Ómar í stuði með Magdeburg en Kolstad tapaði stórt á heimavelli Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 19:46 Ómar Ingi var markahæstur hjá Magdeburg í kvöld. Vísir/Getty Ómar Ingi Magnússon átti flottan leik í liði Magdeburg sem vann stórsigur í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Norska liðið Kolstad mátti hins vegar sætta sig við stórt tap á heimavelli. Magdeburg var í heimsókn hjá Celje Lasko í Slóveníu en fyrir leikinn var Magdeburg í öðru sæti B-riðils en slóvenska liðið neðst án stiga. Enda var það Magdeburg sem var sterkari aðilinn í kvöld. Leikurinn var reyndar jafn til að byrja með en um miðjan síðari hálfleikinn náði Magdeburg þriggja marka forystu og munurinn var orðinn sex mörk að loknum fyrri hálfleik. Staðan þá 18-12. Munurinn fór mest upp í sjö mörk í upphafi síðari hálfleik en þá tóku heimamenn í Celje Lasko aðeins við sér. Þeir breyttu stöðunni úr 21-14 í 23-21 og spenna hlaupin í leikin. Hún stóð þó ekki lengi yfir. Gestirnir náðu 8-1 kafla og tryggðu sér öruggan sigur. Lokatölur 37-27. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur ásamt Lukas Mertens í liði Magdeburg en hann skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur eftir meiðsli og skoraði eitt mark en Janus Daði Smárason var ekki með Magdeburg í kvöld. Kolstad tekið í kennslustund í Noregi Í Noregi tók heimalið Kolstad á móti HC Zagreb frá Króatíu en liðin voru hlið við hlið í töflunni fyrir leikinn í 6. -7. sæti A-riðils. Gestirnir sýndu þó nokkra yfirburði í kvöld. Þeir náðu tíu marka forystu í fyrri hálfleik og lið Kolstad í algjöru basli. Staðan í hálfleik var 18-10 og heimamenn náðu lítið sem ekkert að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Minnstur varð munurinn fimm mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en gestirnir frá Króatíu bættu þá bara í á nýjan leik. Lokatölur 34-25 og Kolstad því áfram með níu stig í næst neðsta sæti riðilsins. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk úr níu skotum fyrir Kolstad í leiknum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Magdeburg var í heimsókn hjá Celje Lasko í Slóveníu en fyrir leikinn var Magdeburg í öðru sæti B-riðils en slóvenska liðið neðst án stiga. Enda var það Magdeburg sem var sterkari aðilinn í kvöld. Leikurinn var reyndar jafn til að byrja með en um miðjan síðari hálfleikinn náði Magdeburg þriggja marka forystu og munurinn var orðinn sex mörk að loknum fyrri hálfleik. Staðan þá 18-12. Munurinn fór mest upp í sjö mörk í upphafi síðari hálfleik en þá tóku heimamenn í Celje Lasko aðeins við sér. Þeir breyttu stöðunni úr 21-14 í 23-21 og spenna hlaupin í leikin. Hún stóð þó ekki lengi yfir. Gestirnir náðu 8-1 kafla og tryggðu sér öruggan sigur. Lokatölur 37-27. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur ásamt Lukas Mertens í liði Magdeburg en hann skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur eftir meiðsli og skoraði eitt mark en Janus Daði Smárason var ekki með Magdeburg í kvöld. Kolstad tekið í kennslustund í Noregi Í Noregi tók heimalið Kolstad á móti HC Zagreb frá Króatíu en liðin voru hlið við hlið í töflunni fyrir leikinn í 6. -7. sæti A-riðils. Gestirnir sýndu þó nokkra yfirburði í kvöld. Þeir náðu tíu marka forystu í fyrri hálfleik og lið Kolstad í algjöru basli. Staðan í hálfleik var 18-10 og heimamenn náðu lítið sem ekkert að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Minnstur varð munurinn fimm mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en gestirnir frá Króatíu bættu þá bara í á nýjan leik. Lokatölur 34-25 og Kolstad því áfram með níu stig í næst neðsta sæti riðilsins. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk úr níu skotum fyrir Kolstad í leiknum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira