Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn og réðust á andstæðinga Sveins Arons Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 14:49 Leikmenn Kaiserslautern ýttu manninum frá sér áður en hann olli þeim nokkrum skaða andy Bünning Stuðningsmaður þýska félagsins Hansa Rostock, sem Sveinn Aron Guðjohnsen leikur fyrir, braust inn á völlinn og réðst á leikmenn Kaiserslautern þegar þeir fögnuðu marki. Leikur var stöðvaður meðan allt róaðist niður en eftir leik brutust enn fleiri stuðningsmenn inn á völlinn. Hansa Rostock tapaði leiknum sannfærandi 0-3. Sveinn Aron var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0-1. Oliver Husing var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksGregor Fischer/picture alliance via Getty Images) Ragnar Ache skoraði öll þrjú mörkin, þegar hann var að fagna því þriðja hljóp hann út í horn til sinna eigin stuðningsmanna en þar mætti honum óvænt stuðningsmaður Hansa Rostock sem hafði brotið sér leið inn á völlinn. Leikmenn Kaiserslautern ýttu honum strax frá sér og öryggisgæslan var fljót að bregðast við og fjarlægja manninn af leikvanginum. Hlé var gert á leiknum og dómari leiksins fékk míkrafón vallarþuls lánaðan til að segja áhorfendum að ef annað slíkt atvik kæmi upp yrði leiknum aflýst. Öryggisgæslan brást fljótt við og fjarlægði manninn Ekkert slíkt atvik kom upp meðan leikurinn var í gangi en strax eftir leik braust annar stuðningsmaður Hansa Rostock inn á völlinn og hljóp í átt að markverði Kaiserslautern, en var yfirbugaður af öryggisgæslu áður en hann náði til hans. Þá byrjuðu fleiri harðkjarna stuðningsmenn Hansa Rostock að brjótast inn á völlinn og krefjast svara fyrir slæmt gengi liðsins. Leikmenn beggja liða voru fljótir að forða sér inn í búningsherbergi. Hansa Rostock er í slæmri stöðu í 2. Bundesliga, næstneðstir og þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir geta þó unnið sig upp um sæti í næstu umferð með sigri gegn Eintracht Braunschweig, liði Þóris Jóhanns. Þýski boltinn Tengdar fréttir Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01 Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Hansa Rostock tapaði leiknum sannfærandi 0-3. Sveinn Aron var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0-1. Oliver Husing var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksGregor Fischer/picture alliance via Getty Images) Ragnar Ache skoraði öll þrjú mörkin, þegar hann var að fagna því þriðja hljóp hann út í horn til sinna eigin stuðningsmanna en þar mætti honum óvænt stuðningsmaður Hansa Rostock sem hafði brotið sér leið inn á völlinn. Leikmenn Kaiserslautern ýttu honum strax frá sér og öryggisgæslan var fljót að bregðast við og fjarlægja manninn af leikvanginum. Hlé var gert á leiknum og dómari leiksins fékk míkrafón vallarþuls lánaðan til að segja áhorfendum að ef annað slíkt atvik kæmi upp yrði leiknum aflýst. Öryggisgæslan brást fljótt við og fjarlægði manninn Ekkert slíkt atvik kom upp meðan leikurinn var í gangi en strax eftir leik braust annar stuðningsmaður Hansa Rostock inn á völlinn og hljóp í átt að markverði Kaiserslautern, en var yfirbugaður af öryggisgæslu áður en hann náði til hans. Þá byrjuðu fleiri harðkjarna stuðningsmenn Hansa Rostock að brjótast inn á völlinn og krefjast svara fyrir slæmt gengi liðsins. Leikmenn beggja liða voru fljótir að forða sér inn í búningsherbergi. Hansa Rostock er í slæmri stöðu í 2. Bundesliga, næstneðstir og þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir geta þó unnið sig upp um sæti í næstu umferð með sigri gegn Eintracht Braunschweig, liði Þóris Jóhanns.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01 Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01
Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59