núna sé ég eitthvað allt annað. En það er mjög sterkur contrast sem á sér stað á milli mín og Leifs í myndbandinu sem segir sögu.“ Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku og Adam Thor var aðstoðarmaður á setti og sá sömuleiðis um að skjóta á bak við tjöldin myndir sem heppnuðust svo vel að þær hafa flestar endað sem aðalmyndir fyrir útgáfur og plötuumslag. „Við skutum þetta á fimm tímum yfir eina nótt. Við höfum unnið mikið með Baldvini, bæði fyrir þetta verkefni og Hatara myndbönd.“ Bak við tjöldin á tökustað.Adam Thor Murtomaa Klámstrákur, myndlistamaður og berskjaldaður tónlistarmaður Klemens og Leifur sinna báðir fjölbreyttum hlutverkum innan listheimsins og hafa komið víða að. Karakter Klemens í hljómsveitinni Hatara er mjög svo einstakur og frábrugðinn því sem einkennir sóló verkefni hans. Sömuleiðis er hann myndlistarmaður. „Mér finnst mjög skemmtilegt að geta hoppað á milli listrænna hliða. Maður getur kannski fengið leið á ákveðinni stemningu sem maður er búinn að vinna að lengi. Þetta eru líka ákveðin karakter einkenni hjá manni. Það er ákveðið alter-egó sem á sér stað í Hatara og þetta er leikrit sem við erum stöðugt að skapa, sem gefur manni svakalegt listrænt frelsi líka. En ég myndi segja að þessi plata sem við Leifur höfum búið til sé mikið einlægari. Hún er nær þeirri tónlist sem snertir hjartað mitt, þó að ég elski tónlistina sem ég hef samið með Hatara. Ég hafði samt aldrei hlustað á svipaða tónlist og Hatari gerir áður en ég byrjaði að semja þessa industrial takta í kjallaranum með Matthíasi, svo kom Einar með okkur og þetta þróaðist þaðan. Ég sjálfur dreg mikinn innblástur frá Radiohead og Interpol og mýkri tónlist en fólk myndi kannski halda að ég hlusti á. En ég nýt þess mikið að stökkva á milli og hafa þessar mismunandi listrænu hliðar,“ segir Klemens. Klemens Hannigan segist njóta þess að geta nært ólíkar listrænar hliðar sínar. Vísir/Vilhelm Hann bætir við að það sé án efa meira stressandi að senda frá sér berskjaldaða tónlist á borð við þessa og sammælist Leifur því. „Þú verður að fella grímuna sko. Það er þægilegt að geta verið með umgjörð í kringum tónlistina og falið sig á bak við það,“ segir Leifur og bætir Klemens þá við: „Já, það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar og klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því maður veit að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari.“ Bono hefur hlustað á lögin Strákarnir verða sem áður segir með útgáfutónleika 15. febrúar í Gamla Bíói, Klemens Hannigan og hljómsveit. Í hljómsveitinni eru Leifur Björnsson, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir og Ronja, eiginkona Klemens. Hljómsveitin Paddan hitar upp en hún samanstendur af Sigtryggi Baldurssyni úr Sykurmolunum og Birgi Mogensen, tengdapabba Klemens. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana. „Þetta verður mjög einlægt og ólíkt því sem ég er vanur með Hatara, þar sem við höfum lagt upp úr rosalegri ljósasýningu, confetti og öðru,“ segir Klemens kíminn og bætir við: Ég þarf alveg smá að stoppa mig af þegar ég er allt í einu farinn að hugsa þurfum við ekki að kaupa confetti-ið og vera með tíu dansara og svona. Fókusinn hér er á tónlistina sjálfa. Strákarnir segja að það verði hugsanlega leynigestur og grínast með að það sé Bono úr hljómsveitinni U2. „Nei það verður ekki Bono en hann hefur hinsvegar heyrt mikið af tónlistinni okkar. Howie B þekkir hann vel og pródúseraði náttúrulega plötu fyrir U2. Hann hefur verið að senda The Edge og Bono demo af lögunum okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Klemens Hannigan (@klemenshannigan) Styður fast við bakið á Bashar Að lokum berst talið að Eurovision en umræður um keppnina og sömuleiðis sniðgöngu hafa verið mikið í deiglunni að undanförnu. Vinur Klemens, palestínski tónlistarmaðurinn Bashar, er meðal keppenda í ár. Einar Stefánsson, trommari Hatara, og Matthías Tryggvi Haraldsson, fyrrum meðlimur Hatara, unnu lagið með Bashar og hefur hann áður unnið með sveitinni. Aðspurður hvort Klemens sjái fyrir sér að taka einhvern tíma aftur þátt segir hann: „Ég held að það sé alveg nóg að gera það einu sinni en það er náttúrulega bara persónubundið. Eins og mér líður núna myndi ég ekki taka aftur þátt. Mér finnst það sem Bashar er að gera mjög verðugt, hvort sem mér finnist að það eigi að sniðganga Eurovision eða ekki. Bashar er mjög góður vinur minn og ég styð hann í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég er ekki með í þessu verkefni nema bara andlegur stuðningur og svo söng ég reyndar bakraddir á íslensku útgáfunni.“ Hatari vakti sannarlega mikla athygli í Eurovision árið 2019 í Tel Aviv og veifuðu þeir eftirminnilega Palestínu fánanum í beinni útsendingu við stigagjöfina. „Þetta var svakaleg og áhrifamikil upplifun. Ég er mjög stoltur af því sem við gerðum. En eins og svakalegir hlutir þá geta þeir tekið smá á,“ segir Klemens. Hljómsveitin Hatari er þó hvergi nærri hætt og er auðvitað með aðdáendur víða um heiminn, sem meðal annars flugu til Íslands til þess að sjá sveitina spila á Iceland Airwaves í nóvember. Þá vakti athygli að nýtt andlit hefur gengið til liðs við Hatara. „Davíð Þór Katrínarson kom inn í staðinn fyrir Matthías en Matthías þurfti að velja á milli Þjóðleikhússins og Hatara og hann kaus Þjóðleikhúsið,“ segir Klemens að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify og hér á Youtube. Tónlist Menning Eurovision Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30 Bashar Murad söng á samstöðufundi Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk niður að Austurvelli á samstöðufund með Palestínu í dag. Palestínumaðurinn Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, flutti lag á fundinum. 27. janúar 2024 16:20 Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. 25. apríl 2023 09:00 Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut. 12. júní 2022 10:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Klemens Hannigan - Someone Else Leikstjórn: Baldvin Vernharðsson, aðstoð á setti: Adam Thor Murtomaa, leikarar: Klemens Hannigan og Leifur Björnsson. Blaðamaður ræddi við Klemens og Leif Björnsson, tónlistarmann og verkefnastjóra ÚTON, en saman unnu þeir að plötunni ásamt Howie B. Þetta er sem áður segir fyrsta sóló plata Klemens en hann hefur sent frá sér nokkur sóló lög og flutt þau á tvennum tónleikum. 15. febrúar verða þeir með útgáfutónleika fyrir plötuna í Gamla Bíói. Klemens Hannigan og Leifur Björnsson ræddu við blaðamann um nýja tónlistarverkefnið sem hefur verið í bígerð í nokkur ár. Vísir/Vilhelm Áður unnið með U2 og Björk Klemens og Leifur kynntust fyrir mörgum árum og náðu strax listrænni tengingu. Klemens var þá að stíga sín fyrstu skref með hljómsveitinni Hatara en Leifur var meðlimur sveitarinnar Low Roar, sem hafði verið á tónleikaferðalagi víða um heiminn. „Við vorum báðir í tónlist og á svipaðri bylgjulengd,“ segja þeir og bætir Leifur við að hann hafi strax orðið spenntur að fylgjast með þróun Hatara á hliðarlínunni. „Klemens þekkti gamla bandið mitt Low Roar og hann byrjaði að senda á mig demó af lögum sem hann var að vinna í. Svo þróaðist þetta hægt og rólega yfir í samstarf,“ segir Leifur og bætir Klemens við að það hafi gerst frekar náttúrulega. Í upphafi hafi þeir byrjað að gera raftónlist en eftir að þeir kynntust pródúsernum Howie B tók hljóðmyndinni að breytast og fóru þeir að einblína meira á að hafa lagasmíðina í forgrunni. Howie B vann með strákunum að nýju plötunni en hann á rætur sínar að rekja í Trip-hop senu 9. áratugarins í Bristol. Þá hefur hann unnið með tónlistarfólki á borð við hljómsveitirnar Massive Attack og U2 og tónlistarkonunni Björk. Plötuumslagið fyrir Low Light. Adam Thor Murtomaa Skype samvinna milli Íslands og smáeyju við Frakkland Samstarfið byrjaði 2021 í Covid og samvinnan við hann fór mikið fram í gegnum Skype að nóttu til, segja strákarnir. „Howie B býr núna í London en á þeim tíma bjó hann á eyju við Frakkland sem heitir ile D’oleron svo okkar samstarf fór fram í gegnum netheiminn. Hann var svolítið einangraður á þessari litlu eyju og á tímum orðinn hálf klikkaður og átti það til að hringja um miðjar nætur,“ segja þeir hlæjandi og bæta við: „En það var mjög skemmtilegt samstarf og hann vinnur mikið á gamla mátann, eiginlega meira eins og listrænn stjórnandi. Hann stýrði ferlinu og því hvert stefnan og fílingurinn af plötunni væri að fara.“ Klemens vann sólóplötu sína með Leifi og Howie B. Myndin er tekin við tökur á tónlistarmyndbandinu. Adam Thor Murtomaa Auðvelt að verða létt „sósaður“ Tónlistarverkefnið hefur tekið mikinn tíma og spyr blaðamaður hvort það sé erfitt að geta einhvern tíma aðskilið sig frá listinni í svona ferli. „Það getur verið mjög erfitt, sérstaklega þegar maður er svona djúpt sokkinn í verkefnið. Ég held að við báðir höfum upplifað svolítið mikla áráttu í ferlinu,“ segir Klemens og bætir Leifur þá við: „Það voru ákveðin tímabil í þessu ferli þar sem þetta tók algjörlega yfir allt. Við reyndum að ramma þetta inn en það tókst ekki, það flæddi rosalega á milli og maður verður alveg sósaður í þessu sko. Sem er bara það sem þarf náttúrulega til.“ Þeir ákváðu að fara tvisvar austur á Stöðvarfjörð í viku í senn til þess að geta einbeitt sér algjörlega að sköpuninni. Þar heimsóttu þeir góða vini sína Vincent Wood og Unu Lóu sem reka Sköpunarmiðstöðina og Stúdíó Síló sem er hágæða upptökustúdíó á Austfjörðum. „Við lokuðum okkur þar inni í viku í einu, unnum allan daginn og töluðum við Howie B á kvöldin eða næturnar. Þá var maður vakinn og sofinn í þessu og þá gerðist dálítið galdurinn. Tilfinningin í plötunni kviknaði þar og grunnur að hljóðmyndinni varð til. Þá fór þetta af stað. Þetta er náttúrulega algjör galdrastaður, það er svo fallegt að vera þarna. þau skáru út fyrir glugga í stúdíóinu sem horfir beint út á sjó yfir austfirsku fjallgarðana. Þar fékk maður næði til að alveg sökkva sér ofan í listræna ferlið.“ Strákarnir í stúdíóinu á Stöðvarfirði. Aðsend „Skilingur á öðru plani en tungumáli“ Það gefur augaleið að strákarnir hafa eytt miklum tíma saman að verkefninu og spyr blaðamaður hvort það sé einhvern tíma erfitt að vera í takt þegar það kemur að einhverju jafn persónulegu og þessari listsköpun. „Það hefur auðvitað komið upp ágreiningur, eins og gerist í öllu samstarfi. En heilt yfir hefur þetta gengið ótrúlega vel. Þetta er búið að vera mjög náið samstarf í langan tíma. Við vorum í ákveðnu þyngdarleysi þarna í Covid, að vinna ótrúlega mikið í þessu og erum búnir að gefa okkur góðan tíma, enda höfðum við tíma. Stundum setur maður þá meiri tíma í þetta en þarf en það er náttúrulega ákveðinn lúxus að geta nostrað við verkið og ekki sent það frá sér fyrr en maður er fullkomlega sáttur við það. Mér finnst til dæmis að við höfum ekki þurft að gera margar málamiðlanir í þessu verki,“ segir Leifur og bætir Klemens þá við: „Í sjálfu ferlinu og flæðinu á sköpuninni þá held ég að við fúnkerum mjög vel saman. Það er ákveðið Yin og Yang í okkur. Það sem mér finnst skilgreina gott vinnuflæði er þegar maður þarf ekki alltaf að segja allt og það er svoleiðis hjá okkur, skilningur á öðru plani en tungumáli.“ Klemens og Leifur vinna vel saman og þurfa ekki alltaf að tjá sig með orðum til að skilja hvorn annan.Vísir/Vilhelm Óþolinmóðir að deila verkinu Platan Low Light er búin að vera til í um eitt og hálft ár en segja strákarnir að þá hafi langað að gera hlutina rétt við útgáfu og finna rétta umgjörð svo að platan myndi ekki detta út í tómið. „Við vildum finna teymi til að vinna með okkur að útgáfunni en eins og margir þekkja er ekki nóg að gefa bara út tónlist á streymisveitur eins og tíðarandinn er í dag. Við fundum management teymi í Þýskalandi sem er að vinna með okkur fyrir Evrópu,“ segir Klemens. Eftir að þeir hófu samstarf við umboðsskrifstofuna breyttist öll tímalína á plötunni og segjast strákarnir sjá núna að það hafi verið af hinu góða, þó að það hafi verið frústrerandi á sínum tíma að þurfa að setja allt í biðstöðu. „Maður var auðvitað óþolinmóður að deila verkinu, af því þetta er náttúrulega verk sem maður er mjög stoltur af og er búinn að vera spenntur að deila þessu með fólki,“ segir Leifur. Leifur segir að það hafi verið svolítið erfitt að bíða lengi með að afhjúpa plötuna. Vísir/Vilhelm Poppstjarna sem átti örlagaríka og erfiða nótt „Einmitt, eiginlega eini ágreiningurinn sem kom upp í ferlinu var smá frústering yfir því að vera ekki búnir að gefa út tónlistina,“ segir Klemens og bætir við: „En varðandi þetta tónlistarmyndband þá vorum við með svona beinagrind og hugmynd en svo er auðvitað mikilvægt að áhorfandinn fái að meta myndbandið út frá sér. Fyrri hluti lagsins er sunginn í annarri persónu, þú, og svo breytist það í að ég byrja að syngja um sjálfan mig, ég. Þetta er lag um eigin sársauka sem maður sér ekki nema að utanverðu. Pælingin var að vera poppstjarna í myndbandinu sem var búinn að eiga skemmtilega, örlagaríka en erfiða nótt. Hugmyndin var að Leifur væri svona mafíósatýpa sem hann púllar svo vel, lífvörður og einhvers konar barnapía. Það var svona grunnurinn að hugmyndinni, svo þróast náttúrulega ferlið og þegar ég horfi á myndbandið núna sé ég eitthvað allt annað. En það er mjög sterkur contrast sem á sér stað á milli mín og Leifs í myndbandinu sem segir sögu.“ Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku og Adam Thor var aðstoðarmaður á setti og sá sömuleiðis um að skjóta á bak við tjöldin myndir sem heppnuðust svo vel að þær hafa flestar endað sem aðalmyndir fyrir útgáfur og plötuumslag. „Við skutum þetta á fimm tímum yfir eina nótt. Við höfum unnið mikið með Baldvini, bæði fyrir þetta verkefni og Hatara myndbönd.“ Bak við tjöldin á tökustað.Adam Thor Murtomaa Klámstrákur, myndlistamaður og berskjaldaður tónlistarmaður Klemens og Leifur sinna báðir fjölbreyttum hlutverkum innan listheimsins og hafa komið víða að. Karakter Klemens í hljómsveitinni Hatara er mjög svo einstakur og frábrugðinn því sem einkennir sóló verkefni hans. Sömuleiðis er hann myndlistarmaður. „Mér finnst mjög skemmtilegt að geta hoppað á milli listrænna hliða. Maður getur kannski fengið leið á ákveðinni stemningu sem maður er búinn að vinna að lengi. Þetta eru líka ákveðin karakter einkenni hjá manni. Það er ákveðið alter-egó sem á sér stað í Hatara og þetta er leikrit sem við erum stöðugt að skapa, sem gefur manni svakalegt listrænt frelsi líka. En ég myndi segja að þessi plata sem við Leifur höfum búið til sé mikið einlægari. Hún er nær þeirri tónlist sem snertir hjartað mitt, þó að ég elski tónlistina sem ég hef samið með Hatara. Ég hafði samt aldrei hlustað á svipaða tónlist og Hatari gerir áður en ég byrjaði að semja þessa industrial takta í kjallaranum með Matthíasi, svo kom Einar með okkur og þetta þróaðist þaðan. Ég sjálfur dreg mikinn innblástur frá Radiohead og Interpol og mýkri tónlist en fólk myndi kannski halda að ég hlusti á. En ég nýt þess mikið að stökkva á milli og hafa þessar mismunandi listrænu hliðar,“ segir Klemens. Klemens Hannigan segist njóta þess að geta nært ólíkar listrænar hliðar sínar. Vísir/Vilhelm Hann bætir við að það sé án efa meira stressandi að senda frá sér berskjaldaða tónlist á borð við þessa og sammælist Leifur því. „Þú verður að fella grímuna sko. Það er þægilegt að geta verið með umgjörð í kringum tónlistina og falið sig á bak við það,“ segir Leifur og bætir Klemens þá við: „Já, það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar og klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því maður veit að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari.“ Bono hefur hlustað á lögin Strákarnir verða sem áður segir með útgáfutónleika 15. febrúar í Gamla Bíói, Klemens Hannigan og hljómsveit. Í hljómsveitinni eru Leifur Björnsson, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir og Ronja, eiginkona Klemens. Hljómsveitin Paddan hitar upp en hún samanstendur af Sigtryggi Baldurssyni úr Sykurmolunum og Birgi Mogensen, tengdapabba Klemens. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana. „Þetta verður mjög einlægt og ólíkt því sem ég er vanur með Hatara, þar sem við höfum lagt upp úr rosalegri ljósasýningu, confetti og öðru,“ segir Klemens kíminn og bætir við: Ég þarf alveg smá að stoppa mig af þegar ég er allt í einu farinn að hugsa þurfum við ekki að kaupa confetti-ið og vera með tíu dansara og svona. Fókusinn hér er á tónlistina sjálfa. Strákarnir segja að það verði hugsanlega leynigestur og grínast með að það sé Bono úr hljómsveitinni U2. „Nei það verður ekki Bono en hann hefur hinsvegar heyrt mikið af tónlistinni okkar. Howie B þekkir hann vel og pródúseraði náttúrulega plötu fyrir U2. Hann hefur verið að senda The Edge og Bono demo af lögunum okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Klemens Hannigan (@klemenshannigan) Styður fast við bakið á Bashar Að lokum berst talið að Eurovision en umræður um keppnina og sömuleiðis sniðgöngu hafa verið mikið í deiglunni að undanförnu. Vinur Klemens, palestínski tónlistarmaðurinn Bashar, er meðal keppenda í ár. Einar Stefánsson, trommari Hatara, og Matthías Tryggvi Haraldsson, fyrrum meðlimur Hatara, unnu lagið með Bashar og hefur hann áður unnið með sveitinni. Aðspurður hvort Klemens sjái fyrir sér að taka einhvern tíma aftur þátt segir hann: „Ég held að það sé alveg nóg að gera það einu sinni en það er náttúrulega bara persónubundið. Eins og mér líður núna myndi ég ekki taka aftur þátt. Mér finnst það sem Bashar er að gera mjög verðugt, hvort sem mér finnist að það eigi að sniðganga Eurovision eða ekki. Bashar er mjög góður vinur minn og ég styð hann í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég er ekki með í þessu verkefni nema bara andlegur stuðningur og svo söng ég reyndar bakraddir á íslensku útgáfunni.“ Hatari vakti sannarlega mikla athygli í Eurovision árið 2019 í Tel Aviv og veifuðu þeir eftirminnilega Palestínu fánanum í beinni útsendingu við stigagjöfina. „Þetta var svakaleg og áhrifamikil upplifun. Ég er mjög stoltur af því sem við gerðum. En eins og svakalegir hlutir þá geta þeir tekið smá á,“ segir Klemens. Hljómsveitin Hatari er þó hvergi nærri hætt og er auðvitað með aðdáendur víða um heiminn, sem meðal annars flugu til Íslands til þess að sjá sveitina spila á Iceland Airwaves í nóvember. Þá vakti athygli að nýtt andlit hefur gengið til liðs við Hatara. „Davíð Þór Katrínarson kom inn í staðinn fyrir Matthías en Matthías þurfti að velja á milli Þjóðleikhússins og Hatara og hann kaus Þjóðleikhúsið,“ segir Klemens að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify og hér á Youtube.
Tónlist Menning Eurovision Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30 Bashar Murad söng á samstöðufundi Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk niður að Austurvelli á samstöðufund með Palestínu í dag. Palestínumaðurinn Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, flutti lag á fundinum. 27. janúar 2024 16:20 Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. 25. apríl 2023 09:00 Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut. 12. júní 2022 10:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30
Bashar Murad söng á samstöðufundi Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk niður að Austurvelli á samstöðufund með Palestínu í dag. Palestínumaðurinn Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, flutti lag á fundinum. 27. janúar 2024 16:20
Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. 25. apríl 2023 09:00
Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut. 12. júní 2022 10:01