Leyndardómurinn um MH370 ekki leystur tíu árum eftir hvarfið Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2024 08:01 Leitað var að flaki MH370 í fjögur ár. fyrst úr lofti og seinna með kafbátum á sjávarbotni. Leitin skilaði þó ekki árangri og er til skoðunar að hefja leit að nýju. AP/Rob Griffith Tíu ár eru liðin frá því flugvélin MH370 frá Malaysia Airlines hvarf þegar verið var að fljúga henni frá Kuala Lumpur til Peking. Enn er ekki vitað með vissu hvað varð um Boeing 777 flugvélina eða þær 239 manneskjur sem voru um borð. Þó er talið með nokkurri vissu að flugvélin, sem hvarf af ratsjám 39 mínútum eftir flugtak, hafi hrapað í Indlandshaf. Smátt brak hefur í fáum tilfellum rekið á land en engin lík eða hlutar úr flugvélinni hafa fundist enn. Umfangsmikil fjögurra ára leit var gerð á sunnanverðu Indlandshafi en hún skilaði ekki árangri. Ráðamenn í Malasíu sögðu um síðust helgi að mögulega yrði aftur leitað að flugvélinni, eftir að forsvarsmenn bandarísks kafbátafyrirtækis sem reyndu að finna flakið árið 2018 lögðu til að leitað yrði aftur. Brak úr flugvélinni hefur rekið á land í vestanverðu Indlandshafi. Þessi hlutur úr væng flugvélarinnar er sá stærsti sem hefur fundist.AP/Vincent Thian Slökkt á staðsetningarbúnaði og breytt um stefnu Eins og áður segir var verið að fljúga flugvélinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 og tæpum fjörutíu mínútum eftir flugtak hvarf flugvélin af ratsjám. Skömmu áður en flugvélinni var flogið úr flugumferðarstjórnarsvæði Malasíu óskaði flugstjórinn flugumferðarstjórum í Kuala Lumpur góðrar nætur. Það var nokkrum mínútum áður en sambandið rofnaði við staðsetningarbúnað flugvélarinnar og flugstjórinn hafði aldrei samband við flugumferðarstjóra í Víetnam, eins og hann átti að gera. Um borð voru 227 farþegar og þar af fimm ung börn, auk tólf áhafnarmeðlima. Flestir farþegar, eða 153, voru frá Kína. Fimmtíu voru frá Malasíu, sjö frá Indónesíu, sex frá Ástralíu, fimm frá Indlandi, fjórir frá Frakklandi en þar að auki voru farþegar frá Bandaríkjunum, Kanada, Íran, Hollandi, Nýja Sjálandi, Rússlandi, Taívan og Úkraínu um borð. Hernaðarratsjár sýndu að stefnu flugvélarinnar var breytt til vestur yfir Andaman-haf og að Indlandshafi. Þá hafa gögn úr gervihnöttum sýnt að flugvélinni var flogið í rúmar sex klukkustundir til viðbótar. Mögulega þar til flugvélin varð eldsneytislaus og er talið að hún hafi hrapað í sunnanvert Indlandshafið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt DW, þar sem meðal annars má sjá kort af flugstefnu MH370. Eins og fram kemur í samantekt AP fréttaveitunnar hafa margar kenningar um hvarf MH370 litið dagsins ljós. Þar á meðal má nefna kenningar um súrefnisleysi, rafmagnsbilun og jafnvel flugrán. Engin neyðarskilaboð voru þó send út eða einhverjar kröfur. Veður var gott og engar vísbendingar hafa litið dagsins ljós sem benda til bilunar um borð. Margir hafa beint spjótum sínum að flugstjóra flugvélarinnar. Í gegnum árin hefur því ítrekað verið haldið fram að hann hafi framið sjálfsvíg og í leiðinni myrt 238 aðrar manneskjur. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, er meðal þeirra sem hafur haldið þessu fram og hefur hann sagt ráðamenn í Malasíu einnig vera þeirrar skoðunnar. Sjá einnig: Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Í skýrslu sem yfirvöld í Malasíu birtu árið 2018 kom þó fram að engar vísbendingar hefðu fundist sem bentu til þess að flugstjórinn, sem hét Zaharie Ahmad Shah, beri ábyrgð á hvarfinu. Engin svör án flaksins Ólíklegt er að nokkur marktæk svör finnist við leyndardómnum um hvarf MH370 fyrr en flak flugvélarinnar finnst og flugritar hennar. Finnist þeir, gætu rannsakendur hlustað á upptökur úr flugstjórnarklefa flugvélarinnar og nálgast önnur tæknileg gögn um flugferðina. Mikil áhersla var lögð á að finna flugvélina en yfirvöld í Ástralíu, Malasíu og Kína leiddu leitina. Hún spannaði fjögur ár og var leitað á um 120 þúsund ferkílómetra svæði á botni Indlands með fjarstýrðum kafbátum og sónartækjum. Skuggi leitarvélar frá Ástralíu yfir sunnanverðu Indlandshafi.AP/Rob Griffith Indlandshaf er þriðja stærsta haf heimsins. Veður er oft vont á leitarsvæðinu og meðaldýpið er um fjórir kílómetrar, sem gerði leitina gífurlega erfiða. Einum tímapunkti greindust merki sem talin voru koma frá flugrita flugvélarinnar og einnig fundust flök gamalla skipa á hafsbotninum en engin flugvél. Í júlí 2015 rak brot úr flugvélinni á land á frönsku eyjunni Reunioneyju í vestanverðu Indlandshafi, austur af Madagaskar, og hafa önnur brot fundist við austurströnd Afríku. Leitinni var formlega hætt árið 2017. Forsvarsmenn bandarísks fyrirtækis sem heitir Ocean Infinity hófu leit að nýju í janúar 2018. Þeir leituðu norðar en áður hafði verið gert en sú ákvörðun byggði á hafstraumagreiningu og því hvar brak hafði fundist. Leitin stóð yfir í nokkra mánuði en skilaði ekki árangri. Ráðamenn í Malasíu hafa sagt að leit muni ekki hefjast aftur, nema trúverðugar vísbendingar um hvar finna megi flakið líti dagsins ljós. Forsvarsmenn Ocean Infinity hafa lagt nýja leit til og er það til skoðunar í Malasíu. Fjölskyldumeðlimir margra sem hurfu berjast fyrir því að leitað verði áfram að flugvélinni og segja mikilvægt að varpa ljósi á leyndardóminn. Ekki bara fyrir þau, heldur til að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik geti átt sér stað aftur. Flugvélahvarf MH370 Malasía Ástralía Kína Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þó er talið með nokkurri vissu að flugvélin, sem hvarf af ratsjám 39 mínútum eftir flugtak, hafi hrapað í Indlandshaf. Smátt brak hefur í fáum tilfellum rekið á land en engin lík eða hlutar úr flugvélinni hafa fundist enn. Umfangsmikil fjögurra ára leit var gerð á sunnanverðu Indlandshafi en hún skilaði ekki árangri. Ráðamenn í Malasíu sögðu um síðust helgi að mögulega yrði aftur leitað að flugvélinni, eftir að forsvarsmenn bandarísks kafbátafyrirtækis sem reyndu að finna flakið árið 2018 lögðu til að leitað yrði aftur. Brak úr flugvélinni hefur rekið á land í vestanverðu Indlandshafi. Þessi hlutur úr væng flugvélarinnar er sá stærsti sem hefur fundist.AP/Vincent Thian Slökkt á staðsetningarbúnaði og breytt um stefnu Eins og áður segir var verið að fljúga flugvélinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 og tæpum fjörutíu mínútum eftir flugtak hvarf flugvélin af ratsjám. Skömmu áður en flugvélinni var flogið úr flugumferðarstjórnarsvæði Malasíu óskaði flugstjórinn flugumferðarstjórum í Kuala Lumpur góðrar nætur. Það var nokkrum mínútum áður en sambandið rofnaði við staðsetningarbúnað flugvélarinnar og flugstjórinn hafði aldrei samband við flugumferðarstjóra í Víetnam, eins og hann átti að gera. Um borð voru 227 farþegar og þar af fimm ung börn, auk tólf áhafnarmeðlima. Flestir farþegar, eða 153, voru frá Kína. Fimmtíu voru frá Malasíu, sjö frá Indónesíu, sex frá Ástralíu, fimm frá Indlandi, fjórir frá Frakklandi en þar að auki voru farþegar frá Bandaríkjunum, Kanada, Íran, Hollandi, Nýja Sjálandi, Rússlandi, Taívan og Úkraínu um borð. Hernaðarratsjár sýndu að stefnu flugvélarinnar var breytt til vestur yfir Andaman-haf og að Indlandshafi. Þá hafa gögn úr gervihnöttum sýnt að flugvélinni var flogið í rúmar sex klukkustundir til viðbótar. Mögulega þar til flugvélin varð eldsneytislaus og er talið að hún hafi hrapað í sunnanvert Indlandshafið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt DW, þar sem meðal annars má sjá kort af flugstefnu MH370. Eins og fram kemur í samantekt AP fréttaveitunnar hafa margar kenningar um hvarf MH370 litið dagsins ljós. Þar á meðal má nefna kenningar um súrefnisleysi, rafmagnsbilun og jafnvel flugrán. Engin neyðarskilaboð voru þó send út eða einhverjar kröfur. Veður var gott og engar vísbendingar hafa litið dagsins ljós sem benda til bilunar um borð. Margir hafa beint spjótum sínum að flugstjóra flugvélarinnar. Í gegnum árin hefur því ítrekað verið haldið fram að hann hafi framið sjálfsvíg og í leiðinni myrt 238 aðrar manneskjur. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, er meðal þeirra sem hafur haldið þessu fram og hefur hann sagt ráðamenn í Malasíu einnig vera þeirrar skoðunnar. Sjá einnig: Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Í skýrslu sem yfirvöld í Malasíu birtu árið 2018 kom þó fram að engar vísbendingar hefðu fundist sem bentu til þess að flugstjórinn, sem hét Zaharie Ahmad Shah, beri ábyrgð á hvarfinu. Engin svör án flaksins Ólíklegt er að nokkur marktæk svör finnist við leyndardómnum um hvarf MH370 fyrr en flak flugvélarinnar finnst og flugritar hennar. Finnist þeir, gætu rannsakendur hlustað á upptökur úr flugstjórnarklefa flugvélarinnar og nálgast önnur tæknileg gögn um flugferðina. Mikil áhersla var lögð á að finna flugvélina en yfirvöld í Ástralíu, Malasíu og Kína leiddu leitina. Hún spannaði fjögur ár og var leitað á um 120 þúsund ferkílómetra svæði á botni Indlands með fjarstýrðum kafbátum og sónartækjum. Skuggi leitarvélar frá Ástralíu yfir sunnanverðu Indlandshafi.AP/Rob Griffith Indlandshaf er þriðja stærsta haf heimsins. Veður er oft vont á leitarsvæðinu og meðaldýpið er um fjórir kílómetrar, sem gerði leitina gífurlega erfiða. Einum tímapunkti greindust merki sem talin voru koma frá flugrita flugvélarinnar og einnig fundust flök gamalla skipa á hafsbotninum en engin flugvél. Í júlí 2015 rak brot úr flugvélinni á land á frönsku eyjunni Reunioneyju í vestanverðu Indlandshafi, austur af Madagaskar, og hafa önnur brot fundist við austurströnd Afríku. Leitinni var formlega hætt árið 2017. Forsvarsmenn bandarísks fyrirtækis sem heitir Ocean Infinity hófu leit að nýju í janúar 2018. Þeir leituðu norðar en áður hafði verið gert en sú ákvörðun byggði á hafstraumagreiningu og því hvar brak hafði fundist. Leitin stóð yfir í nokkra mánuði en skilaði ekki árangri. Ráðamenn í Malasíu hafa sagt að leit muni ekki hefjast aftur, nema trúverðugar vísbendingar um hvar finna megi flakið líti dagsins ljós. Forsvarsmenn Ocean Infinity hafa lagt nýja leit til og er það til skoðunar í Malasíu. Fjölskyldumeðlimir margra sem hurfu berjast fyrir því að leitað verði áfram að flugvélinni og segja mikilvægt að varpa ljósi á leyndardóminn. Ekki bara fyrir þau, heldur til að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik geti átt sér stað aftur.
Flugvélahvarf MH370 Malasía Ástralía Kína Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira