Þorvaldur Örlygsson nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 17:00 Glaður Þorvaldur fagnar sigrinum. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson var nú rétt í þessu kosinn formaður KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, en hann hafði betur gegn Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni í formannskjörinu. Ársþing KSÍ fór að þessu sinni fram í Framheimilinu í Úlfarsárdal en um er að ræða 78. ársþing KSÍ. Að venju voru hinar ýmsar tillögur lagðar fram, sumar felldar og aðrar samþykktar. Mesta spennan var þó fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Guðni var formaður sambandsins áður en Vanda tók við eftir að Guðni og öll stjórnin sagði af sér í kjölfar gagnrýni á hvernig sambandið höndlaði meint kynferðisafbrot landsliðsmanna. Var stjórn sambandsins ásökuð um þöggun og meðvirkni. Í fyrstu umferð formannskjörsins greiddu 144 atkvæði en það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstól KSÍ. Guðni fékk fæst atkvæði, eða 30 talsins, og var því ekki með er kosið var aftur. Guðni hlaut fæst atkvæði af þeim þremur sem buðu sig fram.Vísir/Anton Brink Úrslit fyrri umferðar: Guðni Bergsson: 30 atkvæði - 28,3 prósent Þorvaldur Örlygsson 55 atkvæði – 38,19 prósent Vignir Már Þormóðsson 59 atkvæði – 40,97 prósent Í síðari kosningunni hafði Þorvaldur betur en hann hlaut 75 atkvæði eða 51,72 prósent. Vignir Már fékk 70 atkvæði eða 48,28 prósent. Þorvaldur er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur þakkar fyrir sig.Vísir/Anton Brink KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. 24. febrúar 2024 16:34 Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Sérstök hvatning veitt Grindvíkingum á ársþingi KSÍ Knattspyrnusamband Íslands veitti Ungmennafélagi Grindavíkur sérstaka hvatningu vegna þeirra áskorana sem Grindvíkingar hafa staðið og standa enn frammi fyrir. 24. febrúar 2024 13:19 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Ársþing KSÍ fór að þessu sinni fram í Framheimilinu í Úlfarsárdal en um er að ræða 78. ársþing KSÍ. Að venju voru hinar ýmsar tillögur lagðar fram, sumar felldar og aðrar samþykktar. Mesta spennan var þó fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Guðni var formaður sambandsins áður en Vanda tók við eftir að Guðni og öll stjórnin sagði af sér í kjölfar gagnrýni á hvernig sambandið höndlaði meint kynferðisafbrot landsliðsmanna. Var stjórn sambandsins ásökuð um þöggun og meðvirkni. Í fyrstu umferð formannskjörsins greiddu 144 atkvæði en það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstól KSÍ. Guðni fékk fæst atkvæði, eða 30 talsins, og var því ekki með er kosið var aftur. Guðni hlaut fæst atkvæði af þeim þremur sem buðu sig fram.Vísir/Anton Brink Úrslit fyrri umferðar: Guðni Bergsson: 30 atkvæði - 28,3 prósent Þorvaldur Örlygsson 55 atkvæði – 38,19 prósent Vignir Már Þormóðsson 59 atkvæði – 40,97 prósent Í síðari kosningunni hafði Þorvaldur betur en hann hlaut 75 atkvæði eða 51,72 prósent. Vignir Már fékk 70 atkvæði eða 48,28 prósent. Þorvaldur er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur þakkar fyrir sig.Vísir/Anton Brink
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. 24. febrúar 2024 16:34 Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Sérstök hvatning veitt Grindvíkingum á ársþingi KSÍ Knattspyrnusamband Íslands veitti Ungmennafélagi Grindavíkur sérstaka hvatningu vegna þeirra áskorana sem Grindvíkingar hafa staðið og standa enn frammi fyrir. 24. febrúar 2024 13:19 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. 24. febrúar 2024 16:34
Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37
Sérstök hvatning veitt Grindvíkingum á ársþingi KSÍ Knattspyrnusamband Íslands veitti Ungmennafélagi Grindavíkur sérstaka hvatningu vegna þeirra áskorana sem Grindvíkingar hafa staðið og standa enn frammi fyrir. 24. febrúar 2024 13:19