Átök í kókaínpartýi í Þorlákshöfn enduðu fyrir dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. febrúar 2024 23:29 Atvik málsins áttu sér stað í Þorlákshöfn. Vísir/Egill Maður, sem var ákærður fyrir að slá konu með bréfpoka fullum af bjórflöskum, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér. Dómsmál Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér.
Dómsmál Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira