„Þetta er Þóra sem við þekkjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 13:01 Þóra Kristín Jónsdóttir í leiknum á móti Stjörnunni en til varnar er Stjörnukonan Ísold Sævarsdóttir. Visir/Diego Þóra Kristín Jónsdóttir átti mjög góðan leik þegar Haukakonur unnu öruggan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð A-hluta Subway deildar kvenna í körfubolta. Þóra Kristín fékk líka hrós í Subway Körfuboltakvöldi þar sem farið var yfir leikina í vikunni. Þóra var með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum en hún hitti úr 64 prósent skota sinna. Stjörnukonur réðu ekkert við Haukaliðið sem er að blómstra eftir að Ingvar Guðjónsson tók einn við liðinu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu frammistöðu Haukaliðsins í leiknum og þar fékk Þóra mesta hrósið. „Þóra, mín kona, var loksins komin með svægið sitt aftur. Hún var að spila á sínu getustigi,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Sendingarnar, hvernig hún sækir inn í vörnina og opnar fyrir aðrar. Hún var með 62 prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og 67 prósent nýtingu í þriggja. Hún er aðalleikstjórnandi landsliðsins og hún var bara að sýna það að hún er bara það mikið betri en nýliðinn,“ sagði Ólöf Helga. „Ég vil bara að Þóra haldi áfram því þetta finnst mér eðlilegar tölur fyrir hana,“ sagði Ólöf. „Við erum svolítið búin að sakna þessarar Þóru í vetur,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Hún hefur átt svona leiki inn á milli. Kannski ekki svona en góða leiki þar sem maður sér góðu gömlu Þóru. Við erum búin að ræða mikið þetta Kieru-Þóru samband inn á vellinum. Við vitum alveg hvað Þóra kann og getur,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að sjá svona tölur í hverjum einasta leik hjá henni en samt sem áður á hún ekki að vera tapa eins mikið af boltum og hún hefur verið að gera. Hún á ekki að vera að skora jafnlítið og allt þetta. Þetta er Þóra sem við þekkjum og við viljum hafa hana svona,“ sagði Hallveig. Það má sjá umfjöllunina um Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þóra sýndi sitt rétta andlit Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Þóra Kristín fékk líka hrós í Subway Körfuboltakvöldi þar sem farið var yfir leikina í vikunni. Þóra var með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum en hún hitti úr 64 prósent skota sinna. Stjörnukonur réðu ekkert við Haukaliðið sem er að blómstra eftir að Ingvar Guðjónsson tók einn við liðinu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu frammistöðu Haukaliðsins í leiknum og þar fékk Þóra mesta hrósið. „Þóra, mín kona, var loksins komin með svægið sitt aftur. Hún var að spila á sínu getustigi,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Sendingarnar, hvernig hún sækir inn í vörnina og opnar fyrir aðrar. Hún var með 62 prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og 67 prósent nýtingu í þriggja. Hún er aðalleikstjórnandi landsliðsins og hún var bara að sýna það að hún er bara það mikið betri en nýliðinn,“ sagði Ólöf Helga. „Ég vil bara að Þóra haldi áfram því þetta finnst mér eðlilegar tölur fyrir hana,“ sagði Ólöf. „Við erum svolítið búin að sakna þessarar Þóru í vetur,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Hún hefur átt svona leiki inn á milli. Kannski ekki svona en góða leiki þar sem maður sér góðu gömlu Þóru. Við erum búin að ræða mikið þetta Kieru-Þóru samband inn á vellinum. Við vitum alveg hvað Þóra kann og getur,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að sjá svona tölur í hverjum einasta leik hjá henni en samt sem áður á hún ekki að vera tapa eins mikið af boltum og hún hefur verið að gera. Hún á ekki að vera að skora jafnlítið og allt þetta. Þetta er Þóra sem við þekkjum og við viljum hafa hana svona,“ sagði Hallveig. Það má sjá umfjöllunina um Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þóra sýndi sitt rétta andlit
Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti