Endurgalt traustið með bombu innan vallar Aron Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2024 08:00 Arnór Snær Óskarsson er byrjaður að láta til sína taka hjá Gummersbach þar sem að hann spilar undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Mynd: Gummersbach Eftir mánuði þjakaða af litlum spilatíma á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku, minnti handboltamaðurinn Arnór Snær Óskarsson rækilega á sig í fyrsta leik sínum með Íslendingaliði Gummersbach á dögunum í þýsku úrvalsdeildinni. Arnór Snær var, í síðustu viku, fenginn á láni til Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni út yfirstandandi tímabil frá Rhein Neckar-Löwen sem spilar í sömu deild. „Það var þarna á einum tímapunkti í janúar fyrr á þessu ári sem umboðsmaðurinn minn heyrir í mér og spyr mig hvernig mér líður hjá Löwen og allt það. Hann lætur mig svo vita af því að Gummersbach vildi fá mig á láni,“ segir Arnór Snær í samtali við Vísi. „Ég þurfti nú aðeins að hugsa mig um þegar að ég fékk þær fréttir. Vegna þess að mér leið bara rosalega vel í Löwen þrátt fyrir að ég væri að spila minna en ég bjóst við. Ég vissi svo sem að fyrsta ár mitt í atvinnumennskunni færi mikið í að læra. Svo er Tobias Reichmann fenginn inn til liðsins í upphafi árs og þá erum við í rauninni orðnir fimm leikmenn að berjast um sömu stöður.“ Frammistaða Arnórs Snæs hér heima með meistaraliði Vals sá til þess að Rhein Neckar-Löwen sótti hann þaðan.Twitter@RNLoewen Þá fór ég að hugsa hvort þetta væri kannski bara réttur tími til þess að fara á láni. Hvort það væri í raun ekki bara gott fyrir báða aðila. Ég talaði við þjálfarann minn hjá Löwen. Hann vildi aðeins bíða og sjá hvernig Patrick Groetzki kæmi til baka úr meiðslum og Niclas Kirkelokke kæmi inn eftir EM. Svo sjáum við það eiginlega bara báðir að þessi lánssamningur væri góður fyrir báða aðila. Ég fengi tækifæri til þess að sýna mig meira í þýsku deildinni og Löwen fengi að sama skapi að sjá mig spila.“ Engin eftirsjá með fyrsta skrefið Þú hefur ekkert verið farinn að sjá eftir því að hafa samið við Rein Neckar-Löwen á sínum tíma í ljósi lítils spilatíma? „Auðvitað vill maður alltaf spila en svo er liðið bara með frábæra leikmenn á mála hjá sér. Groetzki er frábær í horninu og bæði Kirkelokke og Jon Lindenchrone hafa verið að spila frábærlega. Það er rosalega erfitt að vera eitthvað að fara kvarta í þessari stöðu. Maður reyndi bara að nýta öll tækifærin, sem maður fékk á æfingum sem og innan vallar í leikjum liðsins, til þess að reyna vinna sig meira inn í liðið. Auðvitað er það erfitt þegar að aðrir eru að spila frábærlega. Maður reyndi bara að vera þolinmóður og beið þangað til að sitt tækifæri kæmi. Svo þegar að það kemur svona tækifæri, að skipta yfir til Gummersbach og við erum orðnir fimm þarna í sömu stöðu hjá Löwen, þá er kannski bara fínt að skipta aðeins um umhverfi, prófa að spila meira og sýna sig fyrir öðrum.“ Ætla má að vaskleg framganga Arnórs Snæs með Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili hafi varpað miklu kastljósi á hann frá liðum erlendis frá. vísir/Diego Guðjón Valur hafði mikið að segja Og væntanlega stór jákvæður punktur í þessum skiptum að vera fara í lið sem er með íslenskan þjálfara eins og Guðjón Val Sigurðsson? „Það hjálpar rosalega mikið af hafa íslenskan þjálfara, hvert sem maður fer. Við erum búnir að tala mikið saman og hann hefur hjálpað mér gríðarlega mikið við að koma mér inn í hlutina hér fljótt og örugglega. Það spilaði mikið inn í þessi skipti mín að Guðjón Valur er hérna sem þjálfari.“ Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.vísir/Getty Skipti Arnórs áttu sér stað með smá aðdraganda en hann þurfti þó að hafa hraðar hendur þegar að þau loks fóru í gegn. „Ég fór til Póllands með Löwen að keppa í Evrópukeppninni. Við komum til baka til Þýskalands á miðvikudeginum í síðustu viku, ég keyri beint til Gummersbach daginn eftir og næ þremur æfingum áður en haldið er í leikinn gegn Leipzig núna á mánudaginn síðastliðinn.“ Byrjar á bombu En það var ekki að sjá að Arnór væri að læra inn á nýju liðsfélaga sína og leikkerfi sett upp af þjálfara liðsins, Guðjóni Val Sigurðssyni. Arnór fór á kostum í leiknum sem var gegn öðru Íslendingaliði, Leipzig sem þjálfað er af Rúnari Sigtryggssyni. Leikurinn endaði með eins marks sigri Gummersbach. Arnór skoraði sex af mörkum liðsins og gaf tvær stoðsendingar. Þessir fyrstu dagar þínir í Gummersbach ganga eins og í sögu. „Já. Þetta hefur gengið bara ótrúlega vel. Strákarnir eru bara virkilega skemmtilegir og hafa hjálpað mér mikið við að komast inn í kerfin. Svo reynir maður bara að koma sér inn í flæðið með liðinu, leyfir leiknum að koma til sín og þá er þetta fljótt að gerast. Þetta snýst bara um þolinmæði og ró. Byrjunin mjög góð í fyrsta leik þínum með liðinu. Hvernig var að halda inn á völlinn í treyju Gummersbach? „Það var smá stress í manni fyrst. Ég get alveg viðurkennt það. Maður vildi ólmur sýna sig fyrir öllum en á sama tíma ekki gera of mikið í byrjun. Svo þegar að maður nær að láta þetta koma til sín, skorar úr fyrsta skotinu, þá einhvern veginn fer allt stress frá manni, maður verður tíu kílóum léttari og liðsfélagarnir spiluðu virkilega vel upp á mig. Ég var heppinn með þennan leik. Bara ógeðslega gaman. Þetta var skemmtilegur leikur, bæði fyrir áhorfendur og mig. Að byrja á svona spennandi leik og vinna síðan. Ógeðslega skemmtilegt.“ Góður þjálfari með skýra sýn Sem fyrr segir er Guðjón Valur Sigurðsson, íslensk handboltagoðsögn, þjálfari Gummersbach. Við Íslendingar þekkjum hann vel sem leikmann en hvernig þjálfari er Guðjón Valur að mati Arnórs Snæs? „Hann er góður þjálfari, agaður með skýra sýn og nær að draga það besta fram í mönnum. Það er alveg ljóst að leikmenn eru til í að berjast fyrir hann og hann gefur leikmönnum einnig oft á tíðum tækifæri á að taka stjórnina. Hann er bara virkilega flottur.“ Guðjón Valur Sigurðsson ræðir við leikmenn sína á æfingu Gummersbach.mynd/@vflgummersbach Er hann mikill maður á mann þjálfari? „Já, bæði í hóp og svo tekur hann menn til hliðar ef hann vill fara yfir eitthvað sérstakt með þeim.“ Lét nægja að tuða í pabba Eftir lítinn spilatíma á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku hefði margur skilið það ef Arnór Snær væri ósáttur. Hann er hins vegar með skýra sýn á sinni vegferð. Var auðvitað ekki, líkt og allir aðrir leikmenn myndu vera, sáttur með að spila lítið en kýs að horfa á stóru myndina. „Löwen er stórt félag, þrátt fyrir að hafa að einhverju leiti verið að ganga í gegnum smá lægð. Maður var ekkert að fara labba inn í þetta lið og spila fjörutíu og fimm til sextíu mínútur í hverjum leik. Við vorum búnir að ræða þetta, ég og þjálfarinn, hvernig þetta yrði. Ég var því alveg pollrólegur yfir stöðunni. Auðvitað verður maður pirraður þegar að maður er ekki að spila, fer að tuða í pabba og svona, en svo verður maður bara að vera rólegur. Þetta er bara fyrsta árið í atvinnumennsku. Maður þarf að læra inn á þetta og taka eitt skref í einu.“ Handboltinn er Arnóri í blóð borinn. Faðir hans er Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals sem einnig er aðstoðarmaður Snorra Steins Guðjónssonar með íslenska landsliðiðVísir/Einar Lærdómsríkur tími En hvernig hefur bara verið að fóta sig í þýsku samfélagi? „Þetta er búið að vera öðruvísi upplifun. Maður er að búa í fyrsta skipti einn, kaupa inn í matinn, reyna að elda og allt fram eftir þeim götunum. Maður er hins vegar kannski ekki sá duglegasti í því að elda. Þetta er búin að vera mjög lærdómsríkur tími til þessa. Skemmtilegt og gaman að prófa sig áfram í þessu þó svo að á sama tíma sakni maður kærustunnar og fjölskyldunnar heima. Þau eru dugleg að hvetja mann áfram.“ Sá yngri líka á leið út Yngri bróðir Arnórs, Benedikt Gunnar, er á leið út í atvinnumennsku í fyrsta sinn eftir yfirstandandi tímabil eftir að hafa samið við norska stórliðið Kolstad og mun Arnór geta gefið honum góð ráð hvernig á að fóta sig. „Við heyrumst reglulega og ég mun pottþétt reyna að gefa honum einhverja punkta. Gauka kannski að honum einhverjum uppskriftum þegar líður á,“ svarar Arnór hlægjandi. „Hann á eftir að plumma sig vel þarna úti í Noregi og er með Sigvalda Björn með sér í Kolstad. Þetta verður bara gaman hjá honum.“ En hvernig lítur Arnór Snær á restina af yfirstandandi tímabili hjá Gummersbach og komandi skref í atvinnumennskunni? „Nú er bara að gleyma fyrsta leik með Gummersbach, mæta af fullum krafti í þann næsta og reyna gera eins vel. Leyfa þessu að koma til sín, vinna leiki og reyna njóta þess að spila. Spila eins mikið og ég get og styrkja mig í leiðinni. Gummersbach er ekki í Evrópukeppni eins og Löwen. Ég get því farið meir í lyftingarsalinn. Svo er það bara að klára lánssamninginn hér og mæta aftur til Löwen eftir tímabilið.“ Þýski handboltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Sjá meira
Arnór Snær var, í síðustu viku, fenginn á láni til Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni út yfirstandandi tímabil frá Rhein Neckar-Löwen sem spilar í sömu deild. „Það var þarna á einum tímapunkti í janúar fyrr á þessu ári sem umboðsmaðurinn minn heyrir í mér og spyr mig hvernig mér líður hjá Löwen og allt það. Hann lætur mig svo vita af því að Gummersbach vildi fá mig á láni,“ segir Arnór Snær í samtali við Vísi. „Ég þurfti nú aðeins að hugsa mig um þegar að ég fékk þær fréttir. Vegna þess að mér leið bara rosalega vel í Löwen þrátt fyrir að ég væri að spila minna en ég bjóst við. Ég vissi svo sem að fyrsta ár mitt í atvinnumennskunni færi mikið í að læra. Svo er Tobias Reichmann fenginn inn til liðsins í upphafi árs og þá erum við í rauninni orðnir fimm leikmenn að berjast um sömu stöður.“ Frammistaða Arnórs Snæs hér heima með meistaraliði Vals sá til þess að Rhein Neckar-Löwen sótti hann þaðan.Twitter@RNLoewen Þá fór ég að hugsa hvort þetta væri kannski bara réttur tími til þess að fara á láni. Hvort það væri í raun ekki bara gott fyrir báða aðila. Ég talaði við þjálfarann minn hjá Löwen. Hann vildi aðeins bíða og sjá hvernig Patrick Groetzki kæmi til baka úr meiðslum og Niclas Kirkelokke kæmi inn eftir EM. Svo sjáum við það eiginlega bara báðir að þessi lánssamningur væri góður fyrir báða aðila. Ég fengi tækifæri til þess að sýna mig meira í þýsku deildinni og Löwen fengi að sama skapi að sjá mig spila.“ Engin eftirsjá með fyrsta skrefið Þú hefur ekkert verið farinn að sjá eftir því að hafa samið við Rein Neckar-Löwen á sínum tíma í ljósi lítils spilatíma? „Auðvitað vill maður alltaf spila en svo er liðið bara með frábæra leikmenn á mála hjá sér. Groetzki er frábær í horninu og bæði Kirkelokke og Jon Lindenchrone hafa verið að spila frábærlega. Það er rosalega erfitt að vera eitthvað að fara kvarta í þessari stöðu. Maður reyndi bara að nýta öll tækifærin, sem maður fékk á æfingum sem og innan vallar í leikjum liðsins, til þess að reyna vinna sig meira inn í liðið. Auðvitað er það erfitt þegar að aðrir eru að spila frábærlega. Maður reyndi bara að vera þolinmóður og beið þangað til að sitt tækifæri kæmi. Svo þegar að það kemur svona tækifæri, að skipta yfir til Gummersbach og við erum orðnir fimm þarna í sömu stöðu hjá Löwen, þá er kannski bara fínt að skipta aðeins um umhverfi, prófa að spila meira og sýna sig fyrir öðrum.“ Ætla má að vaskleg framganga Arnórs Snæs með Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili hafi varpað miklu kastljósi á hann frá liðum erlendis frá. vísir/Diego Guðjón Valur hafði mikið að segja Og væntanlega stór jákvæður punktur í þessum skiptum að vera fara í lið sem er með íslenskan þjálfara eins og Guðjón Val Sigurðsson? „Það hjálpar rosalega mikið af hafa íslenskan þjálfara, hvert sem maður fer. Við erum búnir að tala mikið saman og hann hefur hjálpað mér gríðarlega mikið við að koma mér inn í hlutina hér fljótt og örugglega. Það spilaði mikið inn í þessi skipti mín að Guðjón Valur er hérna sem þjálfari.“ Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.vísir/Getty Skipti Arnórs áttu sér stað með smá aðdraganda en hann þurfti þó að hafa hraðar hendur þegar að þau loks fóru í gegn. „Ég fór til Póllands með Löwen að keppa í Evrópukeppninni. Við komum til baka til Þýskalands á miðvikudeginum í síðustu viku, ég keyri beint til Gummersbach daginn eftir og næ þremur æfingum áður en haldið er í leikinn gegn Leipzig núna á mánudaginn síðastliðinn.“ Byrjar á bombu En það var ekki að sjá að Arnór væri að læra inn á nýju liðsfélaga sína og leikkerfi sett upp af þjálfara liðsins, Guðjóni Val Sigurðssyni. Arnór fór á kostum í leiknum sem var gegn öðru Íslendingaliði, Leipzig sem þjálfað er af Rúnari Sigtryggssyni. Leikurinn endaði með eins marks sigri Gummersbach. Arnór skoraði sex af mörkum liðsins og gaf tvær stoðsendingar. Þessir fyrstu dagar þínir í Gummersbach ganga eins og í sögu. „Já. Þetta hefur gengið bara ótrúlega vel. Strákarnir eru bara virkilega skemmtilegir og hafa hjálpað mér mikið við að komast inn í kerfin. Svo reynir maður bara að koma sér inn í flæðið með liðinu, leyfir leiknum að koma til sín og þá er þetta fljótt að gerast. Þetta snýst bara um þolinmæði og ró. Byrjunin mjög góð í fyrsta leik þínum með liðinu. Hvernig var að halda inn á völlinn í treyju Gummersbach? „Það var smá stress í manni fyrst. Ég get alveg viðurkennt það. Maður vildi ólmur sýna sig fyrir öllum en á sama tíma ekki gera of mikið í byrjun. Svo þegar að maður nær að láta þetta koma til sín, skorar úr fyrsta skotinu, þá einhvern veginn fer allt stress frá manni, maður verður tíu kílóum léttari og liðsfélagarnir spiluðu virkilega vel upp á mig. Ég var heppinn með þennan leik. Bara ógeðslega gaman. Þetta var skemmtilegur leikur, bæði fyrir áhorfendur og mig. Að byrja á svona spennandi leik og vinna síðan. Ógeðslega skemmtilegt.“ Góður þjálfari með skýra sýn Sem fyrr segir er Guðjón Valur Sigurðsson, íslensk handboltagoðsögn, þjálfari Gummersbach. Við Íslendingar þekkjum hann vel sem leikmann en hvernig þjálfari er Guðjón Valur að mati Arnórs Snæs? „Hann er góður þjálfari, agaður með skýra sýn og nær að draga það besta fram í mönnum. Það er alveg ljóst að leikmenn eru til í að berjast fyrir hann og hann gefur leikmönnum einnig oft á tíðum tækifæri á að taka stjórnina. Hann er bara virkilega flottur.“ Guðjón Valur Sigurðsson ræðir við leikmenn sína á æfingu Gummersbach.mynd/@vflgummersbach Er hann mikill maður á mann þjálfari? „Já, bæði í hóp og svo tekur hann menn til hliðar ef hann vill fara yfir eitthvað sérstakt með þeim.“ Lét nægja að tuða í pabba Eftir lítinn spilatíma á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku hefði margur skilið það ef Arnór Snær væri ósáttur. Hann er hins vegar með skýra sýn á sinni vegferð. Var auðvitað ekki, líkt og allir aðrir leikmenn myndu vera, sáttur með að spila lítið en kýs að horfa á stóru myndina. „Löwen er stórt félag, þrátt fyrir að hafa að einhverju leiti verið að ganga í gegnum smá lægð. Maður var ekkert að fara labba inn í þetta lið og spila fjörutíu og fimm til sextíu mínútur í hverjum leik. Við vorum búnir að ræða þetta, ég og þjálfarinn, hvernig þetta yrði. Ég var því alveg pollrólegur yfir stöðunni. Auðvitað verður maður pirraður þegar að maður er ekki að spila, fer að tuða í pabba og svona, en svo verður maður bara að vera rólegur. Þetta er bara fyrsta árið í atvinnumennsku. Maður þarf að læra inn á þetta og taka eitt skref í einu.“ Handboltinn er Arnóri í blóð borinn. Faðir hans er Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals sem einnig er aðstoðarmaður Snorra Steins Guðjónssonar með íslenska landsliðiðVísir/Einar Lærdómsríkur tími En hvernig hefur bara verið að fóta sig í þýsku samfélagi? „Þetta er búið að vera öðruvísi upplifun. Maður er að búa í fyrsta skipti einn, kaupa inn í matinn, reyna að elda og allt fram eftir þeim götunum. Maður er hins vegar kannski ekki sá duglegasti í því að elda. Þetta er búin að vera mjög lærdómsríkur tími til þessa. Skemmtilegt og gaman að prófa sig áfram í þessu þó svo að á sama tíma sakni maður kærustunnar og fjölskyldunnar heima. Þau eru dugleg að hvetja mann áfram.“ Sá yngri líka á leið út Yngri bróðir Arnórs, Benedikt Gunnar, er á leið út í atvinnumennsku í fyrsta sinn eftir yfirstandandi tímabil eftir að hafa samið við norska stórliðið Kolstad og mun Arnór geta gefið honum góð ráð hvernig á að fóta sig. „Við heyrumst reglulega og ég mun pottþétt reyna að gefa honum einhverja punkta. Gauka kannski að honum einhverjum uppskriftum þegar líður á,“ svarar Arnór hlægjandi. „Hann á eftir að plumma sig vel þarna úti í Noregi og er með Sigvalda Björn með sér í Kolstad. Þetta verður bara gaman hjá honum.“ En hvernig lítur Arnór Snær á restina af yfirstandandi tímabili hjá Gummersbach og komandi skref í atvinnumennskunni? „Nú er bara að gleyma fyrsta leik með Gummersbach, mæta af fullum krafti í þann næsta og reyna gera eins vel. Leyfa þessu að koma til sín, vinna leiki og reyna njóta þess að spila. Spila eins mikið og ég get og styrkja mig í leiðinni. Gummersbach er ekki í Evrópukeppni eins og Löwen. Ég get því farið meir í lyftingarsalinn. Svo er það bara að klára lánssamninginn hér og mæta aftur til Löwen eftir tímabilið.“
Þýski handboltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Sjá meira