Ummæli páfa um ábyrgð Úkraínu vekja hörð viðbrögð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 17:57 Páfinn við bænakall í morgun. EPA Ummæli sem Frans páfi lét falla í viðtali um að Úkraínumenn ættu að hafa kjarkinn til þess að stilla til friðar og binda enda á stríðið gegn Rússlandi hafa vakið hörð viðbrögð. Stjórnmálamenn frá bæði Úkraínu og Evrópu hafa fordæmt ummælin. Í viðtali sem birtist í svissneska miðlinum RTS segir páfinn að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Bút úr viðtalinu má nálgast á vef The Guardian. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu gagnrýndi ummælin í samfélagsmiðlafærslu í dag. „Fáninn okkar er gulur og blár. Við lifum og deyjum með þeim fána. Við munum aldrei veifa öðrum fána en honum,“ sagði hann sem vísan til ummæla páfans um hvíta fánann. Hann biðlaði til páfans að halda sig á hlið hins góða og ekki setja Rússland og Úkraínu á sama stall og tala um samningaviðræður. Stjórnmálamenn í Evrópu allri hafa síðan tjáð mikla reiði yfir ummælum páfans, sem þeir segja að færi ábyrgðina fyrir stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu, yfir á Úkraínumenn. „Sunnudagsskoðunin mín: Maður skal ekki gefast upp gegn hinu illa, maður á að berjast við hið illa og sigra það, þar til hið illa veifar hvíta fánanum og gefst upp,“ skrifaði Edgars Rinkēvičs forseti Lettlands á X í dag. My Sunday morning take: One must not capitulate in face of evil, one must fight it and defeat it, so that the evil raises the white flag and capitulates— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) March 10, 2024 Dennis Radtke, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði ummælin skammarleg í færslu á X. „Afstaða hans gagnvart Úkraínu endurspeglar páfaembættið illa. Það er óskiljanlegt,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, sagði á sama miðli: „Hvað með að hvetja frekar Pútín til þess að vinna upp kjarkinn til þess að draga Rússlandsher til baka frá Úkraínu. Með því væri hægt að koma á friði án nokkurrar þarfar á samningaviðræðum.“ Þá gagnrýndi Anton Geraschenko, fyrrverandi ráðgjafi hjá innanríkisráðuneytinu í Úkraínu, ummælin á X. Hann segir furðulegt að páfinn finni ekki hjá sér þörf til þess að verja Úkraínumenn og fordæma Rússa, sem hafa drepið tugþúsundir manna í árásum sínum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Páfagarður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Í viðtali sem birtist í svissneska miðlinum RTS segir páfinn að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Bút úr viðtalinu má nálgast á vef The Guardian. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu gagnrýndi ummælin í samfélagsmiðlafærslu í dag. „Fáninn okkar er gulur og blár. Við lifum og deyjum með þeim fána. Við munum aldrei veifa öðrum fána en honum,“ sagði hann sem vísan til ummæla páfans um hvíta fánann. Hann biðlaði til páfans að halda sig á hlið hins góða og ekki setja Rússland og Úkraínu á sama stall og tala um samningaviðræður. Stjórnmálamenn í Evrópu allri hafa síðan tjáð mikla reiði yfir ummælum páfans, sem þeir segja að færi ábyrgðina fyrir stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu, yfir á Úkraínumenn. „Sunnudagsskoðunin mín: Maður skal ekki gefast upp gegn hinu illa, maður á að berjast við hið illa og sigra það, þar til hið illa veifar hvíta fánanum og gefst upp,“ skrifaði Edgars Rinkēvičs forseti Lettlands á X í dag. My Sunday morning take: One must not capitulate in face of evil, one must fight it and defeat it, so that the evil raises the white flag and capitulates— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) March 10, 2024 Dennis Radtke, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði ummælin skammarleg í færslu á X. „Afstaða hans gagnvart Úkraínu endurspeglar páfaembættið illa. Það er óskiljanlegt,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, sagði á sama miðli: „Hvað með að hvetja frekar Pútín til þess að vinna upp kjarkinn til þess að draga Rússlandsher til baka frá Úkraínu. Með því væri hægt að koma á friði án nokkurrar þarfar á samningaviðræðum.“ Þá gagnrýndi Anton Geraschenko, fyrrverandi ráðgjafi hjá innanríkisráðuneytinu í Úkraínu, ummælin á X. Hann segir furðulegt að páfinn finni ekki hjá sér þörf til þess að verja Úkraínumenn og fordæma Rússa, sem hafa drepið tugþúsundir manna í árásum sínum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Páfagarður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira