Lýðveldið Ísland Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. mars 2024 09:00 Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar