Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Úr atriði Windows95man. Eurovision Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum. Um helgina fór Uuden Musiikin Kilpailu-söngvakeppnin fram í Finnlandi en keppnin er undankeppni Finna fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Buxnalaus og alveg sama Finnar eru ekki alltaf á þeim buxunum að senda út hefðbundið atriði, í raun ákváðu þeir að vera ekki í neinum buxum þar sem Windows95man er á brókinni fyrstu tvær mínútur atriðisins. Windows95man er persóna listamannsins og plötusnúðarins Teemu Keisteri og klæðist, auk brókarinnar sem rætt var um hér á undan, derhúfu og stuttermabol sem bæði eru með merki stýrikerfisins Windows 95 sem var á sínum tíma gríðarlega vinsælt. Lagið heitir „No Rules!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Engar reglur!“ og fjallar um Windows95man sjálfan og einu regluna í hans lífi, sem er að það eru engar reglur. Honum er sama hvað öðrum finnst, hvað er rétt og rangt, heldur lifir hann sínu lífi eins og honum sýnist. Stjörnuljósareipi Með Windows95man í atriðinu er söngvarinn Henri Piispanen sem sér um að syngja viðlagið. Hann er ekki jafn léttklæddur og félagi sinn, hann er klæddur í gallajakka, gallaskyrtu og gallastuttbuxur. Og já, Windows95man byrjar atriðið inni í gallaeggi. Undir lok atriðisins birtast annað par af gallastuttbuxum í loftinu og sígur niður þar sem Windows95man stendur. Hann klæðir sig í stuttbuxurnar og reipið sem þeir sigu niður í verða að stjörnuljósum. Windows95man stígur þá trylltan dans og endar atriðið í aðeins meiri fatnaði en hann hóf atriðið í, sem er öfugt við það sem á sér oft stað í Eurovision, það er að keppendur fækki fötum á sviðinu. Tónlist Finnland Eurovision Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Um helgina fór Uuden Musiikin Kilpailu-söngvakeppnin fram í Finnlandi en keppnin er undankeppni Finna fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Buxnalaus og alveg sama Finnar eru ekki alltaf á þeim buxunum að senda út hefðbundið atriði, í raun ákváðu þeir að vera ekki í neinum buxum þar sem Windows95man er á brókinni fyrstu tvær mínútur atriðisins. Windows95man er persóna listamannsins og plötusnúðarins Teemu Keisteri og klæðist, auk brókarinnar sem rætt var um hér á undan, derhúfu og stuttermabol sem bæði eru með merki stýrikerfisins Windows 95 sem var á sínum tíma gríðarlega vinsælt. Lagið heitir „No Rules!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Engar reglur!“ og fjallar um Windows95man sjálfan og einu regluna í hans lífi, sem er að það eru engar reglur. Honum er sama hvað öðrum finnst, hvað er rétt og rangt, heldur lifir hann sínu lífi eins og honum sýnist. Stjörnuljósareipi Með Windows95man í atriðinu er söngvarinn Henri Piispanen sem sér um að syngja viðlagið. Hann er ekki jafn léttklæddur og félagi sinn, hann er klæddur í gallajakka, gallaskyrtu og gallastuttbuxur. Og já, Windows95man byrjar atriðið inni í gallaeggi. Undir lok atriðisins birtast annað par af gallastuttbuxum í loftinu og sígur niður þar sem Windows95man stendur. Hann klæðir sig í stuttbuxurnar og reipið sem þeir sigu niður í verða að stjörnuljósum. Windows95man stígur þá trylltan dans og endar atriðið í aðeins meiri fatnaði en hann hóf atriðið í, sem er öfugt við það sem á sér oft stað í Eurovision, það er að keppendur fækki fötum á sviðinu.
Tónlist Finnland Eurovision Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira