Það getur verið dauðans alvara og hafa lélegan lesskilning. Ætli þeir séu margir sem hafa verið rændir æskunni út af því? Davíð Bergmann skrifar 11. mars 2024 11:00 Kveikjan að þessum skrifum varð til í kringum andlát föður míns. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég ætla ekki að draga þetta með mér fram á grafarbakka, eins og pabbi gamli gerði. Hann átti enga sök á þessu en samt sem áðurvar hann með nagandi samviskubit allt sitt líf að hafa ekki getað gert meira. Með þessum skrifum tekst mér vonandi að skila skömminni á réttan stað þar sem hún á heima, í virðingu við hann fyrst og fremst. Það að þrjátíu prósent drengja geta ekki lesið sér til gagns er dauðans alvara. Þetta verður aldrei tæmandi í svona greinarskrifum það veit ég, en ég ætla samt að reyna draga þetta saman í eins stuttan texta og ég get. Ég er einn af þeim sem var rændur barnsæskunni af skóla og félagsmálastofnun Kópavogs. Það verður aldrei bætt upp, hvorki með peningum né með afsökunarbeiðni, hún verður heldur ekki tekin gild að minni hálfu. Ég á mér bara eina ósk að þetta pakk sem tóku þessar geðræðislegu ákvarðanir með mitt líf sem barn og minnar fjölskyldu á sínum tíma, fái sinn stað niðri í helvíti. Þetta átti sér stað seint á áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda síðustu aldar. Þá var foreldrum mínum stillt upp við vegg af skóla og félagsmálastofnun Kópavogs, sem jafn gildir barnavernd á okkar tímum. Það var meira segja félagsmálastjórinn sjálfur sem kallaði pabba minn á sinn fund í eigin persónu og tilkynnti hann honum að annað hvort færi ég í sveit eða ég yrði tekinn af þeim. Þetta voru úrslita kostirnir sem foreldrar mínir fengu á þessum árum vegna þess að ég gat ekki lesið mér til gagns. Það sem ég er búinn að hugsa þessa auma félagsmálastjóra oft þegjandi þörfina í gegnum áratugina, en hann er víst hrokinn upp af í dag sá mörður. Öll mín félagsleg tengsl, hvort heldur við fjölskyldu mína eða við vini, voru rofin með einu pennastriki. Í eitt skiptið var mér komið fyrir hjá snarbiluðu fólki sem hafði enga uppeldishæfni og hefðu ekki einu sinni átt að hafa leyfi fyrir því að halda ketti hvað þá meira. Þetta er eitthvað sem mun aldrei nokkurn tímann hverfa úr mínu minni svo lengi sem ég lifi. Eftirlitið var ekkert og ég man aldrei eftir því að það hafi komið einhver frá skóla eða félagsmálastofnun að tala við mig á þessum árum, ég var bara geymdur og gleymdur þarna. Meira segja máttu foreldrar mínir ekki vera í samskiptum við mig á meðan á þessari vist stóð, ástæðan var sú að það ætti ekki að rugla mig í ríminu. Höfum eitt á hreinu ég hef fulla innstæðu fyrir því að vera reiður út í þessi fífl sem komu að þessu og annað mér gæti ekki verið meira sama hvað öðru fólki finnst um það í dag. Þessar aumu mannleysur verðskulda ekki snefil af virðingu hvort sem þær eru á lífi eða ekki og þeim verður aldrei fyrirgefið sama hvað af minni hálfu. Pabbi viðurkenndi fyrir mér að þetta hafi verið eitt það erfiðasta sem hann þurfti að takast á við á sinni lífsleið og var mikill ósigur þegar þetta yfirvald stillti honum svona upp. Pabbi gamli var búinn upplifa ýmislegt áður enn þetta gerðist, eins og það að vera 8 ára og kveðja mömmu sína í hinsta sinn ásamt 12 ára bróður sínum í dyragættinni á spítalanum á Patreksfirði. Þeir máttu ekki koma nálægt henni því hún var með Berkla. Eins þegar Vélbáturinn Sæfari frá Tálknafirði sökk aðfaranótt 10. janúar 1970. Öll áhöfnin fórst, sex ungir menn. Pabbi var á þessum báti í mörg ár, þarna fórust vinir hans. En ég veit það fyrir víst að þessi fundur brennimerkti pabba gamla til lífstíðar og þetta var mikill ósigur fyrir hann að þurfa lúffa fyrir þessari viðbjóðslegu stofnun sem skóla og félagsþjónusta Kópavogs var. Pabbi bað mig afsökunar þegar ég sat við dánarbeði hans grátandi rétt áður en hann yfirgaf þessa jarðvist, þá orðinn 90 ára. Að hann hefði ekki getað staðið upp í hárinu á þeim, ég veit í dag að hann átti enga sök á þessu og að foreldrar mínir áttu ekki séns í þetta ógnarvald sem þessi stofnun var á þessum tíma. Ég veit að mamma og pabbi reyndu allt til að berjast gegn þessari sturluðu ákvörðun, en þrælsóttinn við svona stofnanir var yfirsterkari á þessum árum og tíðarandinn var líka allt annar. Svona stofnanir höfðu í þá daga algjört alræðisvald og þær komust upp með allan fjandann. Saga barnaverndar hefur sýnt okkur það oftar en einu sinni í gegnum tíðina að hún hefur getað hagað sér að vild og það var nóg að börn væru ólæs til að rífa börnin af foreldrunum sínum. Koma þeim svo fyrir á stöðum þar sem æsku þeirra er rænt eins og á Breiðavík eða á Hjalteyri, Varmalandi nú eða stúlkna heimilinu Laugum fyrir utan öll fósturheimilin. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi þar sem var farið illa með börn. Auðvitað skal ekki gleymast að nefna hér að það voru líka staðir sem gerðu vel og hjálpuðu börnum, en þessi skrif fjalla ekki um þá staði, heldur þá sem drulluðu upp á þak. Það er kannski ekki skrýtið að ég hafi sagt svona diplómat prikum stríð á hendur í gegnum áratugina. Ég hef alla tíð haft óbeit af svona fagprikum og öllu því sem snýr að svona stofnunum því ég veit það á eigin skinni hvers þær eru megnugar að gera. Ég hef líka séð allar tegundir að af uppfærslum á leikritinu “keisarinn er í engum fötum” í þessum málaflokki þegar ég var kominn hinu megin við borðið og farinn að starfa að málefnum olnbogabarna sem spannar núna 30 ár. Ég er nokkuð viss að leikhús gagnrýnandinn myndi að öllum líkindum segja þetta vera klént og rýrt í roðinu oft á tíðum. Foreldrar mínir fluttu í Kópavoginn árið 1963. Pabbi minn kom að því að byggja Kópavogslaugina og var svo boðið að vinna þar og starfaði í sundlauginni í 32 ár. Þar á undan stundaði hann sjómennsku að mestu leiti og verkamannavinnu í byggingariðnaði. Mamma mín vann við skúringar í skóla, eins var hún á sama tíma dagmamma fyrir bæinn og á leikskóla seinna meir eða þar til að hún fékk krabbamein sem hún var að glímdi í fimm ár eða þar til að hún fór á eftirlaun. Mamma og pabbi voru bara óskup venjulegt alþýðufólk sem börðust í bökkum að koma yfir sig þaki og að fæða og klæða okkur systkinin og koma okkur til manns eins og gengur og gerist. Það var Kópavogsskóli sem var fyrstur til að reka mig úr skóla og það var einmitt sami skóli sem og hún mamma skúraði í. Það vildi engin skóli taka við mér í Kópavogi á þessum árum eftir að ég var rekinn, ástæðan var einfaldlega sú að ég var ekki læs og ég hafði mikla hreyfi þörf. Mamma mín var meira að segja áreitt af umsjónarkennaranum mínum kynferðislega, þegar hún var að vinna í skólanum. Þessi mannleysa lagði mig líka í einelti. Þó svo að það séu liðnir margir áratugir síðan þetta var, þá er þetta en greipt í huga mér þó svo að ég hafi verið ungur að árum. Eineltið uppgötvaðist ekki fyrr en besti vinur minn og skólabróðir á þessum árum segir mömmu frá að kennarinn léti mig alltaf lesa í nestistímanum. Það fór þannig fram að ég látinn standa við hliðina á skrifborðinu hans og lesa upphátt fyrir bekkinn. Það var enginn annar í bekknum sem þurfti gera þetta nema ég. Þetta var refsing sem ég fékk fyrir það að geta ekki lesið og hann ásakaði mig um að koma óundirbúinn í tímann og að hafa ekki lesið heima. Trúið mér, það var ekki þannig, ég reyndi eins og ég gat en textinn var eins og öldur hafins. Hérna er smá texti úr bókinni minni „Bókin er minn óvinur“ sem kemur vonandi bráðum út. Ég var ekki nema á tíunda aldurs ári og í 4 bekk, þegar ég man eftir fyrstu niðurlægingunni fyrir framan hin skólasystkini mín, þá stóð ég stamandi og eldrauður fyrir framan þau. Það hjálpaði ekki heldur að vera taugaspenntur og kvíðinn. Eftir því sem leið á kennslustundina og flestir voru búnir að lesa, kviknaði sú hugsun hjá mér að kannski yrði ég heppinn og slyppi í þetta sinn. Það gat gerst að kennarinn sleppti nemendum að lesa vegna þess að tíminn var búinn. Ég fór því að fylgjast með klukkunni upp á vegg sem var fyrir ofan töfluna. Þegar tíminn var alveg að verða búinn hugsaði ég sigri hrósandi, hann ætlar ekki að láta mig lesa í dag. Heyrði skrjáfið í nestispokunum þegar krakkarnir voru að teygja sig eftir nestinu sínu, þarna gerði ég ráð fyrir því að vera sloppinn. Skólabjallan hringdi, sem staðfesti að það væri kominn væri drekkutími. Ég ætlaði að fara að teygja mig eftir nestinu í skólatöskunni minni þegar kennarinn sagði nafnið mitt. Fann hrollinn, eins og ískalt vatn rynni niður milli herðablaðanna, leið eins og tíminn hafi stöðvast. En og aftur kominn í sviðsljósið, drengurinn sem getur ekki lesið. Óttinn gagntók mig. Ég vissi að ég myndi upplifa enn einn ósigurinn fyrir framan skólasystkinin mín þennan dag. Svo þegar ég var búinn gera mig að fífli fyrir framan alla krakkana í bekknum, var ég sendur í sætið mitt með þau vel völdu orð frá kennaranum að það yrði aldrei neitt úr mér, ég yrði ekkert annað en aumingi í framtíðinni. Í frímínútunum beið mín að vera strítt að geta ekki lesið og ég var uppnefndur Dabbi stam ásamt mörgum öðrum viðurnöfnum. Mamma kærði kennarann fyrir þetta, til æðstu skóla yfirvalda í Kópavogi. Það hafði þær afleiðingar að skólastjórinn lét hana finna fyrir því þegar hún var að skúra í skólanum hans, með hortugheitum og dónaskap og á tímabili lagði hann fæði á hana og hann yrti varla á hana, en þetta hafði verri afleiðingar og þá aðallega fyrir mig. Ég er sannfærður að þetta hafi haft hræðilegar afleiðingar fyrir fullt af fólki í gegnum áratugina hvernig þetta virkaði í gamla daga og ég heft heyrt margar hryllingssögur eins og það hvernig barnaverndin tök börn af fátækum einstæðum mæðrum og kom þeim fyrir á Breiðuvík. Við þekkjum öll þá viðbjóðslegu sögu í dag. Svo þegar Kópavogsskóli var búinn að losa sig við mig þá var mér komið fyrir tímabundið í tossaskóla eða þar til að ég strauk þaðan. Þá beið mín að vera með ferðatösku undir hendinni til sextán ára aldurs. Ég var sendur landshorna á milli og öll mín félagslegu tengsl voru rofin með einu pennastriki og allir draumarnir með í leiðinni, með þessari sturluðu ákvörðun. Þetta úrræði var þannig að tossunum í skólakerfinu var safnað saman á einn stað. Ásamt okkur tossunum voru þarna krakkar, sem voru bæði vitsmuna og þroskaskert. Í þá daga var það kallað að vera ,,þorskaheftur eða vangefinn”. Það var tekið takmarkað mark á krökkum sem áttu erfitt með að vera kjurr og höfðu ekkert úthald að sitja í 40 mínútur á rassgatinu og læra utanbókar lærdóm oghlusta á hrútleiðinlegan fyrirlestur um löngu dauða kalla. Þó svo að þau væru handlagin, klár í listum eða í íþróttum þá dugði það ekki til. Í dag kallast þetta að vera ofvirkur eða vera með athyglisbrest eða hvorutveggja svo eitthvað sé nefnt. Það var enginn að tala um kvíða eða þunglindi á þessum árum. Ég efast um að sú greining hafi verið til í þá daga, hjá börnum. Þetta var allt saman kallað að vera misþroska eða eitthvað álíka gáfulegt, nú eða einfaldlega að vera óþægur, óalandi og óferjandi og koma frá “slæmu heimili”. Svoleiðis krökkum var einfaldlega komið fyrir í tossaskóla eins og þessum. Það var engin óregla eða rugl á mínu heimili bara reglusamt venjulegt íslensk millistéttar heimili. Foreldrar mínir unnu baki brotnu fyrir vistunargjöldum mínum og voru í aukavinnu til þess og til að eiga í sig og á eins gengur og gerist. Mér fannst ég aldrei eiga neitt erindi að vera í þessum skóla hvað þá að eiga samleið með þremur alvarlega vitsmuna og þroskaskertum einstaklingum. Einn nemandi gekk um húsið með óhljóðum allan daginn, gaf frá sér dýrahljóð eða röflaði eitthvað við sjálfan sig í þeirri tóntegund að það truflaði alla í kringum hann. Það segir sig sjálft það er erfitt að halda einbeitingu í þannig umhverfi, sér í lagi þegar þú ert að glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Svo var annar þarna sem var með hækjur því hann átti við einhverja fötlun við stríða. Sá átti ekki við vitsmuna skerðingu að stríða en var örugglega að fást við einhverja þroskaskerðingu, svona miðað við hvernig hann hegðaði sér. Sá var berjandi allt og alla í kringum sig með hækjunum, bæði nemendur og kennara. Pabbi sagði mér frá því, einu sinni þegar hann kom að sækja mig í þennan tossaskóla, þá þurfti hann að týna nokkra gaura ofan af kennaranum vegna þess að þeir réðust á hann. Svo þegar kennarinn losnaði undan hrúgunni þá flúði hann undir borð. Þannig að þetta var miklu frekar vitleysingahæli en skóli, svo vægt sé til orða tekið, þegar ég hugsa til baka. Auðvitað reyndi ég að strjúka þaðan, ég stökk meira að segja út um glugga á annarri hæð með þeim afleiðingum að ég tognaði á fæti, þá var ég búinn að fá alveg nóg. Ég hafði svo mikla skömm að vera í þessum skóla að ég fór í gegnum garða til að engin sæi mig fara þarna inn. Þessi sem var með óhljóðin, var ekki sá eini um þau og hann lét ekki bara svona í skólanum heldur líka í strætó og hvar sem hann kom. Þannig að maður dauð skammaðist sín fyrir hann öllum stundum. Það síðasta sem maður vildi láta sjást var að við værum í sama skóla, nóg var nú samt eineltið á þessum árum. Það hefði gengið frá manni endanlega ef það hefði komist upp að ég hafi verið í skóla með “þroskaheftum eða vangefnum” eins og það var kallað á þeim árum. Eftir á að hyggja græddi ég ekkert á því að vera þarna en einhver staðar þurfa vondir að vera og það var skólaskylda í landinu. Minn vandi var sá að ég gat ekki lesið og það á ekkert skylt við vitsmuna og þroskaskerðingu. Í dag er þetta kallað að vera með sértæka námserfiðleika og það er hægt að rekja þessa erfiðleika til höfuðhöggs sem ég fékk þegar ég var smábarn sem olli einbeitingar skort. Námserfiðleikar mínir voru lesblinda og lélegur lesskilningur, athyglisbrestur og ofvirkni. Ef ég væri á grunnskóla aldri í dag, ætli ég myndi ekki vera einn af þeim 30% sem geta ekki lesið mér til gagns eins og kom fram í Písa könnunni um daginn, sem er gerð reglulega hér landi. Ætli þeir séu margir sem hafa verið rændir æskunni, vegna lélegs lesskilnings hér á landi? Er hugsanlegt að þessir einstaklingar velji jafnvel afbrota lífsstílinn til að komast af? Einn nemandi sem var samferða mér í þessum tossaskóla hefur á sínum fullorðins árum eytt meira en hálfri ævinni sinni á bak við lás og slá. Sá er eitthvað eldri ég.Ég veit ekkert um hans afdrif í dag eða hvort hann sé á lífi. Reyndar sá ég hann fyrir nokkrum árum í sjónvarpsþætti þar sem hann var að segja frá lífshlaupi sínu og það viðtal var tekið í fangelsinu á Litla Hrauni. Skildi hann vera sá eini eða er hugsanlegt að þeir séu fleiri sem eiga svipaða skólasögu og hann og hafa haft viðkomu í fangelsiskerfinu? Það voru fleiri en ég sem voru þarna sem áttu við sértæka námserfiðleika að stríða eins og lesblindu eða einbeitingarskort. Auðvitað var svona skólavist ekki til að bæta sjálfstraustið hjá neinum og eftir á hyggja er ég ekki hissa að sumir ákváðu að feta afbrota brautina. Það væri fróðlegt að vita hvað það skildu vera margir sem hafa endað innan veggja fangelsanna eða lent á örorku nú eða á geðdeildum landsins, leiðst út í neyslu, farist af slysförum eða framið sjálfsmorð. Þess vegna hef ég helgaði mínu lífsstarfi þessu og mín skoðun er sú að við þurfum að leggja áherslu á, listir, íþróttir og verklegt nám fyrir krakka sem eru að glíma við sértæka námserfiðleika og hætta að troða bókinni ofan í kok á þeim, því hún er þeirra versti óvinur í lífinu. Það á ekki að vera mælikvarðinn á hvort fólk hafi orðið að mönnum ef það útskrifast með stúdentshúfu á höfði eða ljúki háskólanámi. Þess vegna eigum við efla Fjölsmiðjur og Mótorsmiðjur um allt land því þannig úrræði á eftir að skila sér margfald til samfélagsins í formi nýtra og hæfari þjóðfélagsþegna en ekki lífeyris- og örorkuþega langt fyrir aldur fram. Höfundur hefur reynslu að sitja báðum megin við borðið sem olnbogabarn í skólakerfinu og vera starfsmaður þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Kveikjan að þessum skrifum varð til í kringum andlát föður míns. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég ætla ekki að draga þetta með mér fram á grafarbakka, eins og pabbi gamli gerði. Hann átti enga sök á þessu en samt sem áðurvar hann með nagandi samviskubit allt sitt líf að hafa ekki getað gert meira. Með þessum skrifum tekst mér vonandi að skila skömminni á réttan stað þar sem hún á heima, í virðingu við hann fyrst og fremst. Það að þrjátíu prósent drengja geta ekki lesið sér til gagns er dauðans alvara. Þetta verður aldrei tæmandi í svona greinarskrifum það veit ég, en ég ætla samt að reyna draga þetta saman í eins stuttan texta og ég get. Ég er einn af þeim sem var rændur barnsæskunni af skóla og félagsmálastofnun Kópavogs. Það verður aldrei bætt upp, hvorki með peningum né með afsökunarbeiðni, hún verður heldur ekki tekin gild að minni hálfu. Ég á mér bara eina ósk að þetta pakk sem tóku þessar geðræðislegu ákvarðanir með mitt líf sem barn og minnar fjölskyldu á sínum tíma, fái sinn stað niðri í helvíti. Þetta átti sér stað seint á áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda síðustu aldar. Þá var foreldrum mínum stillt upp við vegg af skóla og félagsmálastofnun Kópavogs, sem jafn gildir barnavernd á okkar tímum. Það var meira segja félagsmálastjórinn sjálfur sem kallaði pabba minn á sinn fund í eigin persónu og tilkynnti hann honum að annað hvort færi ég í sveit eða ég yrði tekinn af þeim. Þetta voru úrslita kostirnir sem foreldrar mínir fengu á þessum árum vegna þess að ég gat ekki lesið mér til gagns. Það sem ég er búinn að hugsa þessa auma félagsmálastjóra oft þegjandi þörfina í gegnum áratugina, en hann er víst hrokinn upp af í dag sá mörður. Öll mín félagsleg tengsl, hvort heldur við fjölskyldu mína eða við vini, voru rofin með einu pennastriki. Í eitt skiptið var mér komið fyrir hjá snarbiluðu fólki sem hafði enga uppeldishæfni og hefðu ekki einu sinni átt að hafa leyfi fyrir því að halda ketti hvað þá meira. Þetta er eitthvað sem mun aldrei nokkurn tímann hverfa úr mínu minni svo lengi sem ég lifi. Eftirlitið var ekkert og ég man aldrei eftir því að það hafi komið einhver frá skóla eða félagsmálastofnun að tala við mig á þessum árum, ég var bara geymdur og gleymdur þarna. Meira segja máttu foreldrar mínir ekki vera í samskiptum við mig á meðan á þessari vist stóð, ástæðan var sú að það ætti ekki að rugla mig í ríminu. Höfum eitt á hreinu ég hef fulla innstæðu fyrir því að vera reiður út í þessi fífl sem komu að þessu og annað mér gæti ekki verið meira sama hvað öðru fólki finnst um það í dag. Þessar aumu mannleysur verðskulda ekki snefil af virðingu hvort sem þær eru á lífi eða ekki og þeim verður aldrei fyrirgefið sama hvað af minni hálfu. Pabbi viðurkenndi fyrir mér að þetta hafi verið eitt það erfiðasta sem hann þurfti að takast á við á sinni lífsleið og var mikill ósigur þegar þetta yfirvald stillti honum svona upp. Pabbi gamli var búinn upplifa ýmislegt áður enn þetta gerðist, eins og það að vera 8 ára og kveðja mömmu sína í hinsta sinn ásamt 12 ára bróður sínum í dyragættinni á spítalanum á Patreksfirði. Þeir máttu ekki koma nálægt henni því hún var með Berkla. Eins þegar Vélbáturinn Sæfari frá Tálknafirði sökk aðfaranótt 10. janúar 1970. Öll áhöfnin fórst, sex ungir menn. Pabbi var á þessum báti í mörg ár, þarna fórust vinir hans. En ég veit það fyrir víst að þessi fundur brennimerkti pabba gamla til lífstíðar og þetta var mikill ósigur fyrir hann að þurfa lúffa fyrir þessari viðbjóðslegu stofnun sem skóla og félagsþjónusta Kópavogs var. Pabbi bað mig afsökunar þegar ég sat við dánarbeði hans grátandi rétt áður en hann yfirgaf þessa jarðvist, þá orðinn 90 ára. Að hann hefði ekki getað staðið upp í hárinu á þeim, ég veit í dag að hann átti enga sök á þessu og að foreldrar mínir áttu ekki séns í þetta ógnarvald sem þessi stofnun var á þessum tíma. Ég veit að mamma og pabbi reyndu allt til að berjast gegn þessari sturluðu ákvörðun, en þrælsóttinn við svona stofnanir var yfirsterkari á þessum árum og tíðarandinn var líka allt annar. Svona stofnanir höfðu í þá daga algjört alræðisvald og þær komust upp með allan fjandann. Saga barnaverndar hefur sýnt okkur það oftar en einu sinni í gegnum tíðina að hún hefur getað hagað sér að vild og það var nóg að börn væru ólæs til að rífa börnin af foreldrunum sínum. Koma þeim svo fyrir á stöðum þar sem æsku þeirra er rænt eins og á Breiðavík eða á Hjalteyri, Varmalandi nú eða stúlkna heimilinu Laugum fyrir utan öll fósturheimilin. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi þar sem var farið illa með börn. Auðvitað skal ekki gleymast að nefna hér að það voru líka staðir sem gerðu vel og hjálpuðu börnum, en þessi skrif fjalla ekki um þá staði, heldur þá sem drulluðu upp á þak. Það er kannski ekki skrýtið að ég hafi sagt svona diplómat prikum stríð á hendur í gegnum áratugina. Ég hef alla tíð haft óbeit af svona fagprikum og öllu því sem snýr að svona stofnunum því ég veit það á eigin skinni hvers þær eru megnugar að gera. Ég hef líka séð allar tegundir að af uppfærslum á leikritinu “keisarinn er í engum fötum” í þessum málaflokki þegar ég var kominn hinu megin við borðið og farinn að starfa að málefnum olnbogabarna sem spannar núna 30 ár. Ég er nokkuð viss að leikhús gagnrýnandinn myndi að öllum líkindum segja þetta vera klént og rýrt í roðinu oft á tíðum. Foreldrar mínir fluttu í Kópavoginn árið 1963. Pabbi minn kom að því að byggja Kópavogslaugina og var svo boðið að vinna þar og starfaði í sundlauginni í 32 ár. Þar á undan stundaði hann sjómennsku að mestu leiti og verkamannavinnu í byggingariðnaði. Mamma mín vann við skúringar í skóla, eins var hún á sama tíma dagmamma fyrir bæinn og á leikskóla seinna meir eða þar til að hún fékk krabbamein sem hún var að glímdi í fimm ár eða þar til að hún fór á eftirlaun. Mamma og pabbi voru bara óskup venjulegt alþýðufólk sem börðust í bökkum að koma yfir sig þaki og að fæða og klæða okkur systkinin og koma okkur til manns eins og gengur og gerist. Það var Kópavogsskóli sem var fyrstur til að reka mig úr skóla og það var einmitt sami skóli sem og hún mamma skúraði í. Það vildi engin skóli taka við mér í Kópavogi á þessum árum eftir að ég var rekinn, ástæðan var einfaldlega sú að ég var ekki læs og ég hafði mikla hreyfi þörf. Mamma mín var meira að segja áreitt af umsjónarkennaranum mínum kynferðislega, þegar hún var að vinna í skólanum. Þessi mannleysa lagði mig líka í einelti. Þó svo að það séu liðnir margir áratugir síðan þetta var, þá er þetta en greipt í huga mér þó svo að ég hafi verið ungur að árum. Eineltið uppgötvaðist ekki fyrr en besti vinur minn og skólabróðir á þessum árum segir mömmu frá að kennarinn léti mig alltaf lesa í nestistímanum. Það fór þannig fram að ég látinn standa við hliðina á skrifborðinu hans og lesa upphátt fyrir bekkinn. Það var enginn annar í bekknum sem þurfti gera þetta nema ég. Þetta var refsing sem ég fékk fyrir það að geta ekki lesið og hann ásakaði mig um að koma óundirbúinn í tímann og að hafa ekki lesið heima. Trúið mér, það var ekki þannig, ég reyndi eins og ég gat en textinn var eins og öldur hafins. Hérna er smá texti úr bókinni minni „Bókin er minn óvinur“ sem kemur vonandi bráðum út. Ég var ekki nema á tíunda aldurs ári og í 4 bekk, þegar ég man eftir fyrstu niðurlægingunni fyrir framan hin skólasystkini mín, þá stóð ég stamandi og eldrauður fyrir framan þau. Það hjálpaði ekki heldur að vera taugaspenntur og kvíðinn. Eftir því sem leið á kennslustundina og flestir voru búnir að lesa, kviknaði sú hugsun hjá mér að kannski yrði ég heppinn og slyppi í þetta sinn. Það gat gerst að kennarinn sleppti nemendum að lesa vegna þess að tíminn var búinn. Ég fór því að fylgjast með klukkunni upp á vegg sem var fyrir ofan töfluna. Þegar tíminn var alveg að verða búinn hugsaði ég sigri hrósandi, hann ætlar ekki að láta mig lesa í dag. Heyrði skrjáfið í nestispokunum þegar krakkarnir voru að teygja sig eftir nestinu sínu, þarna gerði ég ráð fyrir því að vera sloppinn. Skólabjallan hringdi, sem staðfesti að það væri kominn væri drekkutími. Ég ætlaði að fara að teygja mig eftir nestinu í skólatöskunni minni þegar kennarinn sagði nafnið mitt. Fann hrollinn, eins og ískalt vatn rynni niður milli herðablaðanna, leið eins og tíminn hafi stöðvast. En og aftur kominn í sviðsljósið, drengurinn sem getur ekki lesið. Óttinn gagntók mig. Ég vissi að ég myndi upplifa enn einn ósigurinn fyrir framan skólasystkinin mín þennan dag. Svo þegar ég var búinn gera mig að fífli fyrir framan alla krakkana í bekknum, var ég sendur í sætið mitt með þau vel völdu orð frá kennaranum að það yrði aldrei neitt úr mér, ég yrði ekkert annað en aumingi í framtíðinni. Í frímínútunum beið mín að vera strítt að geta ekki lesið og ég var uppnefndur Dabbi stam ásamt mörgum öðrum viðurnöfnum. Mamma kærði kennarann fyrir þetta, til æðstu skóla yfirvalda í Kópavogi. Það hafði þær afleiðingar að skólastjórinn lét hana finna fyrir því þegar hún var að skúra í skólanum hans, með hortugheitum og dónaskap og á tímabili lagði hann fæði á hana og hann yrti varla á hana, en þetta hafði verri afleiðingar og þá aðallega fyrir mig. Ég er sannfærður að þetta hafi haft hræðilegar afleiðingar fyrir fullt af fólki í gegnum áratugina hvernig þetta virkaði í gamla daga og ég heft heyrt margar hryllingssögur eins og það hvernig barnaverndin tök börn af fátækum einstæðum mæðrum og kom þeim fyrir á Breiðuvík. Við þekkjum öll þá viðbjóðslegu sögu í dag. Svo þegar Kópavogsskóli var búinn að losa sig við mig þá var mér komið fyrir tímabundið í tossaskóla eða þar til að ég strauk þaðan. Þá beið mín að vera með ferðatösku undir hendinni til sextán ára aldurs. Ég var sendur landshorna á milli og öll mín félagslegu tengsl voru rofin með einu pennastriki og allir draumarnir með í leiðinni, með þessari sturluðu ákvörðun. Þetta úrræði var þannig að tossunum í skólakerfinu var safnað saman á einn stað. Ásamt okkur tossunum voru þarna krakkar, sem voru bæði vitsmuna og þroskaskert. Í þá daga var það kallað að vera ,,þorskaheftur eða vangefinn”. Það var tekið takmarkað mark á krökkum sem áttu erfitt með að vera kjurr og höfðu ekkert úthald að sitja í 40 mínútur á rassgatinu og læra utanbókar lærdóm oghlusta á hrútleiðinlegan fyrirlestur um löngu dauða kalla. Þó svo að þau væru handlagin, klár í listum eða í íþróttum þá dugði það ekki til. Í dag kallast þetta að vera ofvirkur eða vera með athyglisbrest eða hvorutveggja svo eitthvað sé nefnt. Það var enginn að tala um kvíða eða þunglindi á þessum árum. Ég efast um að sú greining hafi verið til í þá daga, hjá börnum. Þetta var allt saman kallað að vera misþroska eða eitthvað álíka gáfulegt, nú eða einfaldlega að vera óþægur, óalandi og óferjandi og koma frá “slæmu heimili”. Svoleiðis krökkum var einfaldlega komið fyrir í tossaskóla eins og þessum. Það var engin óregla eða rugl á mínu heimili bara reglusamt venjulegt íslensk millistéttar heimili. Foreldrar mínir unnu baki brotnu fyrir vistunargjöldum mínum og voru í aukavinnu til þess og til að eiga í sig og á eins gengur og gerist. Mér fannst ég aldrei eiga neitt erindi að vera í þessum skóla hvað þá að eiga samleið með þremur alvarlega vitsmuna og þroskaskertum einstaklingum. Einn nemandi gekk um húsið með óhljóðum allan daginn, gaf frá sér dýrahljóð eða röflaði eitthvað við sjálfan sig í þeirri tóntegund að það truflaði alla í kringum hann. Það segir sig sjálft það er erfitt að halda einbeitingu í þannig umhverfi, sér í lagi þegar þú ert að glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Svo var annar þarna sem var með hækjur því hann átti við einhverja fötlun við stríða. Sá átti ekki við vitsmuna skerðingu að stríða en var örugglega að fást við einhverja þroskaskerðingu, svona miðað við hvernig hann hegðaði sér. Sá var berjandi allt og alla í kringum sig með hækjunum, bæði nemendur og kennara. Pabbi sagði mér frá því, einu sinni þegar hann kom að sækja mig í þennan tossaskóla, þá þurfti hann að týna nokkra gaura ofan af kennaranum vegna þess að þeir réðust á hann. Svo þegar kennarinn losnaði undan hrúgunni þá flúði hann undir borð. Þannig að þetta var miklu frekar vitleysingahæli en skóli, svo vægt sé til orða tekið, þegar ég hugsa til baka. Auðvitað reyndi ég að strjúka þaðan, ég stökk meira að segja út um glugga á annarri hæð með þeim afleiðingum að ég tognaði á fæti, þá var ég búinn að fá alveg nóg. Ég hafði svo mikla skömm að vera í þessum skóla að ég fór í gegnum garða til að engin sæi mig fara þarna inn. Þessi sem var með óhljóðin, var ekki sá eini um þau og hann lét ekki bara svona í skólanum heldur líka í strætó og hvar sem hann kom. Þannig að maður dauð skammaðist sín fyrir hann öllum stundum. Það síðasta sem maður vildi láta sjást var að við værum í sama skóla, nóg var nú samt eineltið á þessum árum. Það hefði gengið frá manni endanlega ef það hefði komist upp að ég hafi verið í skóla með “þroskaheftum eða vangefnum” eins og það var kallað á þeim árum. Eftir á að hyggja græddi ég ekkert á því að vera þarna en einhver staðar þurfa vondir að vera og það var skólaskylda í landinu. Minn vandi var sá að ég gat ekki lesið og það á ekkert skylt við vitsmuna og þroskaskerðingu. Í dag er þetta kallað að vera með sértæka námserfiðleika og það er hægt að rekja þessa erfiðleika til höfuðhöggs sem ég fékk þegar ég var smábarn sem olli einbeitingar skort. Námserfiðleikar mínir voru lesblinda og lélegur lesskilningur, athyglisbrestur og ofvirkni. Ef ég væri á grunnskóla aldri í dag, ætli ég myndi ekki vera einn af þeim 30% sem geta ekki lesið mér til gagns eins og kom fram í Písa könnunni um daginn, sem er gerð reglulega hér landi. Ætli þeir séu margir sem hafa verið rændir æskunni, vegna lélegs lesskilnings hér á landi? Er hugsanlegt að þessir einstaklingar velji jafnvel afbrota lífsstílinn til að komast af? Einn nemandi sem var samferða mér í þessum tossaskóla hefur á sínum fullorðins árum eytt meira en hálfri ævinni sinni á bak við lás og slá. Sá er eitthvað eldri ég.Ég veit ekkert um hans afdrif í dag eða hvort hann sé á lífi. Reyndar sá ég hann fyrir nokkrum árum í sjónvarpsþætti þar sem hann var að segja frá lífshlaupi sínu og það viðtal var tekið í fangelsinu á Litla Hrauni. Skildi hann vera sá eini eða er hugsanlegt að þeir séu fleiri sem eiga svipaða skólasögu og hann og hafa haft viðkomu í fangelsiskerfinu? Það voru fleiri en ég sem voru þarna sem áttu við sértæka námserfiðleika að stríða eins og lesblindu eða einbeitingarskort. Auðvitað var svona skólavist ekki til að bæta sjálfstraustið hjá neinum og eftir á hyggja er ég ekki hissa að sumir ákváðu að feta afbrota brautina. Það væri fróðlegt að vita hvað það skildu vera margir sem hafa endað innan veggja fangelsanna eða lent á örorku nú eða á geðdeildum landsins, leiðst út í neyslu, farist af slysförum eða framið sjálfsmorð. Þess vegna hef ég helgaði mínu lífsstarfi þessu og mín skoðun er sú að við þurfum að leggja áherslu á, listir, íþróttir og verklegt nám fyrir krakka sem eru að glíma við sértæka námserfiðleika og hætta að troða bókinni ofan í kok á þeim, því hún er þeirra versti óvinur í lífinu. Það á ekki að vera mælikvarðinn á hvort fólk hafi orðið að mönnum ef það útskrifast með stúdentshúfu á höfði eða ljúki háskólanámi. Þess vegna eigum við efla Fjölsmiðjur og Mótorsmiðjur um allt land því þannig úrræði á eftir að skila sér margfald til samfélagsins í formi nýtra og hæfari þjóðfélagsþegna en ekki lífeyris- og örorkuþega langt fyrir aldur fram. Höfundur hefur reynslu að sitja báðum megin við borðið sem olnbogabarn í skólakerfinu og vera starfsmaður þess.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun