Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi fengu falleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2024 08:39 Davíð Viðarsson er einn umsvifamesti veitingamaður landsins, ekki síst eftir kaup hans á Wok On veitingahúsakeðjunni til viðbótar við Pho Víetnam staðina. Þá rekur hann gistiheimili í miðbænum. Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi í Reykjavík fengu einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn í október í framhaldi af því að ólystugur matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni uppgötvaðist. Eigandi beggja fyrirtækja á einnig veitingastaðina Wok On. Eftir að hafa fargað mörgum tonnum af matvælum af matvælalager Vy-þrifa í kjallara í Sóltúni 20 réðst heilbrigðiseftirlitið í óboðaðar heimsóknir á veitingastaði Pho Víetnam á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut, Snorrabraut, Laugaveg, Skólavörðustíg og Tryggvagötu. Matvæli með sama lotunúmer og matvæli og fundust í kjallaranum í Sóltúni fundust á þremur af fimm veitingastöðum Pho Víetnam. Þá fundust á tveimur veitingastöðunum matvæli með sömu dagsetningu og á vörum sem var fargað úr Sóltúni. Af um tuttugu tonnum af matvælum sem fundust í Sóltúni höfðu um fimm tonn verði nýlega flutt til Íslands. Davíð Viðarsson er eigandi Pho Víetnam og Vy-þrifa. Hann er betur þekktur sem Queng Lé og var viðstaddur heimsókn eftirlitsins á Suðurlandsbraut sem fékk falleinkunn eftirlitsins. Frávik voru vel á annan tug, sum alvarleg, auk fjölmargra athugasemda eftirlitsfólks. Davíð keypti veitingahúsakeðjuna Wok On í janúar og er nú einn eigandi beggja veitingahúsakeðja auk þess að eiga herkastalann í Kirkjustræti sem er með gistileyfi fyrir 125 manns. Hann keypti húsið á um hálfan milljarð króna árið 2022. Súpuferlið mjög óljóst Heimildin greindi fyrst frá óboðuðum heimsóknum eftirlitsins á veitingastaði Pho Víetnam þann 3. október. Vísir hefur skýrslur eftirlitsins undir höndum og þar kennir ýmissa grasa. Er óhætt að segja veitingastaðirnir á Suðurlandsbraut og Laugavegi hafi komið verst út úr heimsókn eftirlitsins. Staðirnir fengu einn af fimm mögulegum í einkunn og var starfsemi þeirra takmörkuð í kjölfarið. Davíð Viðarsson var á staðnum þegar tveir starfsmenn eftirlitsins mættu á svæðið þann 3. október. Farið var yfir þrif, aðbúnað, verklag og innra eftirlit. Fram kom að staðurinn sér einnig um undirbúning og vinnslu á hráefni sem er flutt á veitingastaðina á Laugavegi og Snorrabraut. Súpur eru soðnar og kældar niður í hraðkæli. Eftirlitið sagði ferlið mjög óljóst og ekki í samræmi við verklag sem áður hafði verið sett upp. Davíð útskýrði að nú væri súpa látin standa í fleiri klukkutíma utan kælis meðan hún kólnaði en væri svo tekin og fryst í hraðkæli sem er notaður til að kæla matvæli hratt niður. Tímabær þrif á klakavél og engin sápa Heilbrigðiseftirlitið skráir ýmist frávik ef um er að ræða skýr brot á ákvæðum starfsstarfsleysi, laga eða reglugerða. Þeim er fylgt sérstaklega eftir. Svo skráir eftirlitið ábendingar er ekki er skýrt að um frávik sé að ræða en þó ástand sem heilbrigðisfulltrúi telur mikilvægt að vekja athygli á. Fimm frávik komu fram í veitingasölu og afgreiðslu Pho Víetnam á Suðurlandsbraut. Ekkert skilti var að finna um upplýsingagjöf varðandi ofnæmis- og óþolsvalda. Þrif á klakavél voru tímabær og að henda þeim klaka sem var í vélinni. Þá var skeið ofan í klakavélinni sem mátti ekki. Davíð Viðarsson er einnig eigandi Víetnam Market á Suðurlandsbraut 6. Pho Víetnam er þar við hliðina á Suðurlandsbraut 8.Pho Víetnam Sápan virkaði ekki í handfrjálsum búnaði við vaskinn. Matvæli og ótilgreind rekstrarvara voru geymd í veitingarými en ekki á lager þar sem þau eiga heima. Þá var ýmislegt papparusl og búnaður í veitingarýminu sem virtist ekki vera í notkun og átti að fjarlægja. Óútskýrðar dagsetningar Frávik voru rúmlega þrisvar sinnum fleiri í eldhúsinu. Víða þurfti að þrífa betur, fjarlægja hluti af innstungum, veggjum og víða sem safna í sig óhreinindum, handklæði í eldhúsi voru mjög óhrein en þar á að nota pappírsþurrkur. Ílát voru merkt með dagsetningu en Davíð gat ekki útskýrt hvað þær dagsetningar þýddu í öllum tilfellum, hvort um væri að ræða best fyrir dagsetningar eða hvernig það væri ákvarðað. Eftirlitið sagði þetta þurfa að vera skýrt. Þá staldraði eftirlitið við merkingar á chili sósu sem hafði verið færð í annan brúsa. Merkingarnar á brúsunum voru í engu samræmi við merkingar af upprunaumbúðum né í samræmi við endingartíma sósunnar. Ekki var hægt að rekja vöruna eitt skref aftur eða áfram með merkingunum. Pho Víetnam á Suðurlandsbraut 8.Vísir/AtliÍsleifs Enn eitt frávikið var það að matvæli voru geymd í plastpokum sem eru ekki viðurkenndir sem matvælasnertiefni. Þá var hitastig í frystinum of lágt eða um -10°C gráður. Hrá vara og soðin var ekki aðskilin í kælum og þá voru engar umgengnisreglur til staðar. Klóruðu sér í kollinum Háfurinn í eldhúsinu var hreinn en bæta þurfti þrif á lögnum sem voru allar í olíu. Þá voru hlutir geymdir á gólfi sem ekki áttu heima þar og uppþvottavél lak. Þá voru athugasemdir við kælingu á Suðurlandsbrautinni sem töldust alvarlegra tafarlausra úrbóta. Þannig mældist kjöt í kæli við 12°C en kælarnir á staðnum voru ekki ætlaðir til kælingar á matvælum. Þá var lögð áhersla á að farga þyrfti öllum matvælum sem ekki var hægt að gera grein fyrir hvernig voru kæld og hversu langan tíma kælingin tæki. Verið var að afþíða kjöt utan kælis sem var alvarlegt frávik. Þá þurfti nauðsynlega að gera lagergólfið auðþrifanlegt og þrífa hillur á lager. Til viðbótar öllum þessum frávikum voru fjölmargar athugasemdir vegna ýmissa hluta sem heilbrigðiseftirlitsfólkið klóraði sér í kollinum yfir. Skortur á þrifum Á gangi veitingastaðarins benti heilbrigðiseftirlitsfólkið á að afþýða þyrfti frystikistur. Merkingum á vörum hvað varðaði rekjanleika var ábótavant og plastdósir með frystum matvælum voru ekki ætlaðar til frystingar. Þá voru nokkrar athugasemdir við tvískiptann ræstiskáp, svo sem að merkja þurfti hvor hlutinn tilheyrði salnum og hvor eldhúsinu. Fram kom að Vy-þrif sæju um þrif á veitingastaðnum og kæmu með allan búnað með sér. Minnt var á að ekki mætti nota sömu þrifaáhöld til ræstinga á mörgum stöðum án þess að sótthreinsa þau á milli. Passa þyrfti að þrif væru aðskilin í eldhúsi og rýmum ætluðum veitingahúsgestunum. Þá var starfsmannaaðstaðan skoðuð og þar voru þónokkur frávik. Þvottavél var geymd inni í skiptiaðstöðu starfsfólks. Læsanlegir munaskápar voru óaðgengilegir í fataskiptaaðstöðu. Ekki var passað upp á að hreinn og óhreinn fatnaður blandaðist ekki, að vinnufatnaður og persónulegur fatnaður blandaðist ekki. Þá vantaði skógrind eða skáp fyrir skó, þrífa þurfti betur snertifleti á borð við kommóðu í rýminu. Einnig var þrifum á gólfi í sömu rýmum ábótavant. Engar innihaldslýsingar Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við þjálfun og fræðslu starfsfólks í matvælaöryggi. Námskeið hefði verið haldið en þekkingu virtist ekki viðhaldið hjá Pho Víetnam. Að lokum skoðaði eftirlitið innra eftirlit hjá Pho Víetnam á Suðurlandsbraut. Það reyndist ekki virkt. Þrifaplan fyrir dagleg þrif og óregluleg þrif var óútfyllt. Hitastigsskráningar á kælum og frystum voru ekki virkar. Þá kom í ljós að starfsmaður sem sér um mælingar vissi ekki númer á kælum og frystum. Því var ómögulegt að sannreyna og rekja hitastig hvers kælis eða frysti. Skortur var á móttökueftirliti í vörumóttöku eldhússins til að tryggja rekjanleika vara. Þá voru umgengnisreglur og leiðbeiningar ekki sýnilegar starfsfólki. Þá voru innihaldslýsingar ekki til staðar sem var alvarlegt frávik að mati heilbrigðiseftirlitsins. Einn í einkunn Heilbrigðiseftirlitið gefur veitingastöðum einkunn frá núll upp í fimm að lokinni skoðun. Fái veitingastaður núll í einkunn er starfsemi stöðvuð. Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo í einkunn fyrir hollustuhætti, einn í einkunn fyrir matvæli og heildareinkunnina einn. Slík einkunn þýðir takmarkaða starfsemi staðarins eða hún stöðvuð að hluta. Starfsemin á Laugavegi 3 fékk sömuleiðis einn í heildareinkunn. Þar snerust alvarlegustu athugasemdirnar að því að kæling matvæla væri ekki fullnægjandi og ekkert verklag til staðar fyrir hitun og kælingu á matvælum. Auk þess væri ekki hægt að rekja matvæli og engar kvittanir aðgengilegar á veitingastaðnum. Kælivara var geymd á borði utan kælingar. Pho Víetnam á Laugavegi.Pho Víetnam Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að eldaðar núðlur voru geymdar á borði, látin kólna hægt og rólega niður, geymsluþol gefið fimm dagar. Fara þyrfti yfir verklag um merkingar á ákvörðun geymsluþols á vörum. Matvæli voru geymd óvarin á borði auk þess sem ómerkt matvæli fundust. „Smokkfiskur fannst á staðnum með sömu lotu og var á lager í Sóltúni 20. Ekki leyfilegt að nota á meðan engar upplýsingar með staðfestingu fást,“ sagði í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins. Heitt í kjallaranum Heilbrigðiseftirlitið hafði í nógu að snúast þriðjudaginn 3. október og heimsótti fleiri útibú Pho Víetnam. Á Snorrabraut 29 fylgdi starfsmaður heilbrigðisfulltrúum niður í kjallara þar sem matvælalager er staðsettur. Var starfsmanninum bent á að það væri frekar heitt í kjallaranum og matvæli mögulega ekki geymd við rétt hitastig. Þetta þyrfti að athuga. Innpökkuð matvæli fundust á staðnum með sömu lotunúmer og dagsetningar og voru til staðar á matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni. Meðal annars kaffi, núðlur og kjúklingur. Núðlurnar sem fundust á Snorrabraut, með sama lotunúmer og matvælin sem fundus tí Sóltúni.HER Kaffi með sama lotunúmer og fannst í Sóltúni.HER Vökvi og kjúklingur með sama lotunúmeri og fannst í Sóltúni. Fiskisósa með sama lotunúmer og fannst í Sóltúni.HER Ryðgaðir hnífar Á Pho Víetnam á Skólavörðustíg 42 reyndist erfitt að fá upplýsingar frá starfsmanni á staðnum vegna tungumálaerfiðleika. Eftirlitið áréttaði mikilvægi þess að starfsmaður staðarins geti tjáð sig skiljanlega á ensku eða íslensku enda eigi þeir að geta veitt upplýsingar um starfsemina í eftirlit en einnig upplýst gesti um ofnæmis- og óþolsvalda þeirra rétta sem gestir kaupa, séu þeir spurðir. Pho Víetnam á Skólavörðustíg er þar sem Hótel Adam var áður til húsa. Rekstur Hótels Adams vakti mikla athygli þar sem vatn var meðal annars selt á flöskum. Sami vandi var á Pho Víetnam í Tryggvagötu 20 þar sem starfsmaður gat ekki svarað spurningum eftirlitsfólksins. Innpökkuð matvæli fundust í Tryggvagötu með sömu lotunúmer og dagsetningar og voru til á vörum sem var fargað úr matvælalagernum í Sóltúni 20. Þá var verið að afþíða frosinn kjúkling í matvælavaski þegar eftirlitið bar að garði. Vörur á ávallt að afþíða í kæli. Þá var annað frávik að skipta þyrfti út hnífum úr safni veitingastaðarins sem voru farnir að ryðga. Fimm tonn nýlega flutt til landsins Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra um tuttugu tonna af matvælum sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. Þetta kom fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) til Vy-þrifa þann 31. október. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Nagað sig í gegnum matvælasekki Heilbrigðiseftirlitið tók yfirlitsmyndir af vörum og húsnæði. Minnisbók sem fannst á staðnum var tekin til frekari skoðunar. Matvæli voru bæði í sekkjum og kössum, að minnsta kosti 28 bretti með sekki og að minnsta kosti 26 bretti af matvælum í kössum. Einnig voru átján frystikistur fullar af ýmis konar matvælum. Á staðnum voru einnig ýmis matvælaáhöld, borðbúnaður, eldunarbúnaður, stór suðupottur, panna, þvottavél, bíldekk, kælar, handklæði í pokum, stólar, borð og fleira. Matvælin voru geymd í kjallaranum í Sóltúni 30.Vísir/Vilhelm „Rýmið var óhreint bæði gólf og veggir og búnaður. Ekki var lýsing í öllum rýmum og því ekki hægt að meta ástand allra rýma. Rýmið var ekki meindýrahelt, vörumóttökuhurð var óþétt og ekki voru ristar á niðurföllum. Alls staðar voru ummerki um meindýr. Meindýraspörð og meindýraþvag var víða um rýmið, upp á matvælakössum, ofan í ílátum og um allt gólf. Greinilegt var að meindýr höfðu nagað sig í gegnum matvælasekki því matvæli höfðu lekið úr þeim á gólfið. Megn lykt af meindýrum var í rýminu. Aðstæður á staðnum voru með öllu óviðunandi fyrir matvælageymslu,“ segir í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Skýringar fulltrúa Vy-þrifa voru þær að um væri að ræða afgang af lager sem hann átti frá verslun sem hann hafði selt á árinu áður. Óskaði hann eftir að fá að flytja matvælin annað. Að hans sögn stóð til að farga hluta þeirra en fyrst þyrfti að flokka þau. Fóru ekki að fyrirmælum Heilbrigðiseftirlitið segir fulltrúa Vy-þrifa á staðnum hafa óskað eftir því að fá að nýta hluta matvælanna. Mat eftirlitsins hafi verið að þau gætu öll verið hættuleg heilsu manna enda geymd við óheilsusamlegar aðstæður. Ákvað eftirlitið að stöðva alla matvælastarfsemi og farga öllum matnum. Var húsnæðið innsiglað. Daginn eftir fundaði eftirlitið með forsvarsmönnum Vy-þrifa þar sem farið var yfir framkvæmd förgunar. Fyrirtækið óskaði eftir því að fá að sjá um það sjálft og var fallist á það með þeim fyrirvara að heilbrigðiseftirlit stýrði aðgerðum og starfsmenn Vy-þrifa færu að fyrirmælum. Mynd tekin úr geymslunni í Sóltúni 20. Þann 29. september fór eftirlitið í Sóltún til að hafa eftirlit með förgun, skrá upplýsingar, gefa fyrirmæli og staðfesta förgun. „Förgunin gekk hægt, starfsmenn Vy-þrifa fóru ekki að fyrirmælum HER og þegar nokkuð var liðið á förgunina uppgötvaðist að starfsmenn voru að koma matvælum undan. Því var tekin ákvörðun um að stöðva förgunina.“ Ljóst að matvælin væru ætluð til dreifingar Þann 2. október var svo haldið áfram með förgun matvæla með aðstoð verktaka sem fenginn var í verkið. Daginn eftir réðst heilbrigðiseftirlitið í óboðaðar heimsóknir á Pho Víetnam veitingastaðina í Reykjavík sem eru í eigu Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa. Davíð keypti svo Wok On veitingastaðina í janúar. Matvælin voru geymd í kjallaranum í Sóltúni 30.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að í húsnæðinu voru meðal annars geymd 4912 kíló af matvælum sem voru nýlega innflutt til landsins. Það var mat eftirlitsins að matvælin hefðu verið ætluð til dreifingar enda magnið slíkt að ólíklegt væri að þau væru ætluð til einkanota. Ljóst væri því að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að húsnæðið hefði verið notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Sú skýring Vy-þrifa að matvælin hefðu verið geymd fyrir förgun var ekki talin trúverðug. Þá sagði í bréfi eftirlitsins að Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki væru ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Hafnaði að fólk hefði gist á matvælalagernum Davíð Viðarsson hefur ekki svarað spurningum fréttastofu vegna málsins síðan það kom upp. Fréttastofa sendi Davíð síðast fyrirspurn í gær vegna upplýsinga um kaup hans á Wokon þar sem hann er nú skráður framkvæmdastjóri. Davíð tjáði Heimildinni í nóvember að matvæli í Sóltúni hefðu ekki verið nýtt á Pho Víetnam veitingastöðunum. Þá sagði hann af og frá að nokkur hefði dvalið í geymslunni eins og ýmislegt benti til. Bæði fundust þar dýnur og uppsett tjald ofan á sekkjum af matvælum. „No, nobody stay there. No, you crazy?,” sagði Davíð við Heimildina. Svarið mætti þýða á íslensku þannig: „Nei, enginn dvaldi þar. Nei, ertu frá þér?” Hlutirnir hefðu aðeins verið geymdir þar tímabundið, meðal annars í tengslum við gistiheimili sem hann ræki; herkastalann í Kirkjustræti og á Skólavörðustíg. Þá er rétt að rifja upp þegar starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) mætti í skoðunarferð í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 í september. Hún virtist koma fólki á svæðinu í opna skjöldu því það tók á rás og ekki náðist að ræða við það. Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45 Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05 Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Eftir að hafa fargað mörgum tonnum af matvælum af matvælalager Vy-þrifa í kjallara í Sóltúni 20 réðst heilbrigðiseftirlitið í óboðaðar heimsóknir á veitingastaði Pho Víetnam á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut, Snorrabraut, Laugaveg, Skólavörðustíg og Tryggvagötu. Matvæli með sama lotunúmer og matvæli og fundust í kjallaranum í Sóltúni fundust á þremur af fimm veitingastöðum Pho Víetnam. Þá fundust á tveimur veitingastöðunum matvæli með sömu dagsetningu og á vörum sem var fargað úr Sóltúni. Af um tuttugu tonnum af matvælum sem fundust í Sóltúni höfðu um fimm tonn verði nýlega flutt til Íslands. Davíð Viðarsson er eigandi Pho Víetnam og Vy-þrifa. Hann er betur þekktur sem Queng Lé og var viðstaddur heimsókn eftirlitsins á Suðurlandsbraut sem fékk falleinkunn eftirlitsins. Frávik voru vel á annan tug, sum alvarleg, auk fjölmargra athugasemda eftirlitsfólks. Davíð keypti veitingahúsakeðjuna Wok On í janúar og er nú einn eigandi beggja veitingahúsakeðja auk þess að eiga herkastalann í Kirkjustræti sem er með gistileyfi fyrir 125 manns. Hann keypti húsið á um hálfan milljarð króna árið 2022. Súpuferlið mjög óljóst Heimildin greindi fyrst frá óboðuðum heimsóknum eftirlitsins á veitingastaði Pho Víetnam þann 3. október. Vísir hefur skýrslur eftirlitsins undir höndum og þar kennir ýmissa grasa. Er óhætt að segja veitingastaðirnir á Suðurlandsbraut og Laugavegi hafi komið verst út úr heimsókn eftirlitsins. Staðirnir fengu einn af fimm mögulegum í einkunn og var starfsemi þeirra takmörkuð í kjölfarið. Davíð Viðarsson var á staðnum þegar tveir starfsmenn eftirlitsins mættu á svæðið þann 3. október. Farið var yfir þrif, aðbúnað, verklag og innra eftirlit. Fram kom að staðurinn sér einnig um undirbúning og vinnslu á hráefni sem er flutt á veitingastaðina á Laugavegi og Snorrabraut. Súpur eru soðnar og kældar niður í hraðkæli. Eftirlitið sagði ferlið mjög óljóst og ekki í samræmi við verklag sem áður hafði verið sett upp. Davíð útskýrði að nú væri súpa látin standa í fleiri klukkutíma utan kælis meðan hún kólnaði en væri svo tekin og fryst í hraðkæli sem er notaður til að kæla matvæli hratt niður. Tímabær þrif á klakavél og engin sápa Heilbrigðiseftirlitið skráir ýmist frávik ef um er að ræða skýr brot á ákvæðum starfsstarfsleysi, laga eða reglugerða. Þeim er fylgt sérstaklega eftir. Svo skráir eftirlitið ábendingar er ekki er skýrt að um frávik sé að ræða en þó ástand sem heilbrigðisfulltrúi telur mikilvægt að vekja athygli á. Fimm frávik komu fram í veitingasölu og afgreiðslu Pho Víetnam á Suðurlandsbraut. Ekkert skilti var að finna um upplýsingagjöf varðandi ofnæmis- og óþolsvalda. Þrif á klakavél voru tímabær og að henda þeim klaka sem var í vélinni. Þá var skeið ofan í klakavélinni sem mátti ekki. Davíð Viðarsson er einnig eigandi Víetnam Market á Suðurlandsbraut 6. Pho Víetnam er þar við hliðina á Suðurlandsbraut 8.Pho Víetnam Sápan virkaði ekki í handfrjálsum búnaði við vaskinn. Matvæli og ótilgreind rekstrarvara voru geymd í veitingarými en ekki á lager þar sem þau eiga heima. Þá var ýmislegt papparusl og búnaður í veitingarýminu sem virtist ekki vera í notkun og átti að fjarlægja. Óútskýrðar dagsetningar Frávik voru rúmlega þrisvar sinnum fleiri í eldhúsinu. Víða þurfti að þrífa betur, fjarlægja hluti af innstungum, veggjum og víða sem safna í sig óhreinindum, handklæði í eldhúsi voru mjög óhrein en þar á að nota pappírsþurrkur. Ílát voru merkt með dagsetningu en Davíð gat ekki útskýrt hvað þær dagsetningar þýddu í öllum tilfellum, hvort um væri að ræða best fyrir dagsetningar eða hvernig það væri ákvarðað. Eftirlitið sagði þetta þurfa að vera skýrt. Þá staldraði eftirlitið við merkingar á chili sósu sem hafði verið færð í annan brúsa. Merkingarnar á brúsunum voru í engu samræmi við merkingar af upprunaumbúðum né í samræmi við endingartíma sósunnar. Ekki var hægt að rekja vöruna eitt skref aftur eða áfram með merkingunum. Pho Víetnam á Suðurlandsbraut 8.Vísir/AtliÍsleifs Enn eitt frávikið var það að matvæli voru geymd í plastpokum sem eru ekki viðurkenndir sem matvælasnertiefni. Þá var hitastig í frystinum of lágt eða um -10°C gráður. Hrá vara og soðin var ekki aðskilin í kælum og þá voru engar umgengnisreglur til staðar. Klóruðu sér í kollinum Háfurinn í eldhúsinu var hreinn en bæta þurfti þrif á lögnum sem voru allar í olíu. Þá voru hlutir geymdir á gólfi sem ekki áttu heima þar og uppþvottavél lak. Þá voru athugasemdir við kælingu á Suðurlandsbrautinni sem töldust alvarlegra tafarlausra úrbóta. Þannig mældist kjöt í kæli við 12°C en kælarnir á staðnum voru ekki ætlaðir til kælingar á matvælum. Þá var lögð áhersla á að farga þyrfti öllum matvælum sem ekki var hægt að gera grein fyrir hvernig voru kæld og hversu langan tíma kælingin tæki. Verið var að afþíða kjöt utan kælis sem var alvarlegt frávik. Þá þurfti nauðsynlega að gera lagergólfið auðþrifanlegt og þrífa hillur á lager. Til viðbótar öllum þessum frávikum voru fjölmargar athugasemdir vegna ýmissa hluta sem heilbrigðiseftirlitsfólkið klóraði sér í kollinum yfir. Skortur á þrifum Á gangi veitingastaðarins benti heilbrigðiseftirlitsfólkið á að afþýða þyrfti frystikistur. Merkingum á vörum hvað varðaði rekjanleika var ábótavant og plastdósir með frystum matvælum voru ekki ætlaðar til frystingar. Þá voru nokkrar athugasemdir við tvískiptann ræstiskáp, svo sem að merkja þurfti hvor hlutinn tilheyrði salnum og hvor eldhúsinu. Fram kom að Vy-þrif sæju um þrif á veitingastaðnum og kæmu með allan búnað með sér. Minnt var á að ekki mætti nota sömu þrifaáhöld til ræstinga á mörgum stöðum án þess að sótthreinsa þau á milli. Passa þyrfti að þrif væru aðskilin í eldhúsi og rýmum ætluðum veitingahúsgestunum. Þá var starfsmannaaðstaðan skoðuð og þar voru þónokkur frávik. Þvottavél var geymd inni í skiptiaðstöðu starfsfólks. Læsanlegir munaskápar voru óaðgengilegir í fataskiptaaðstöðu. Ekki var passað upp á að hreinn og óhreinn fatnaður blandaðist ekki, að vinnufatnaður og persónulegur fatnaður blandaðist ekki. Þá vantaði skógrind eða skáp fyrir skó, þrífa þurfti betur snertifleti á borð við kommóðu í rýminu. Einnig var þrifum á gólfi í sömu rýmum ábótavant. Engar innihaldslýsingar Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við þjálfun og fræðslu starfsfólks í matvælaöryggi. Námskeið hefði verið haldið en þekkingu virtist ekki viðhaldið hjá Pho Víetnam. Að lokum skoðaði eftirlitið innra eftirlit hjá Pho Víetnam á Suðurlandsbraut. Það reyndist ekki virkt. Þrifaplan fyrir dagleg þrif og óregluleg þrif var óútfyllt. Hitastigsskráningar á kælum og frystum voru ekki virkar. Þá kom í ljós að starfsmaður sem sér um mælingar vissi ekki númer á kælum og frystum. Því var ómögulegt að sannreyna og rekja hitastig hvers kælis eða frysti. Skortur var á móttökueftirliti í vörumóttöku eldhússins til að tryggja rekjanleika vara. Þá voru umgengnisreglur og leiðbeiningar ekki sýnilegar starfsfólki. Þá voru innihaldslýsingar ekki til staðar sem var alvarlegt frávik að mati heilbrigðiseftirlitsins. Einn í einkunn Heilbrigðiseftirlitið gefur veitingastöðum einkunn frá núll upp í fimm að lokinni skoðun. Fái veitingastaður núll í einkunn er starfsemi stöðvuð. Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo í einkunn fyrir hollustuhætti, einn í einkunn fyrir matvæli og heildareinkunnina einn. Slík einkunn þýðir takmarkaða starfsemi staðarins eða hún stöðvuð að hluta. Starfsemin á Laugavegi 3 fékk sömuleiðis einn í heildareinkunn. Þar snerust alvarlegustu athugasemdirnar að því að kæling matvæla væri ekki fullnægjandi og ekkert verklag til staðar fyrir hitun og kælingu á matvælum. Auk þess væri ekki hægt að rekja matvæli og engar kvittanir aðgengilegar á veitingastaðnum. Kælivara var geymd á borði utan kælingar. Pho Víetnam á Laugavegi.Pho Víetnam Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að eldaðar núðlur voru geymdar á borði, látin kólna hægt og rólega niður, geymsluþol gefið fimm dagar. Fara þyrfti yfir verklag um merkingar á ákvörðun geymsluþols á vörum. Matvæli voru geymd óvarin á borði auk þess sem ómerkt matvæli fundust. „Smokkfiskur fannst á staðnum með sömu lotu og var á lager í Sóltúni 20. Ekki leyfilegt að nota á meðan engar upplýsingar með staðfestingu fást,“ sagði í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins. Heitt í kjallaranum Heilbrigðiseftirlitið hafði í nógu að snúast þriðjudaginn 3. október og heimsótti fleiri útibú Pho Víetnam. Á Snorrabraut 29 fylgdi starfsmaður heilbrigðisfulltrúum niður í kjallara þar sem matvælalager er staðsettur. Var starfsmanninum bent á að það væri frekar heitt í kjallaranum og matvæli mögulega ekki geymd við rétt hitastig. Þetta þyrfti að athuga. Innpökkuð matvæli fundust á staðnum með sömu lotunúmer og dagsetningar og voru til staðar á matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni. Meðal annars kaffi, núðlur og kjúklingur. Núðlurnar sem fundust á Snorrabraut, með sama lotunúmer og matvælin sem fundus tí Sóltúni.HER Kaffi með sama lotunúmer og fannst í Sóltúni.HER Vökvi og kjúklingur með sama lotunúmeri og fannst í Sóltúni. Fiskisósa með sama lotunúmer og fannst í Sóltúni.HER Ryðgaðir hnífar Á Pho Víetnam á Skólavörðustíg 42 reyndist erfitt að fá upplýsingar frá starfsmanni á staðnum vegna tungumálaerfiðleika. Eftirlitið áréttaði mikilvægi þess að starfsmaður staðarins geti tjáð sig skiljanlega á ensku eða íslensku enda eigi þeir að geta veitt upplýsingar um starfsemina í eftirlit en einnig upplýst gesti um ofnæmis- og óþolsvalda þeirra rétta sem gestir kaupa, séu þeir spurðir. Pho Víetnam á Skólavörðustíg er þar sem Hótel Adam var áður til húsa. Rekstur Hótels Adams vakti mikla athygli þar sem vatn var meðal annars selt á flöskum. Sami vandi var á Pho Víetnam í Tryggvagötu 20 þar sem starfsmaður gat ekki svarað spurningum eftirlitsfólksins. Innpökkuð matvæli fundust í Tryggvagötu með sömu lotunúmer og dagsetningar og voru til á vörum sem var fargað úr matvælalagernum í Sóltúni 20. Þá var verið að afþíða frosinn kjúkling í matvælavaski þegar eftirlitið bar að garði. Vörur á ávallt að afþíða í kæli. Þá var annað frávik að skipta þyrfti út hnífum úr safni veitingastaðarins sem voru farnir að ryðga. Fimm tonn nýlega flutt til landsins Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra um tuttugu tonna af matvælum sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. Þetta kom fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) til Vy-þrifa þann 31. október. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Nagað sig í gegnum matvælasekki Heilbrigðiseftirlitið tók yfirlitsmyndir af vörum og húsnæði. Minnisbók sem fannst á staðnum var tekin til frekari skoðunar. Matvæli voru bæði í sekkjum og kössum, að minnsta kosti 28 bretti með sekki og að minnsta kosti 26 bretti af matvælum í kössum. Einnig voru átján frystikistur fullar af ýmis konar matvælum. Á staðnum voru einnig ýmis matvælaáhöld, borðbúnaður, eldunarbúnaður, stór suðupottur, panna, þvottavél, bíldekk, kælar, handklæði í pokum, stólar, borð og fleira. Matvælin voru geymd í kjallaranum í Sóltúni 30.Vísir/Vilhelm „Rýmið var óhreint bæði gólf og veggir og búnaður. Ekki var lýsing í öllum rýmum og því ekki hægt að meta ástand allra rýma. Rýmið var ekki meindýrahelt, vörumóttökuhurð var óþétt og ekki voru ristar á niðurföllum. Alls staðar voru ummerki um meindýr. Meindýraspörð og meindýraþvag var víða um rýmið, upp á matvælakössum, ofan í ílátum og um allt gólf. Greinilegt var að meindýr höfðu nagað sig í gegnum matvælasekki því matvæli höfðu lekið úr þeim á gólfið. Megn lykt af meindýrum var í rýminu. Aðstæður á staðnum voru með öllu óviðunandi fyrir matvælageymslu,“ segir í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Skýringar fulltrúa Vy-þrifa voru þær að um væri að ræða afgang af lager sem hann átti frá verslun sem hann hafði selt á árinu áður. Óskaði hann eftir að fá að flytja matvælin annað. Að hans sögn stóð til að farga hluta þeirra en fyrst þyrfti að flokka þau. Fóru ekki að fyrirmælum Heilbrigðiseftirlitið segir fulltrúa Vy-þrifa á staðnum hafa óskað eftir því að fá að nýta hluta matvælanna. Mat eftirlitsins hafi verið að þau gætu öll verið hættuleg heilsu manna enda geymd við óheilsusamlegar aðstæður. Ákvað eftirlitið að stöðva alla matvælastarfsemi og farga öllum matnum. Var húsnæðið innsiglað. Daginn eftir fundaði eftirlitið með forsvarsmönnum Vy-þrifa þar sem farið var yfir framkvæmd förgunar. Fyrirtækið óskaði eftir því að fá að sjá um það sjálft og var fallist á það með þeim fyrirvara að heilbrigðiseftirlit stýrði aðgerðum og starfsmenn Vy-þrifa færu að fyrirmælum. Mynd tekin úr geymslunni í Sóltúni 20. Þann 29. september fór eftirlitið í Sóltún til að hafa eftirlit með förgun, skrá upplýsingar, gefa fyrirmæli og staðfesta förgun. „Förgunin gekk hægt, starfsmenn Vy-þrifa fóru ekki að fyrirmælum HER og þegar nokkuð var liðið á förgunina uppgötvaðist að starfsmenn voru að koma matvælum undan. Því var tekin ákvörðun um að stöðva förgunina.“ Ljóst að matvælin væru ætluð til dreifingar Þann 2. október var svo haldið áfram með förgun matvæla með aðstoð verktaka sem fenginn var í verkið. Daginn eftir réðst heilbrigðiseftirlitið í óboðaðar heimsóknir á Pho Víetnam veitingastaðina í Reykjavík sem eru í eigu Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa. Davíð keypti svo Wok On veitingastaðina í janúar. Matvælin voru geymd í kjallaranum í Sóltúni 30.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að í húsnæðinu voru meðal annars geymd 4912 kíló af matvælum sem voru nýlega innflutt til landsins. Það var mat eftirlitsins að matvælin hefðu verið ætluð til dreifingar enda magnið slíkt að ólíklegt væri að þau væru ætluð til einkanota. Ljóst væri því að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að húsnæðið hefði verið notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Sú skýring Vy-þrifa að matvælin hefðu verið geymd fyrir förgun var ekki talin trúverðug. Þá sagði í bréfi eftirlitsins að Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki væru ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Hafnaði að fólk hefði gist á matvælalagernum Davíð Viðarsson hefur ekki svarað spurningum fréttastofu vegna málsins síðan það kom upp. Fréttastofa sendi Davíð síðast fyrirspurn í gær vegna upplýsinga um kaup hans á Wokon þar sem hann er nú skráður framkvæmdastjóri. Davíð tjáði Heimildinni í nóvember að matvæli í Sóltúni hefðu ekki verið nýtt á Pho Víetnam veitingastöðunum. Þá sagði hann af og frá að nokkur hefði dvalið í geymslunni eins og ýmislegt benti til. Bæði fundust þar dýnur og uppsett tjald ofan á sekkjum af matvælum. „No, nobody stay there. No, you crazy?,” sagði Davíð við Heimildina. Svarið mætti þýða á íslensku þannig: „Nei, enginn dvaldi þar. Nei, ertu frá þér?” Hlutirnir hefðu aðeins verið geymdir þar tímabundið, meðal annars í tengslum við gistiheimili sem hann ræki; herkastalann í Kirkjustræti og á Skólavörðustíg. Þá er rétt að rifja upp þegar starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) mætti í skoðunarferð í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 í september. Hún virtist koma fólki á svæðinu í opna skjöldu því það tók á rás og ekki náðist að ræða við það.
Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45 Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05 Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45
Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05
Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03