Fækka heimsóknum á spítalann með appi í símanum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. febrúar 2024 15:47 Margrét Björk og samstarfskona hennar, Anna Margrét, fluttu erindi um samstarfið á ráðstefnu á Hilton fyrr í mánuðinum. Íbúum á Suðurlandi hefur síðustu misseri staðið til boða að nýta nýja lausn til fjarheilbrigðisþjónustu. Margrét Björk Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, segir að eftir að tæknin var innleidd hafi vitjunum fækkað og starfsfólk getað nýtt tíma sinn betur. „Við þurftum svo að bíða dálítið eftir leyfi frá landlæknisembættinu en það kom svo í mars árið 2023. Þá kom fyrsti skjólstæðingurinn inn í þetta,“ segir Margrét Björk. HSU gerði samstarfssamning við Öryggismiðstöðina árið 2022 um að prófa þessa nýju tækni. Í kjölfarið fengu nokkrir starfsmenn þjálfun. Hún segir að skjólstæðingarnir hafi allir verið valdir úr heimaþjónustu og hjúkrun. Til að byrja með hafi þeir allir verið með hjartabilun og úr sjúklingahópi sem starfsmennirnir hafi vel þekkt til. „Þau mæla sig sjálf heima og mælingin flyst með Bluetooth í appið. Þetta er svo allt skráð í appið sem þau þurfa að skrá sig inn í með rafrænum skilríkjum,“ segir Margrét Björk og að það geri líka heilbrigðisstarfsfólkið til að skoða niðurstöðurnar. Með því að skrá mælingar reglulega heima fækkar vitjunum auk þess sem hægt er að grípa inn í áður en staðan verður of alvarleg.Vísir/Vilhelm „Þá sjáum við allar mælingarnar um leið og þau mæla sig,“ segir Margrét Björk og að þau sem hafi notað appið og mælana hafi á sama tíma orðið miklu virkari í því að fylgjast með eigin heilsu. „Þau eru miklu meðvitaðri um það hvað er að valda hækkunum,“ segir hún og að þjónustuna auki öryggi sjúklinga og viðbragðstíma starfsfólks ami eitthvað að. Tryggir öryggi sjúklinga Margrét Björk segir að til að byrja með mæli fólk sig alla daga. Þannig fáist upplýsingar sem hægt er að miða við og svo út frá því er ákveðið hversu oft þarf að mæla í viku. „Þetta hefur fækkað þeim vitjunum sem við þurfum að fara. Við þurfum ekki að fara heim til fólks lengur einungis til að fá eðlilega mælingu,“ segir Margrét Björk og að í stað þess sé manneskja sem fylgist með mælingunum í rauntíma á spítalanum. „Við erum að grípa fólk fyrr, áður en það þarf að fara á bráðamóttöku eða leggjast inn á sjúkrahús. Við erum að reyna að grípa inn í áður en það verður svo slæmt,“ segir Margrét Björk. Hún segir að þetta tryggi meira öryggi fyrir sjúklinga og betri þjónustu. „Ef einhver mælir sig allt í einu ekki, sem gerir það annars daglega, þá hringjum við og athugum hvort það sé í lagi með viðkomandi. Við getum líka sent skilaboð í gegnum kerfið.“ Fyrst var appið innleitt í vinnu starfsfólks á Selfossi en núna er starfsfólk í Vestmannaeyjum einnig að nota appið með sjúklingum sínum. Vísir/Vilhelm Margrét Björk segir að þau hafi óttast til að byrja með að innleiðingin yrði erfið því fólk þarf að nota snjalltæki og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Það hafi svo alls ekki verið vandamál. „Það eru flestir komnir með tæki í dag. Fólk er með sín eigin tæki og kann betur á þau,“ segir hún og að í Noregi, þar sem þessi tækni sé enn nýtt, hafi fólki verið gefinn iPad til að byrja með. Hún hafi ekki séð þörf á því hér og hafi frekar séð mikla kosti við það að vera með appið í símanum þar sem fólk samþykkir aðgang í rafræn skilríki á sama stað. Draumur í dreifbýli Margrét Björk að þeirra draumur sé að geta nýtt þessa tækni fyrir fólk sem býr langt í burtu. Þau hafi byrjað á Selfossi en svo hafi bæst við fólk í Vestmannaeyjum sem sé með mæla. Alls eru fjórtán skráðir í þjónustuna á Selfossi og tíu í Vestmannaeyjum. Hún segir þjónustuna fyrir fólk á öllum aldri. „Það þarf svo enginn að vera í þessu endalaust. Það er hægt að vera í þessu tímabundið á meðan fólk er til dæmis að skipta um lyf,“ segir Margrét Björk. Spurð af hverju þær hafi farið í þetta segir Margrét Björk að hugmyndin hafi komið út frá heimaspítalanum sem byrjaði á HSU árið 2022. Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er þar líka að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús. „Það er hægt að fá miklu fleiri mælingar í gegnum þetta. Þannig við sjáum alveg fyrir okkur í framtíðinni að geta fylgst með öðrum hópum eins og fólki með sykursýki eða fólki í ofþyngd. Fólk þyrfti þá ekki að koma eins oft á heilsugæslustöðina,“ segir Margrét Björk. „Það er betra að byrja smátt og útvíkka það svo.“ Heilbrigðismál Tækni Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Stafræn þróun Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. 28. október 2023 13:00 Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. 9. maí 2023 14:01 Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. 1. apríl 2023 14:03 Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. 13. mars 2023 20:09 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
„Við þurftum svo að bíða dálítið eftir leyfi frá landlæknisembættinu en það kom svo í mars árið 2023. Þá kom fyrsti skjólstæðingurinn inn í þetta,“ segir Margrét Björk. HSU gerði samstarfssamning við Öryggismiðstöðina árið 2022 um að prófa þessa nýju tækni. Í kjölfarið fengu nokkrir starfsmenn þjálfun. Hún segir að skjólstæðingarnir hafi allir verið valdir úr heimaþjónustu og hjúkrun. Til að byrja með hafi þeir allir verið með hjartabilun og úr sjúklingahópi sem starfsmennirnir hafi vel þekkt til. „Þau mæla sig sjálf heima og mælingin flyst með Bluetooth í appið. Þetta er svo allt skráð í appið sem þau þurfa að skrá sig inn í með rafrænum skilríkjum,“ segir Margrét Björk og að það geri líka heilbrigðisstarfsfólkið til að skoða niðurstöðurnar. Með því að skrá mælingar reglulega heima fækkar vitjunum auk þess sem hægt er að grípa inn í áður en staðan verður of alvarleg.Vísir/Vilhelm „Þá sjáum við allar mælingarnar um leið og þau mæla sig,“ segir Margrét Björk og að þau sem hafi notað appið og mælana hafi á sama tíma orðið miklu virkari í því að fylgjast með eigin heilsu. „Þau eru miklu meðvitaðri um það hvað er að valda hækkunum,“ segir hún og að þjónustuna auki öryggi sjúklinga og viðbragðstíma starfsfólks ami eitthvað að. Tryggir öryggi sjúklinga Margrét Björk segir að til að byrja með mæli fólk sig alla daga. Þannig fáist upplýsingar sem hægt er að miða við og svo út frá því er ákveðið hversu oft þarf að mæla í viku. „Þetta hefur fækkað þeim vitjunum sem við þurfum að fara. Við þurfum ekki að fara heim til fólks lengur einungis til að fá eðlilega mælingu,“ segir Margrét Björk og að í stað þess sé manneskja sem fylgist með mælingunum í rauntíma á spítalanum. „Við erum að grípa fólk fyrr, áður en það þarf að fara á bráðamóttöku eða leggjast inn á sjúkrahús. Við erum að reyna að grípa inn í áður en það verður svo slæmt,“ segir Margrét Björk. Hún segir að þetta tryggi meira öryggi fyrir sjúklinga og betri þjónustu. „Ef einhver mælir sig allt í einu ekki, sem gerir það annars daglega, þá hringjum við og athugum hvort það sé í lagi með viðkomandi. Við getum líka sent skilaboð í gegnum kerfið.“ Fyrst var appið innleitt í vinnu starfsfólks á Selfossi en núna er starfsfólk í Vestmannaeyjum einnig að nota appið með sjúklingum sínum. Vísir/Vilhelm Margrét Björk segir að þau hafi óttast til að byrja með að innleiðingin yrði erfið því fólk þarf að nota snjalltæki og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Það hafi svo alls ekki verið vandamál. „Það eru flestir komnir með tæki í dag. Fólk er með sín eigin tæki og kann betur á þau,“ segir hún og að í Noregi, þar sem þessi tækni sé enn nýtt, hafi fólki verið gefinn iPad til að byrja með. Hún hafi ekki séð þörf á því hér og hafi frekar séð mikla kosti við það að vera með appið í símanum þar sem fólk samþykkir aðgang í rafræn skilríki á sama stað. Draumur í dreifbýli Margrét Björk að þeirra draumur sé að geta nýtt þessa tækni fyrir fólk sem býr langt í burtu. Þau hafi byrjað á Selfossi en svo hafi bæst við fólk í Vestmannaeyjum sem sé með mæla. Alls eru fjórtán skráðir í þjónustuna á Selfossi og tíu í Vestmannaeyjum. Hún segir þjónustuna fyrir fólk á öllum aldri. „Það þarf svo enginn að vera í þessu endalaust. Það er hægt að vera í þessu tímabundið á meðan fólk er til dæmis að skipta um lyf,“ segir Margrét Björk. Spurð af hverju þær hafi farið í þetta segir Margrét Björk að hugmyndin hafi komið út frá heimaspítalanum sem byrjaði á HSU árið 2022. Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er þar líka að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús. „Það er hægt að fá miklu fleiri mælingar í gegnum þetta. Þannig við sjáum alveg fyrir okkur í framtíðinni að geta fylgst með öðrum hópum eins og fólki með sykursýki eða fólki í ofþyngd. Fólk þyrfti þá ekki að koma eins oft á heilsugæslustöðina,“ segir Margrét Björk. „Það er betra að byrja smátt og útvíkka það svo.“
Heilbrigðismál Tækni Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Stafræn þróun Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. 28. október 2023 13:00 Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. 9. maí 2023 14:01 Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. 1. apríl 2023 14:03 Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. 13. mars 2023 20:09 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. 28. október 2023 13:00
Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. 9. maí 2023 14:01
Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. 1. apríl 2023 14:03
Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. 13. mars 2023 20:09