Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 10:38 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Nema Ísraelar dragi sig úr keppni. Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. Fram kemur í umfjöllun ísraelska miðilsins Times of Israel að um sé að ræða viðbrögð forsetans við fréttum af því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi það til skoðunar hvort texti í lagi Ísrael sé of pólitískur. „Ég tel að það sé mikilvægt að Ísrael verði með í Eurovision og þátttakan er yfirlýsing því það eru hatarar sem vilja reka okkur af öllum sviðum,“ hefur ísraelski miðillinn eftir ísraelska forsetanum. Í síðustu viku hótaði ísraelska sjónvarpsstöðin KAN því að draga sig úr keppni ef EBU kæmist á þá niðurstöðu að framlag þeirra October Rain væri of pólitískt. Lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn þar sem rúmlega 1200 ísraelskra borgara létust. Lagið er á ensku og verður sungið af rússnesk ættuðu söngkonunni Eden Golan. Tvær línur úr laginu verða á hebresku. Meðal lína sem eru í laginu eru: „Það er ekkert loft eftir,“ og „Þau voru öll góð börn, hvert og eitt þeirra.“ Þá er einnig vísað til blóma í laginu og hefur verið fullyrt að þar sé í raun vísað til fallinna hermanna. Forseti Ísrael er ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hefur tjáð sig um málið en það hefur Miki Zohar menningar- og íþróttamálaráðherra Ísrael einnig gert. Hann hefur sagt möguleikann á því að Ísrael verði dæmt úr leik í keppninni „fáránlegan.“ Hann segir lagið October Rain endurspegla tilfinningar Ísraela þessa dagana. Það sé ekki pólitískt. Áður hefur KAN sagt að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í viðræðum við forsvarsmenn EBU vegna málsins. 11. mars er lokadagur fyrir sjónvarpsstöðvar til þess að leggja fram sitt framlag til Eurovision. KAN hefur ítrekað sagt að það standi ekki til að skipta um lag. Yrði það ekki samþykkt af EBU myndi KAN ekki eiga neinn annan kost en að draga sig úr keppni. Ísrael hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun ísraelska miðilsins Times of Israel að um sé að ræða viðbrögð forsetans við fréttum af því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi það til skoðunar hvort texti í lagi Ísrael sé of pólitískur. „Ég tel að það sé mikilvægt að Ísrael verði með í Eurovision og þátttakan er yfirlýsing því það eru hatarar sem vilja reka okkur af öllum sviðum,“ hefur ísraelski miðillinn eftir ísraelska forsetanum. Í síðustu viku hótaði ísraelska sjónvarpsstöðin KAN því að draga sig úr keppni ef EBU kæmist á þá niðurstöðu að framlag þeirra October Rain væri of pólitískt. Lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn þar sem rúmlega 1200 ísraelskra borgara létust. Lagið er á ensku og verður sungið af rússnesk ættuðu söngkonunni Eden Golan. Tvær línur úr laginu verða á hebresku. Meðal lína sem eru í laginu eru: „Það er ekkert loft eftir,“ og „Þau voru öll góð börn, hvert og eitt þeirra.“ Þá er einnig vísað til blóma í laginu og hefur verið fullyrt að þar sé í raun vísað til fallinna hermanna. Forseti Ísrael er ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hefur tjáð sig um málið en það hefur Miki Zohar menningar- og íþróttamálaráðherra Ísrael einnig gert. Hann hefur sagt möguleikann á því að Ísrael verði dæmt úr leik í keppninni „fáránlegan.“ Hann segir lagið October Rain endurspegla tilfinningar Ísraela þessa dagana. Það sé ekki pólitískt. Áður hefur KAN sagt að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í viðræðum við forsvarsmenn EBU vegna málsins. 11. mars er lokadagur fyrir sjónvarpsstöðvar til þess að leggja fram sitt framlag til Eurovision. KAN hefur ítrekað sagt að það standi ekki til að skipta um lag. Yrði það ekki samþykkt af EBU myndi KAN ekki eiga neinn annan kost en að draga sig úr keppni. Ísrael hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira