Mistök markvarðar Mainz tryggði Leverkusen sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 21:46 Sigurmarkinu fagnað. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Mainz í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörður gestanna gerðist sekur um slæm mistök sem þýða að Leverkusen er nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira