Mun koma fram fyrir hönd Ísraels í Malmö Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2024 07:47 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Ljóst er að lagið verður flutt á herbresku. Eurovision Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan verður fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi. Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983. Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983.
Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira