KSÍ ræður lögmann í slaginn við ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 15:06 KSÍ hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017, en fékk áður styrk vegna afmarkaðra verkefna, til að mynda vegna A-landsliðs kvenna. vísir/Diego Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins. KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“ KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“
KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30
„Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30