Mesta Íslandsmeistarapressan er á liðinu í níunda sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 11:01 Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Subway Körfuboltakvöld fór yfir það í síðasta þætti sínum á hverjum væri mesta Íslandsmeistarapressan nú þegar aðeins sex leikir eru eftir af deildarkeppninni. Sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson völdu báðir fimm lið, leikmenn eða þjálfara í Subway deild karla sem eru með mestu pressuna á sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Núna eru línurnar aðeins farnar að skýrast að einhverju leyti. Þá fer maður að pæla á hverjum er mest pressa að verða Íslandsmeistari. Ekki bara að komast í úrslitakeppnina eða ná einhverju sæti. Ég og Matti völdum fimm. Þú mátt velja leikmann, þjálfara eða lið,“ sagði Helgi Már Magnússon. Þeir félagar völdu listann sitt í hvoru lagi en voru engu að síður nokkuð sammála. Þar á meðal um það lið sem er með mesta Íslandsmeistarapressu á sér. Klippa: Körfuboltakvöld: Mesta Íslandsmeistarapressan í dag Áður en kom að tilkynna fyrsta sætið þá nefndu þeir DeAndre Kane og Big Baby hjá Grindavík, Keflavík, Finn Frey Stefánsson og stjórn Vals, Grafarvogsdrengina sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar, Arnar Guðjóns og Ægi/Anti combóið og aftur Finn og Kristófer sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar án Pavels Ermolinskij. Þegar kom að fyrsta sætinu þá stigu sérfræðingarnir aftur á móti í takt. Tindastóll er í níunda sæti deildarinnar og í raun fyrir utan úrslitakeppnina í dag en sérfræðingarnir eru samt harðir á því að Íslandsmeistarapressan sé mest á Sauðárkróki. „Fyrsta sætið hjá mér er Pavel og Keyshawn Woods. Þetta er fyrsta tímabilið sem Pavel fær nánast allan peninginn sem hann vill til að búa sér til lið. Það er augljóst að hann er nógu góður þjálfari og nógu góður mótivator. Hann veit allt um körfubolta en hvernig var leikmannavalið hjá honum,“ spurði Matthías Orri. Velur netagerðamaður Ameríkanana? „Hann endar á að velja bara leikmenn sem hann hefur spilað með eða þjálfað áður. Þekktar stærðir sem maður skilur alveg en það er eitthvað sem hefur vantað þarna. Það var góður Króksari sem sagði við mig um daginn, sérstaklega með að fá Keyshawn Woods í lokin, að það sé ekki gott þegar netagerðarmenn eru farnir að velja Ameríkanana. Hvað er til í því veit ég ekki,“ sagði Matthías. „Ég var með Tindastól líka. Auðvitað er pressa á þeim. Við erum búnir að tala um þetta margoft í vetur. Þetta er besta lið landsins finnst mér. Best mannað og þeir leggja mikið í það sem er vel. Ég vil að lið séu að keyra á þetta. Það fylgir því pressa að vera Íslandsmeistari og ég hefði sagt þetta þótt þeir væru ekki búnir að tapa leik í vetur,“ sagði Helgi Már. Með skotmark á bakinu „Burt séð frá stöðunni í deildinni akkúrat núna. Þetta er liðið sem er ríkjandi Íslandsmeistari og það er meira en að segja það að verja titilinn. Þú ert með ákveðið skotmark á bakinu og með Valsarana andandi ofan í hálsmálið á þér. Auðvitað er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi. „Þeir eru með alvöru aðdáendahóp og þetta er fólk sem krefst árangurs. Það er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi Már. Það má sjá alla umfjöllunina um Íslandsmeistarapressuna hér fyrir ofan. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Valur Keflavík ÍF UMF Grindavík Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson völdu báðir fimm lið, leikmenn eða þjálfara í Subway deild karla sem eru með mestu pressuna á sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Núna eru línurnar aðeins farnar að skýrast að einhverju leyti. Þá fer maður að pæla á hverjum er mest pressa að verða Íslandsmeistari. Ekki bara að komast í úrslitakeppnina eða ná einhverju sæti. Ég og Matti völdum fimm. Þú mátt velja leikmann, þjálfara eða lið,“ sagði Helgi Már Magnússon. Þeir félagar völdu listann sitt í hvoru lagi en voru engu að síður nokkuð sammála. Þar á meðal um það lið sem er með mesta Íslandsmeistarapressu á sér. Klippa: Körfuboltakvöld: Mesta Íslandsmeistarapressan í dag Áður en kom að tilkynna fyrsta sætið þá nefndu þeir DeAndre Kane og Big Baby hjá Grindavík, Keflavík, Finn Frey Stefánsson og stjórn Vals, Grafarvogsdrengina sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar, Arnar Guðjóns og Ægi/Anti combóið og aftur Finn og Kristófer sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar án Pavels Ermolinskij. Þegar kom að fyrsta sætinu þá stigu sérfræðingarnir aftur á móti í takt. Tindastóll er í níunda sæti deildarinnar og í raun fyrir utan úrslitakeppnina í dag en sérfræðingarnir eru samt harðir á því að Íslandsmeistarapressan sé mest á Sauðárkróki. „Fyrsta sætið hjá mér er Pavel og Keyshawn Woods. Þetta er fyrsta tímabilið sem Pavel fær nánast allan peninginn sem hann vill til að búa sér til lið. Það er augljóst að hann er nógu góður þjálfari og nógu góður mótivator. Hann veit allt um körfubolta en hvernig var leikmannavalið hjá honum,“ spurði Matthías Orri. Velur netagerðamaður Ameríkanana? „Hann endar á að velja bara leikmenn sem hann hefur spilað með eða þjálfað áður. Þekktar stærðir sem maður skilur alveg en það er eitthvað sem hefur vantað þarna. Það var góður Króksari sem sagði við mig um daginn, sérstaklega með að fá Keyshawn Woods í lokin, að það sé ekki gott þegar netagerðarmenn eru farnir að velja Ameríkanana. Hvað er til í því veit ég ekki,“ sagði Matthías. „Ég var með Tindastól líka. Auðvitað er pressa á þeim. Við erum búnir að tala um þetta margoft í vetur. Þetta er besta lið landsins finnst mér. Best mannað og þeir leggja mikið í það sem er vel. Ég vil að lið séu að keyra á þetta. Það fylgir því pressa að vera Íslandsmeistari og ég hefði sagt þetta þótt þeir væru ekki búnir að tapa leik í vetur,“ sagði Helgi Már. Með skotmark á bakinu „Burt séð frá stöðunni í deildinni akkúrat núna. Þetta er liðið sem er ríkjandi Íslandsmeistari og það er meira en að segja það að verja titilinn. Þú ert með ákveðið skotmark á bakinu og með Valsarana andandi ofan í hálsmálið á þér. Auðvitað er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi. „Þeir eru með alvöru aðdáendahóp og þetta er fólk sem krefst árangurs. Það er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi Már. Það má sjá alla umfjöllunina um Íslandsmeistarapressuna hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Valur Keflavík ÍF UMF Grindavík Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira