Rafíþróttir

Ár­mann stöðvuðu endur­komu FH

Snorri Már Vagnsson skrifar
PolishWonder og Blazter mættust á Nuke í kvöld.
PolishWonder og Blazter mættust á Nuke í kvöld.

Ármann sigruðu FH í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. FH náðu að jafna leikinn í 10-10 áður en náðarhöggið frá Ármanni kom að lokum.

Leikurinn var spilaður á Nuke og hófu Ármann leikinn vel, en þeir spiluðu fyrri hálfleik í vörn. Eftir að komast í 2-0 voru FH þó ekki lengi að átta sig og jöfnuðu í 2-2.

Ármann voru fljótir að hefja leik sinn upp að nýju, en þeir sigruðu lotu eftir lotu í kjölfar jöfnunarlotu FH. Ármann komust í 7-2 áður en FH fundu loks lotusigur að nýju eftir að planta sprengjunni á B-svæðinu á Nuke, 7-3. FH náðu að minnka muninn fyrir hálfleik með að sigra allar loturnar fram að honum, og gátu því verið sáttir með stöðuna í hálfleik.

Staðan í hálfleik: Ármann 7-5 FH

Ármann sigruðu skammbyssulotuna í seinni hálfleik og stungu FH-inga strax af. Ármann komust í stöðuna 10-5 áður en FH fundu loks sigurlotu, 10-6. FH-ingar tóku næstu fjórar lotur og jöfnuðu leikinn því í 10-10. Eftir að ná loksins að komast í leikinn að nýju misstu FH Ármann frá sér að nýju og fóru þeir bláu alla leið og sigruðu leikinn.

Lokatölur: Ármann 13-10 FH

Ármann fara aftur upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á undan Sögu sem á þó leik til góða. FH eru í 7. sæti deildarinnar eftir slappt gengi í síðustu leikjum.






×