Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. mars 2024 23:22 Stjörnurnar skinu skært á dreglinum í kvöld. SAMSETT Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. Síðkjólar, pallíettur, demantar og ýmis konar glamúr einkennir kvöldið að vana. Þá virðast ljósir litir og pastel litir vinsælir í ár en litur kvöldsins virðist þó vera silfur. Dwayne The Rock Johnson nýtur sín vel í silfurgráum jakkafötum í kvöld. Dwayne Johnson glansaði á dreglinum í glæsilegu silfurlúkki. Mike Coppola/Getty Images Stórleikonan Emma Stone rokkar ljósgrænan kjól frá tískuhúsinu Louis Vuitton í kvöld og það í mjög ljósum mintugrænum lit sem fer henni einstaklega vel. Hún er tilnefnd sem leikkona í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Poor Things. Hún hlaut Óskarsverðlaun árið 2017 fyrir hlutverk sitt í La La Land. Emma Stone er tilnefnd til Óskarsverðlauna í kvöld. Mike Coppola/Getty Images) Óskarsverðlaunahafinn Lupita Nyong'o slær alltaf í gegn á rauða dreglinum. Hún klæðist stórfenglegum steinuðum blátóna kjól með fjöðrum frá Prada. Gyðja í Prada, Lupita Nyong'o er með stórglæsilegan stíl. John Shearer/WireImage Tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld klæðist sægrænum síðkjól frá tískuhúsinu Elie Saab og fer beinustu leið inn á best klæddu kvöldsins listann. Söngkonan og leikkonan Hailee Steinfeld er glæsileg í sægrænu. Emma McIntyre/Getty Images Leikkonan America Ferrera fór á kostum í Barbie myndinni en hún er tilnefnd fyrir það í kvöld sem besta leikkona í aukahlutverki. Hún heldur Barbie þemanu gangandi á dreglinum í bleikum pallíettukjól frá tískuhúsinu Versace. Barbie bomba! America Ferrera er Versace drottning í kvöld. JC Olivera/Getty Images Meðleikari hennar Ryan Gosling er sömuleiðis tilnefndur í kvöld sem leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Ken í Barbie. Hann er klæddur í svart en smáatriðin eru í silfrinu. Ryan Gosling klæðist svörtu og silfri í kvöld. Mike Coppola/Getty Images Leikkonan Anya Taylor-Joy skín skært í kvöld í silfurlituðum Dior síðkjól. Algjör starna! Anya Taylor-Joy skín skært í Dior. Kevin Mazur/Getty Images Silfrið heldur áfram að skína á dreglinum en leikkonan Gabriel Union er stórfengleg í silfurlituðum síðkjól í kvöld. Gabrielle Union gyðja í silfri. Jeff Kravitz/FilmMagic Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh mætti sömuleiðis í silfurkjól með svarta hanska og í svörtum skóm, fabjúlöss! Michelle Yeoh óskarsverðlaunahafi mætti í silfursíðkjól. Mike Coppola/Getty Images Breska leikkonan Florence Pugh er sömuleiðis í silfurlituðum síðkjól. Florence Pugh í silfri. Aliah Anderson/Getty Images Óskarsverðlaunahafinn Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláum glæsikjól. Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláu. Kevin Mazur/Getty Images Rokkarinn, goðsögnin og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðurdressi við. Rokkarinn og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðrinu. Mike Coppola/Getty Images Billie Eilish er að sjálfsögðu klædd í Chanel í kvöld og á jakkanum er hún með Artists For Ceasefire nælu, eða listamenn fyrir vopnahlé. Eilish er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið What Was I Made For úr Barbie. Chanel drottningin Billie Eilish.JC Olivera/Getty Images Tónlistarkonan Ariana Grande mætti í ljósbleikum og líflegum kjól sem virðist bæði hlýr og mjúkur til að sitja í. Kjóllinn er algjörlega í anda karakters hennar Glindu í væntanlegu kvikmyndinni Wicked. Ariana Grande í tyggjógúmmíbleikum Glinda síðkjól. JC Olivera/Getty Images Breska leikkonan Emily Blunt valdi krem-hvítan síðkjól frá sjóðheita tískuhúsinu Schiaparelli. Hún er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Oppenheimer. Emily Blunt í kremhvítu með áhugaverðu pallíettumunstri.John Shearer/WireImage Fyrirsætan og leikkonan Molly Sims klæðist ljósbleiku í kvöld og er algjör bomba með silfurkeðju á kjólnum og bleika skikkju. Leikkonan og fyrirsætan Molly Sims valdi ljósbleikt fyrir kvöldið. JC Olivera/Getty Images Margot Robbie er mætt á rauða dregilinn í svörtum síðkjól og glæsileikinn glansar af henni. Robbie var ekki tilefnd fyrir hlutverk sitt í Barbie og voru margir ósáttir við það enda var myndin ein sú allra vinsælasta í fyrra. Margot Robbie stórglæsileg. Photo by Mike Coppola/Getty Images Charlize Theron skartar ljóstóna síðkjól við silfurskart. Charlize Theron í ljósum satín síðkjól með silfurskartgripi. Kevin Mazur/Getty Images Bradley Cooper er tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Maestro. Hann klæðist dökkbláum jakkafötum í 70's stíl sem hefur verið mjög vinsæll að undanförnu. Bradley Cooper í 70's fíling. Photo by Kevin Mazur/Getty Images Zendaya vekur alltaf athygli á rauða dreglinum og skín sannarlega hvað skærast í kvöld í silfur og bleiku frá Giorgio Armani Privé. Zendaya fær alltaf toppeinkunn á dreglinum. Mike Coppola/Getty Images Hér má sjá lista yfir tilnefningar kvöldsins: Óskarsverðlaunin Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. 15. nóvember 2023 21:15 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Síðkjólar, pallíettur, demantar og ýmis konar glamúr einkennir kvöldið að vana. Þá virðast ljósir litir og pastel litir vinsælir í ár en litur kvöldsins virðist þó vera silfur. Dwayne The Rock Johnson nýtur sín vel í silfurgráum jakkafötum í kvöld. Dwayne Johnson glansaði á dreglinum í glæsilegu silfurlúkki. Mike Coppola/Getty Images Stórleikonan Emma Stone rokkar ljósgrænan kjól frá tískuhúsinu Louis Vuitton í kvöld og það í mjög ljósum mintugrænum lit sem fer henni einstaklega vel. Hún er tilnefnd sem leikkona í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Poor Things. Hún hlaut Óskarsverðlaun árið 2017 fyrir hlutverk sitt í La La Land. Emma Stone er tilnefnd til Óskarsverðlauna í kvöld. Mike Coppola/Getty Images) Óskarsverðlaunahafinn Lupita Nyong'o slær alltaf í gegn á rauða dreglinum. Hún klæðist stórfenglegum steinuðum blátóna kjól með fjöðrum frá Prada. Gyðja í Prada, Lupita Nyong'o er með stórglæsilegan stíl. John Shearer/WireImage Tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld klæðist sægrænum síðkjól frá tískuhúsinu Elie Saab og fer beinustu leið inn á best klæddu kvöldsins listann. Söngkonan og leikkonan Hailee Steinfeld er glæsileg í sægrænu. Emma McIntyre/Getty Images Leikkonan America Ferrera fór á kostum í Barbie myndinni en hún er tilnefnd fyrir það í kvöld sem besta leikkona í aukahlutverki. Hún heldur Barbie þemanu gangandi á dreglinum í bleikum pallíettukjól frá tískuhúsinu Versace. Barbie bomba! America Ferrera er Versace drottning í kvöld. JC Olivera/Getty Images Meðleikari hennar Ryan Gosling er sömuleiðis tilnefndur í kvöld sem leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Ken í Barbie. Hann er klæddur í svart en smáatriðin eru í silfrinu. Ryan Gosling klæðist svörtu og silfri í kvöld. Mike Coppola/Getty Images Leikkonan Anya Taylor-Joy skín skært í kvöld í silfurlituðum Dior síðkjól. Algjör starna! Anya Taylor-Joy skín skært í Dior. Kevin Mazur/Getty Images Silfrið heldur áfram að skína á dreglinum en leikkonan Gabriel Union er stórfengleg í silfurlituðum síðkjól í kvöld. Gabrielle Union gyðja í silfri. Jeff Kravitz/FilmMagic Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh mætti sömuleiðis í silfurkjól með svarta hanska og í svörtum skóm, fabjúlöss! Michelle Yeoh óskarsverðlaunahafi mætti í silfursíðkjól. Mike Coppola/Getty Images Breska leikkonan Florence Pugh er sömuleiðis í silfurlituðum síðkjól. Florence Pugh í silfri. Aliah Anderson/Getty Images Óskarsverðlaunahafinn Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláum glæsikjól. Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláu. Kevin Mazur/Getty Images Rokkarinn, goðsögnin og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðurdressi við. Rokkarinn og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðrinu. Mike Coppola/Getty Images Billie Eilish er að sjálfsögðu klædd í Chanel í kvöld og á jakkanum er hún með Artists For Ceasefire nælu, eða listamenn fyrir vopnahlé. Eilish er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið What Was I Made For úr Barbie. Chanel drottningin Billie Eilish.JC Olivera/Getty Images Tónlistarkonan Ariana Grande mætti í ljósbleikum og líflegum kjól sem virðist bæði hlýr og mjúkur til að sitja í. Kjóllinn er algjörlega í anda karakters hennar Glindu í væntanlegu kvikmyndinni Wicked. Ariana Grande í tyggjógúmmíbleikum Glinda síðkjól. JC Olivera/Getty Images Breska leikkonan Emily Blunt valdi krem-hvítan síðkjól frá sjóðheita tískuhúsinu Schiaparelli. Hún er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Oppenheimer. Emily Blunt í kremhvítu með áhugaverðu pallíettumunstri.John Shearer/WireImage Fyrirsætan og leikkonan Molly Sims klæðist ljósbleiku í kvöld og er algjör bomba með silfurkeðju á kjólnum og bleika skikkju. Leikkonan og fyrirsætan Molly Sims valdi ljósbleikt fyrir kvöldið. JC Olivera/Getty Images Margot Robbie er mætt á rauða dregilinn í svörtum síðkjól og glæsileikinn glansar af henni. Robbie var ekki tilefnd fyrir hlutverk sitt í Barbie og voru margir ósáttir við það enda var myndin ein sú allra vinsælasta í fyrra. Margot Robbie stórglæsileg. Photo by Mike Coppola/Getty Images Charlize Theron skartar ljóstóna síðkjól við silfurskart. Charlize Theron í ljósum satín síðkjól með silfurskartgripi. Kevin Mazur/Getty Images Bradley Cooper er tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Maestro. Hann klæðist dökkbláum jakkafötum í 70's stíl sem hefur verið mjög vinsæll að undanförnu. Bradley Cooper í 70's fíling. Photo by Kevin Mazur/Getty Images Zendaya vekur alltaf athygli á rauða dreglinum og skín sannarlega hvað skærast í kvöld í silfur og bleiku frá Giorgio Armani Privé. Zendaya fær alltaf toppeinkunn á dreglinum. Mike Coppola/Getty Images Hér má sjá lista yfir tilnefningar kvöldsins:
Óskarsverðlaunin Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. 15. nóvember 2023 21:15 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. 15. nóvember 2023 21:15