Funda með nemendum vegna ummæla kennara: „Við erum eiginlega slegin yfir þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 22:17 „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Við erum eiginlega slegin yfir þessu,“ segir skólameistari ML. Vísir/Vilhelm Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segist slegin yfir ummælum kennara skólans, Helga Helgasonar, um framlag Bashar Murad í Söngvakeppni sjónvarpsins. Málið sé litið alvarlegum augum og dagur skólastjórnar ML hefur að sögn Jónu farið í að funda um ummælin. Helgi gaf til kynna á Facebook að RÚV myndi hagræða úrslitunum Bashar í hag og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba“. Hann hélt því jafnframt fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna. Þetta kom fram í færslu sem hann skrifaði í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins. Jóna segir að von sé á yfirlýsingu frá skólanum vegna færslunnar. Jafnframt eigi að funda með öllum nemendum og starfsfólki skólans í fyrramálið þar sem að fjallað verði um málið. „Við í stjórn skólans höfum, skiljanlega kannski, eytt deginum í að fjalla um þetta. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Við erum eiginlega slegin yfir þessu.“ Jóna segist ekki geta tjáð sig um stöðu kennarans að stöddu, en vísar til tilkynningarinnar sem verður gefin út á morgun. „Þetta er bæði viðkvæmt og erfitt. Eins og fólk er að verða vitni að er þetta mjög eldfimt í samfélaginu og úti um allt. Fólk er bæði að segja stórt og ljótt.“ Eurovision Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Helgi gaf til kynna á Facebook að RÚV myndi hagræða úrslitunum Bashar í hag og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba“. Hann hélt því jafnframt fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna. Þetta kom fram í færslu sem hann skrifaði í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins. Jóna segir að von sé á yfirlýsingu frá skólanum vegna færslunnar. Jafnframt eigi að funda með öllum nemendum og starfsfólki skólans í fyrramálið þar sem að fjallað verði um málið. „Við í stjórn skólans höfum, skiljanlega kannski, eytt deginum í að fjalla um þetta. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Við erum eiginlega slegin yfir þessu.“ Jóna segist ekki geta tjáð sig um stöðu kennarans að stöddu, en vísar til tilkynningarinnar sem verður gefin út á morgun. „Þetta er bæði viðkvæmt og erfitt. Eins og fólk er að verða vitni að er þetta mjög eldfimt í samfélaginu og úti um allt. Fólk er bæði að segja stórt og ljótt.“
Eurovision Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira