Lék á sviði fyrir dóttur Bill Gates Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:22 Styrmir Elí Ingólfsson er að gera spennandi hluti úti í New York. Aðsend Leikarinn og handritshöfundurinn Styrmir Elí Ingólfsson tók U-beygju í lífinu eftir hagfræðinám hérlendis og starf í ferðabransanum. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri á vitlausri braut sótti hann um í leiklistarskóla í New York og flutti út. Hann stendur nú að sýningu úti sem hefur fengið góðar viðtökur og hefur áhorfendasalurinn gjarnan verið stjörnum prýddur. Blaðamaður ræddi við Styrmi. „Þetta er fjórða árið mitt hér í NYC. Síðastliðinn apríl útskrifaðist ég úr þriggja ára leiklistarnámi við Stella Adler Studio of Acting í New York. Síðan þá hef ég verið að vinna að margmiðlunarverkefninu Untitled, 1970,“ segir Styrmir og er þá að tala um sýninguna umræddu. Plakat fyrir Untitled, 1970. Aðsend Freistingar alls staðar Fyrir fimm árum var líf Styrmis þó allt öðruvísi. „Fyrir leiklistarnámið starfaði ég í ferðabransanum og var ég í hagfræði við Háskóla Íslands. Ég fór síðan út í skiptinám til Madison, Wisconsin. Þar skráði ég mig í leiklistar valáfanga og fattaði að ég var á vitlausri braut. Ég sótti svo um í skólum hér í NYC og the rest is history.“ Hann segir lífið úti mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. „Hér er mikill hraði, endalaus orka og freistingar alls staðar. Það er dýrt að gera allt. Þetta er auðvitað borg tækifæranna en að sama skapi er auðvelt að tapa sér.“ Að sögn Styrmis er mikið af tækifærum í New York en að sama skapi getur verið auðvelt að týna sér. Aðsend Býr og vinnur með kærustunni Styrmir býr með kærustunni sinni Thelmu Mogensen og vinna þau saman að margmiðlunarverkefninu Untitled, 1970. „Hún er á sínu fyrsta ári í leiklist við Lee Strasberg skólann og við búum syðst á Manhattan. Hún sá um að stílisera verkefnið og fór einnig með hlutverk í verkinu.“ Untitled, 1970 er að sögn Styrmis í senn stuttmynd og leikrit. Verkið hefur verið í þróun síðastliðið ár og spratt í raun út frá því hve erfitt var að fá vinnu úti. „Þegar ég útskrifaðist þá byrjaði verkfall leiklistarstéttarinnar og handritshöfunda hér í Bandaríkjunum, þannig að öll framleiðsla fór í biðstöðu. Það var ekki mikla vinnu að fá og ég fékk þá flugu í hausinn að gera eigið verk. Ég hitti vinkonu mína Arantxa Ibarra sem er kvikmyndaleikstjóri og sagði henni ég að mig langaði að setja upp leiklistarsýningu sem væri í senn hálfgerð kvikmynd. Verkefnið væri um tvo herbergisfélaga og þeirra líf. Flutningurinn færi fram í íbúð en ekki á hefðbundnu sviði.“ Thelma Mogensen er kærasta Styrmis en hún fer með hlutverk í verkinu og sá sömuleiðis um að stílisera. Aðsend Kvikmynd og leikrit Lýsir Styrmir verkinu svona: „Áhorfendur ganga inn í íbúð í Brooklyn og setjast þar niður og horfa á bíómynd. Það fyrsta sem þau sjá er strákur í matvöruverslun að kaupa í matinn, hann labbar heim til sín, opnar hurðina og þá slokknar á skjánum og leikarinn labbar inn. Það er að segja allt sem gerist inn í íbúðinni er live en allt sem gerist fyrir utan er á skjá. Handritið var tilbúið í september, undirbúningur var í október, tökur í nóvember, klipping, eftirvinnsla og æfingar í desember og við opnuðum 13. janúar.“ Það voru um fimmtíu manns sem komu að verkinu í heild sinni. „Þetta er alþjóðlegur hópur ungs og upprennandi listafólks í New York. Mótleikarinn minn Charlie Jordan er breskur og Arantxa Ibarra leikstjóri frá Mexíkó. Mete Gultiken, kvikmyndatökumaður, og Paul-Lou Lemieux, framleiðandi, eru frá Frakklandi og Mariana Soares sem sá um leikmynd er frá Brasilíu.“ Hópurinn á góðri stundu við tökur. Aðsend Sýndu sextán sinnum fyrir troðfullum sal Í hópi leikari eru sem áður segir Thelma Mogensen, sem einnig sá um stíleseringu, Katja Minaev frá Austuríki og Rússlandi, Maria Sofia Hernandez frá Bandaríkjunum og Tomas Espinnoza frá Chile. Ásamt Styrmi og Thelmu komu tveir Íslendingar til viðbótar að verkefninu. Aron Guan sá um grafíska hönnun og Bjarki Sigurðarson sá um markaðssetningu. „Við sýndum verkið svo sextán sinnum fyrir troðfullum áhorfendahóp við góðar undirtektir,“ segir Styrmir og bætir við að sýningargestir hafi aðallega verið fólk úr kvikmynda, leikhús og tískusenunni. Meðal áhorfenda voru til dæmis John Gould Rubin leikstjóri og Phoeobe Gates, dóttir Bill og Melindu Gates.“ Fjölbreyttur hópur ungs fólks kom að verkefninu. Aðsend Leikstjórinn og sýningargesturinn John Gould Rubin stofnaði The Labyrinth Theatre Company, var giftur Julianne Moore og vann meðal annars með Philips Seymour Hofmann þegar þeir voru ungir. Hann gaf verkinu góða umsögn, þar sem hann segist hafa orðið agndofa yfir því. Sagði hann meðal annars: „Þetta er akkúrat týpan af leikhúsi sem ég elska. Það fær mig til að velta því fyrir mér hver ég er og af hverju ég er hér.“ Styrmir segir að viðtökurnar hafi farið vonum framar. „Nú er næsta verkefni að aðlaga söguna að kvikmyndahandriti og gera kvikmynd í fullri lengd,“ segir hann að lokum. Hér má finna nánari upplýsingar um sýninguna og hér má fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlinum Instagram. Íslendingar erlendis Leikhús Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Þetta er fjórða árið mitt hér í NYC. Síðastliðinn apríl útskrifaðist ég úr þriggja ára leiklistarnámi við Stella Adler Studio of Acting í New York. Síðan þá hef ég verið að vinna að margmiðlunarverkefninu Untitled, 1970,“ segir Styrmir og er þá að tala um sýninguna umræddu. Plakat fyrir Untitled, 1970. Aðsend Freistingar alls staðar Fyrir fimm árum var líf Styrmis þó allt öðruvísi. „Fyrir leiklistarnámið starfaði ég í ferðabransanum og var ég í hagfræði við Háskóla Íslands. Ég fór síðan út í skiptinám til Madison, Wisconsin. Þar skráði ég mig í leiklistar valáfanga og fattaði að ég var á vitlausri braut. Ég sótti svo um í skólum hér í NYC og the rest is history.“ Hann segir lífið úti mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. „Hér er mikill hraði, endalaus orka og freistingar alls staðar. Það er dýrt að gera allt. Þetta er auðvitað borg tækifæranna en að sama skapi er auðvelt að tapa sér.“ Að sögn Styrmis er mikið af tækifærum í New York en að sama skapi getur verið auðvelt að týna sér. Aðsend Býr og vinnur með kærustunni Styrmir býr með kærustunni sinni Thelmu Mogensen og vinna þau saman að margmiðlunarverkefninu Untitled, 1970. „Hún er á sínu fyrsta ári í leiklist við Lee Strasberg skólann og við búum syðst á Manhattan. Hún sá um að stílisera verkefnið og fór einnig með hlutverk í verkinu.“ Untitled, 1970 er að sögn Styrmis í senn stuttmynd og leikrit. Verkið hefur verið í þróun síðastliðið ár og spratt í raun út frá því hve erfitt var að fá vinnu úti. „Þegar ég útskrifaðist þá byrjaði verkfall leiklistarstéttarinnar og handritshöfunda hér í Bandaríkjunum, þannig að öll framleiðsla fór í biðstöðu. Það var ekki mikla vinnu að fá og ég fékk þá flugu í hausinn að gera eigið verk. Ég hitti vinkonu mína Arantxa Ibarra sem er kvikmyndaleikstjóri og sagði henni ég að mig langaði að setja upp leiklistarsýningu sem væri í senn hálfgerð kvikmynd. Verkefnið væri um tvo herbergisfélaga og þeirra líf. Flutningurinn færi fram í íbúð en ekki á hefðbundnu sviði.“ Thelma Mogensen er kærasta Styrmis en hún fer með hlutverk í verkinu og sá sömuleiðis um að stílisera. Aðsend Kvikmynd og leikrit Lýsir Styrmir verkinu svona: „Áhorfendur ganga inn í íbúð í Brooklyn og setjast þar niður og horfa á bíómynd. Það fyrsta sem þau sjá er strákur í matvöruverslun að kaupa í matinn, hann labbar heim til sín, opnar hurðina og þá slokknar á skjánum og leikarinn labbar inn. Það er að segja allt sem gerist inn í íbúðinni er live en allt sem gerist fyrir utan er á skjá. Handritið var tilbúið í september, undirbúningur var í október, tökur í nóvember, klipping, eftirvinnsla og æfingar í desember og við opnuðum 13. janúar.“ Það voru um fimmtíu manns sem komu að verkinu í heild sinni. „Þetta er alþjóðlegur hópur ungs og upprennandi listafólks í New York. Mótleikarinn minn Charlie Jordan er breskur og Arantxa Ibarra leikstjóri frá Mexíkó. Mete Gultiken, kvikmyndatökumaður, og Paul-Lou Lemieux, framleiðandi, eru frá Frakklandi og Mariana Soares sem sá um leikmynd er frá Brasilíu.“ Hópurinn á góðri stundu við tökur. Aðsend Sýndu sextán sinnum fyrir troðfullum sal Í hópi leikari eru sem áður segir Thelma Mogensen, sem einnig sá um stíleseringu, Katja Minaev frá Austuríki og Rússlandi, Maria Sofia Hernandez frá Bandaríkjunum og Tomas Espinnoza frá Chile. Ásamt Styrmi og Thelmu komu tveir Íslendingar til viðbótar að verkefninu. Aron Guan sá um grafíska hönnun og Bjarki Sigurðarson sá um markaðssetningu. „Við sýndum verkið svo sextán sinnum fyrir troðfullum áhorfendahóp við góðar undirtektir,“ segir Styrmir og bætir við að sýningargestir hafi aðallega verið fólk úr kvikmynda, leikhús og tískusenunni. Meðal áhorfenda voru til dæmis John Gould Rubin leikstjóri og Phoeobe Gates, dóttir Bill og Melindu Gates.“ Fjölbreyttur hópur ungs fólks kom að verkefninu. Aðsend Leikstjórinn og sýningargesturinn John Gould Rubin stofnaði The Labyrinth Theatre Company, var giftur Julianne Moore og vann meðal annars með Philips Seymour Hofmann þegar þeir voru ungir. Hann gaf verkinu góða umsögn, þar sem hann segist hafa orðið agndofa yfir því. Sagði hann meðal annars: „Þetta er akkúrat týpan af leikhúsi sem ég elska. Það fær mig til að velta því fyrir mér hver ég er og af hverju ég er hér.“ Styrmir segir að viðtökurnar hafi farið vonum framar. „Nú er næsta verkefni að aðlaga söguna að kvikmyndahandriti og gera kvikmynd í fullri lengd,“ segir hann að lokum. Hér má finna nánari upplýsingar um sýninguna og hér má fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Íslendingar erlendis Leikhús Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira