Enn eitt dauðsfallið í sofandi samfélagi Sigmar Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi. En harkalegur veruleikinn er sá að skæður sjúkdómur lagði hann af velli í samfélagi sem er sinnulaust og sofandi þegar kemur að veikindum hans og annara. Sorgin er óendanlega mikil hjá fjölskyldu hans og vinum og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn að vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd að um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr þessum sama fíknisjúkdómi? Ef 100 manns myndu deyja í náttúruhamförum á morgun þá yrði þjóðfélagið lamað í sameiginlegri sorg. Sorg sem myndi svo þróast yfir í vilja og verkfæri til að gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir annað sambærilegt áfall. Af hverju nær þessi hugsun og samkennd ekki til þeirra sem deyja vegna fíknar? Við erum sífellt að móta stefnu til framtíðar í mörgum málaflokkum. Til dæmis samþykkjum við samgönguáætlun til að forgangsraða fjármunum í tímasett verkefni, meðal annars út frá öryggi og samfélagslegum hagsmunum. Fjöldi banaslysa á fyrstu vikum ársins vekur með okkur vilja til að gera betur. Við sáum ógn og bregðumst blessunarlega við, bæði með umræðu og aðgerðum. Það er ekki til of mikils ætlast að einn alvarlegasti heilbrigðisvandi þjóðarinnar fái sömu athygli hjá ráðamönnum. Við verðum að viðurkenna í verki að sorg og áfall fjölskyldu sem missir átján ára dreng úr banvænum sjúkdómi, er sorgin okkar allra. Það er tilviljun að á sama degi og fjölmiðlar greina frá andláti unga mannsins mun ég mæla fyrir þingmáli þar sem stjórnvöldum er falið það hlutverk að móta stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Að stjórnvöld viðurkenni í verki að við þurfum plan og áætlun til að lágmarka skaðann af sjúkdómi sem fellir um 100 einstaklinga og varpar þjáningu, sorg og myrkri yfir þúsundir annara á hverju einasta ári. Slík stefna hefur ekki verið í gildi á Íslandi síðan 2020. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann. En verður kannski til þess að sorgin og þjáningin finni sér farveg í raunverulegum aðgerðum. Vöknum! Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Viðreisn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi. En harkalegur veruleikinn er sá að skæður sjúkdómur lagði hann af velli í samfélagi sem er sinnulaust og sofandi þegar kemur að veikindum hans og annara. Sorgin er óendanlega mikil hjá fjölskyldu hans og vinum og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn að vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd að um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr þessum sama fíknisjúkdómi? Ef 100 manns myndu deyja í náttúruhamförum á morgun þá yrði þjóðfélagið lamað í sameiginlegri sorg. Sorg sem myndi svo þróast yfir í vilja og verkfæri til að gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir annað sambærilegt áfall. Af hverju nær þessi hugsun og samkennd ekki til þeirra sem deyja vegna fíknar? Við erum sífellt að móta stefnu til framtíðar í mörgum málaflokkum. Til dæmis samþykkjum við samgönguáætlun til að forgangsraða fjármunum í tímasett verkefni, meðal annars út frá öryggi og samfélagslegum hagsmunum. Fjöldi banaslysa á fyrstu vikum ársins vekur með okkur vilja til að gera betur. Við sáum ógn og bregðumst blessunarlega við, bæði með umræðu og aðgerðum. Það er ekki til of mikils ætlast að einn alvarlegasti heilbrigðisvandi þjóðarinnar fái sömu athygli hjá ráðamönnum. Við verðum að viðurkenna í verki að sorg og áfall fjölskyldu sem missir átján ára dreng úr banvænum sjúkdómi, er sorgin okkar allra. Það er tilviljun að á sama degi og fjölmiðlar greina frá andláti unga mannsins mun ég mæla fyrir þingmáli þar sem stjórnvöldum er falið það hlutverk að móta stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Að stjórnvöld viðurkenni í verki að við þurfum plan og áætlun til að lágmarka skaðann af sjúkdómi sem fellir um 100 einstaklinga og varpar þjáningu, sorg og myrkri yfir þúsundir annara á hverju einasta ári. Slík stefna hefur ekki verið í gildi á Íslandi síðan 2020. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann. En verður kannski til þess að sorgin og þjáningin finni sér farveg í raunverulegum aðgerðum. Vöknum! Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun