Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:52 Biden greindi frá bryggjuáformunum í stefnuræðu sinni í gær en staðan á Gasa er farin að vera honum fjötur um fót í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar. Getty/Chip Somodevilla Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. Biden sagði Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið. Þá sagði hann Ísraelsmenn þurfa að axla ábyrgð. „Við leiðtoga Ísrael segi ég þetta: Mannúðaraðstoð má ekki vera í öðru sæti eða notuð sem vogarafl í samningaviðræðum. Það verður að vera forgangsmál að standa vörð um og bjarga saklausum lífum.“ Guardian segir að svo virðist sem ákvörðunin um að opna eigin höfn hafi verið tekin vegna óánægju stjórnvalda vestanhafs með aðgerðaleysi Ísraela í mannúðarmálum. „Við ætlum ekki að bíða eftir Ísraelsmönnunum. Þetta er stund fyrir Bandaríkin að taka forystu,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni. Sérfræðingar hafa fagnað fréttunum en óttast að framkvæmdin muni taka of langan tíma og segja að það hefði verið skilvirkara að fá Ísraelsmenn til að opna fleiri landleiðir inn á Gasa. Samkvæmt heimildarmönnum verður bryggjan reist af verkfræðingum sem munu starfa frá skipum undan ströndinni. Hermenn Bandaríkjanna munu þannig ekki þurfa að stíga á land heldur verður öllu sinnt frá hafi. Neyðargögnin verða flutt um borð í Larnaca á Kýpur og flutt þaðan til Gasa. Ísraelsmenn munu geta skoðað farminn áður en hann leggur úr höfn í Larnaca. Von er á sameiginlegri tilkynningu frá öðrum ríkjum og hjálparsamtökum sem munu koma að málum en Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sögð meðal þeirra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Biden sagði Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið. Þá sagði hann Ísraelsmenn þurfa að axla ábyrgð. „Við leiðtoga Ísrael segi ég þetta: Mannúðaraðstoð má ekki vera í öðru sæti eða notuð sem vogarafl í samningaviðræðum. Það verður að vera forgangsmál að standa vörð um og bjarga saklausum lífum.“ Guardian segir að svo virðist sem ákvörðunin um að opna eigin höfn hafi verið tekin vegna óánægju stjórnvalda vestanhafs með aðgerðaleysi Ísraela í mannúðarmálum. „Við ætlum ekki að bíða eftir Ísraelsmönnunum. Þetta er stund fyrir Bandaríkin að taka forystu,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni. Sérfræðingar hafa fagnað fréttunum en óttast að framkvæmdin muni taka of langan tíma og segja að það hefði verið skilvirkara að fá Ísraelsmenn til að opna fleiri landleiðir inn á Gasa. Samkvæmt heimildarmönnum verður bryggjan reist af verkfræðingum sem munu starfa frá skipum undan ströndinni. Hermenn Bandaríkjanna munu þannig ekki þurfa að stíga á land heldur verður öllu sinnt frá hafi. Neyðargögnin verða flutt um borð í Larnaca á Kýpur og flutt þaðan til Gasa. Ísraelsmenn munu geta skoðað farminn áður en hann leggur úr höfn í Larnaca. Von er á sameiginlegri tilkynningu frá öðrum ríkjum og hjálparsamtökum sem munu koma að málum en Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sögð meðal þeirra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira